Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 11

Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 11
sumar eru minningar úr leikhúsum og aðrar bara leikur með liti. Smám saman bættust fleiri myndir í skúff- urnar, enda hef ég annað slagið tekið upp pensilinn þótt ég hafi starfað sem fótaaðgerðafræðingur í mörg ár, fyrst í Hillerød í Danmörku þar sem ég menntaði mig í fræðunum og síðan í Reykjavík. Áður en vikið verður nánar að fótum og flutningum má geta þess að listfræðingar hafa lýst akvarellu- málurum sem hreinstefnuvatnslita- málurum og helstu ídealistum myndlistarinnar. „Ég legg áherslu á gegnsæi og léttleika í myndunum mínum,“ segir Guðrún Svava ein- faldlega. „Nú orðið mála ég í törn- um, aðallega á veturna. Á sumrin og raunar allan ársins hring safna ég hughrifum sem verða mér inn- blástur.“ Fjölskrúðug listasaga Eftir útskrift frá Myndlista- skólanum í Reykjavík hélt Guðrún Svava, aðeins rúmlega tvítug að aldri, til náms í Stroganov-akadem- íunni í Moskvu. Þegar heim kom vann hún um skeið í málaradeild Þjóðleikhússins, en síðan sem leik- mynda-, búninga- og brúðuhönnuður bæði þar og hjá Leikfélagi Reykja- víkur, Leikfélagi Akureyrar og víð- ar. Hún hefur myndskreytt bækur, kennt myndlist í skólum og á nám- skeiðum og haldið margar einkasýn- ingar, þá fyrstu í Gallerí SÚM árið 1974 og nokkrar í útlöndum. Og er þá fátt eitt talið í fjöl- skrúðugri listasögu Guðrúnar Svövu. Hún hefur líka kvatt sér hljóðs á ritvellinum því árið 1982 kom út eftir hana ljóðabókin Þegar þú ert ekki, sem fékk hvort tveggja mikið umtal og góða dóma. „Ljóðin fjalla um tilfinningar konu sem er svikin í ástum og er uppgjör við skilnað minn við þáverandi eigin- mann. Mér leið of illa til að geta unn- ið í myndlistinni á þessum tíma,“ út- skýrir Guðrún Svava. Hún hefur ekki ort síðan. „Aldrei að vita,“ svarar hún spurð um frekara framlag til ís- lenskra bókmennta. „Ég er lítið fyr- ir að plana, geri bara það sem mig langar til og læt löngunina bera mig áfram.“ Að vísu viðurkennir hún að löngunin hafi ekki eingöngu ráðið för þegar þau hjónin afréðu í annað skipti að flytjast til Danmerkur. En þau eru sátt og hún er í rauninni al- veg hissa á hversu lítið hún saknar Íslands. Hætt að streða „Við hjónin fórum fyrst utan 1999 og unnum ýmis störf áður en við lærðum fótaaðgerðafræði og keyptum í kjölfarið stofu í Hillerød, sem við rákum í nokkur ár. Mark- miðið var alltaf að flytjast aftur til Íslands og eyða elliárunum hér. Við fluttumst heim árið 2006 og opn- uðum okkar eigin stofu, Fótatak, og rákum hana þar til í sumar. Vinnan var orðin of erfið fyrir mig líkamlega auk þess sem mér fannst kominn tími til að hætta þessu streði og snúa mér að öðru – einhverju sem væri enn skemmtilegra,“ segir Guðrún Svava og játar að hún hafi í og með saknað svolítið ríkjandi léttleika í Danaveldi. „Ekki svo að skilja að mér leiddist starfið sem fótaaðgerða- fræðingur. Þótt ég hefði helst kosið að geta séð mér farborða með list- inni voru aðstæður þannig að það var ekki hægt. Ég hef alltaf unnið með höndunum og fótaaðgerðir eru í sjálfu sér handverk og áhugavert á köflum.“ Einfaldara líf Aðrar ástæður urðu líka til þess að þau hjónin breyttu aftur um stefnu í lífinu. „Við sáum hreinlega ekki fram á að við gætum lifað mannsæmandi lífi á Íslandi, frekar en aðrir listamenn á okkar aldri sem ekki höfðu lífeyrissjóð þegar þeir unnu hvað mest og þurfa nú að stóla á greiðslur frá Tryggingastofnun.“ Henni finnst lífið á Ærø miklu einfaldara en á Íslandi. Og mun ódýrara að lifa á þessari tæplega sjö þúsund manna eyju, sem túristar hafa mikið dálæti á og koma þangað margir hverjir gagngert til að láta pússa sig saman. „Ærø er stundum kölluð Las Vegas norðursins. Sjálfri finnst mér eyjan algjör sumarparadís, maður þarf ekki að ganga nema í nokkrar mínútur til að geta baðað sig í sjón- um, boðið er upp á alls konar nám- skeið og félagslífið er í miklum blóma sem og gróðurinn,“ segir Guðrún Svava og tínir ýmislegt til sem lífið á Ærø hafi upp á að bjóða – sem á henni má skilja að sé nánast allt. Þótt hún sé lítið gefin fyrir plön hefur hún að minnsta kosti eitt plan og það er að láta sér ekki leiðast. Morgunblaðið/Eva Björk Myndlistarkonan Guðrún Svava málaði sumar myndanna undir áhrifum frá ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar. Áherslan Gagnsæi og léttleiki. Sýning Guðrúnar Svövu í Smiðj- unni Listhúsi, Ármúla 36, verður opnuð í kvöld kl. 20 og stendur til 26. nóvember. Allar myndirnar fjalla um tilfinningar, sumar eru minningar úr leik- húsum og aðrar bara leikur með liti. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Sunna Sigurðardóttir opnar mynda- sögusýningu í dag kl. 17 í aðalsafni Borgarbókasafs við Tryggvagötu, í myndasögudeild á annarri hæð. Verk Sunnu falla ekki endilega að neinum sérstökum stíl myndasagna, en hún nefnir Tove Jansson, Anneli Furmark og Julie Doucet sem dæmi um höf- unda sem hún hefur dálæti á. Á sýningunni verður úrval úr helstu verkum Sunnu, sérunnin mynd- skreytingaverkefni fyrir bókaútgáfu sem og óútgefið sjálfstætt efni. Sunna er þekktust fyrir myndasög- ur sínar í verðlaunaskáldsögu Guð- rúnar Evu Mínervudóttur, Allt með kossi vekur. Myndasögurnar gefa skáldverkinu sérstakt yfirbragð og auka á áhrif þess andrúmslofts sem Guðrún Eva kallar fram. Sunna hefur unnið með fleiri rithöfundum, hún gerði myndskreytingar í bókinni Reimleikar í Reykjavík eftir Steinar Braga. Myndrænn hluti þessa sagna- safns er ekki síður mikilvægur fyrir þá stemningu sem býr í draugasög- um nútímans. Sunna vann hreyfimyndabrot fyrir heimildarmyndina Fjallkonan og einnig hefur hún gert veggverk, myndskreytingar, lógó og prentverk og sinnt almennri hönnunarráðgjöf. Nánar á vefsíðunni: www.beh- ance.net/sunna. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Í tengslum við sýninguna mun Sunna hafa myndasögusmiðju fyrir unglinga og ungt fólk, nk. laug- Sögur án orða – Sunna opnar myndasögusýningu í dag Máttur myndasögu og mynda- sögusmiðja fyrir unglinga Bláskeggur Drungaleg stemning hér á ferð. ardag, 14. nóvember, kl. 14 og 16, í Borgarbókasafninu. Skráning er hjá Úlfhildi Dagsdóttur á netfangið: ulfhildur.dagsdottir@reykjavik.is. Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í áskrift er góð leið til að byggja upp eignasafn. Byggðu upp þinn sjóð með reglubundnum sparnaði Lágmarksupphæð aðeins 5.000 kr. á mánuði. 100% afsláttur af upphafsgjaldi í áskrift í sjóðum. Enginn fjármagns- tekjuskattur greiddur fyrr en við innlausn.* *Skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíð. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.