Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 11
sumar eru minningar úr leikhúsum og aðrar bara leikur með liti. Smám saman bættust fleiri myndir í skúff- urnar, enda hef ég annað slagið tekið upp pensilinn þótt ég hafi starfað sem fótaaðgerðafræðingur í mörg ár, fyrst í Hillerød í Danmörku þar sem ég menntaði mig í fræðunum og síðan í Reykjavík. Áður en vikið verður nánar að fótum og flutningum má geta þess að listfræðingar hafa lýst akvarellu- málurum sem hreinstefnuvatnslita- málurum og helstu ídealistum myndlistarinnar. „Ég legg áherslu á gegnsæi og léttleika í myndunum mínum,“ segir Guðrún Svava ein- faldlega. „Nú orðið mála ég í törn- um, aðallega á veturna. Á sumrin og raunar allan ársins hring safna ég hughrifum sem verða mér inn- blástur.“ Fjölskrúðug listasaga Eftir útskrift frá Myndlista- skólanum í Reykjavík hélt Guðrún Svava, aðeins rúmlega tvítug að aldri, til náms í Stroganov-akadem- íunni í Moskvu. Þegar heim kom vann hún um skeið í málaradeild Þjóðleikhússins, en síðan sem leik- mynda-, búninga- og brúðuhönnuður bæði þar og hjá Leikfélagi Reykja- víkur, Leikfélagi Akureyrar og víð- ar. Hún hefur myndskreytt bækur, kennt myndlist í skólum og á nám- skeiðum og haldið margar einkasýn- ingar, þá fyrstu í Gallerí SÚM árið 1974 og nokkrar í útlöndum. Og er þá fátt eitt talið í fjöl- skrúðugri listasögu Guðrúnar Svövu. Hún hefur líka kvatt sér hljóðs á ritvellinum því árið 1982 kom út eftir hana ljóðabókin Þegar þú ert ekki, sem fékk hvort tveggja mikið umtal og góða dóma. „Ljóðin fjalla um tilfinningar konu sem er svikin í ástum og er uppgjör við skilnað minn við þáverandi eigin- mann. Mér leið of illa til að geta unn- ið í myndlistinni á þessum tíma,“ út- skýrir Guðrún Svava. Hún hefur ekki ort síðan. „Aldrei að vita,“ svarar hún spurð um frekara framlag til ís- lenskra bókmennta. „Ég er lítið fyr- ir að plana, geri bara það sem mig langar til og læt löngunina bera mig áfram.“ Að vísu viðurkennir hún að löngunin hafi ekki eingöngu ráðið för þegar þau hjónin afréðu í annað skipti að flytjast til Danmerkur. En þau eru sátt og hún er í rauninni al- veg hissa á hversu lítið hún saknar Íslands. Hætt að streða „Við hjónin fórum fyrst utan 1999 og unnum ýmis störf áður en við lærðum fótaaðgerðafræði og keyptum í kjölfarið stofu í Hillerød, sem við rákum í nokkur ár. Mark- miðið var alltaf að flytjast aftur til Íslands og eyða elliárunum hér. Við fluttumst heim árið 2006 og opn- uðum okkar eigin stofu, Fótatak, og rákum hana þar til í sumar. Vinnan var orðin of erfið fyrir mig líkamlega auk þess sem mér fannst kominn tími til að hætta þessu streði og snúa mér að öðru – einhverju sem væri enn skemmtilegra,“ segir Guðrún Svava og játar að hún hafi í og með saknað svolítið ríkjandi léttleika í Danaveldi. „Ekki svo að skilja að mér leiddist starfið sem fótaaðgerða- fræðingur. Þótt ég hefði helst kosið að geta séð mér farborða með list- inni voru aðstæður þannig að það var ekki hægt. Ég hef alltaf unnið með höndunum og fótaaðgerðir eru í sjálfu sér handverk og áhugavert á köflum.“ Einfaldara líf Aðrar ástæður urðu líka til þess að þau hjónin breyttu aftur um stefnu í lífinu. „Við sáum hreinlega ekki fram á að við gætum lifað mannsæmandi lífi á Íslandi, frekar en aðrir listamenn á okkar aldri sem ekki höfðu lífeyrissjóð þegar þeir unnu hvað mest og þurfa nú að stóla á greiðslur frá Tryggingastofnun.“ Henni finnst lífið á Ærø miklu einfaldara en á Íslandi. Og mun ódýrara að lifa á þessari tæplega sjö þúsund manna eyju, sem túristar hafa mikið dálæti á og koma þangað margir hverjir gagngert til að láta pússa sig saman. „Ærø er stundum kölluð Las Vegas norðursins. Sjálfri finnst mér eyjan algjör sumarparadís, maður þarf ekki að ganga nema í nokkrar mínútur til að geta baðað sig í sjón- um, boðið er upp á alls konar nám- skeið og félagslífið er í miklum blóma sem og gróðurinn,“ segir Guðrún Svava og tínir ýmislegt til sem lífið á Ærø hafi upp á að bjóða – sem á henni má skilja að sé nánast allt. Þótt hún sé lítið gefin fyrir plön hefur hún að minnsta kosti eitt plan og það er að láta sér ekki leiðast. Morgunblaðið/Eva Björk Myndlistarkonan Guðrún Svava málaði sumar myndanna undir áhrifum frá ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar. Áherslan Gagnsæi og léttleiki. Sýning Guðrúnar Svövu í Smiðj- unni Listhúsi, Ármúla 36, verður opnuð í kvöld kl. 20 og stendur til 26. nóvember. Allar myndirnar fjalla um tilfinningar, sumar eru minningar úr leik- húsum og aðrar bara leikur með liti. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Sunna Sigurðardóttir opnar mynda- sögusýningu í dag kl. 17 í aðalsafni Borgarbókasafs við Tryggvagötu, í myndasögudeild á annarri hæð. Verk Sunnu falla ekki endilega að neinum sérstökum stíl myndasagna, en hún nefnir Tove Jansson, Anneli Furmark og Julie Doucet sem dæmi um höf- unda sem hún hefur dálæti á. Á sýningunni verður úrval úr helstu verkum Sunnu, sérunnin mynd- skreytingaverkefni fyrir bókaútgáfu sem og óútgefið sjálfstætt efni. Sunna er þekktust fyrir myndasög- ur sínar í verðlaunaskáldsögu Guð- rúnar Evu Mínervudóttur, Allt með kossi vekur. Myndasögurnar gefa skáldverkinu sérstakt yfirbragð og auka á áhrif þess andrúmslofts sem Guðrún Eva kallar fram. Sunna hefur unnið með fleiri rithöfundum, hún gerði myndskreytingar í bókinni Reimleikar í Reykjavík eftir Steinar Braga. Myndrænn hluti þessa sagna- safns er ekki síður mikilvægur fyrir þá stemningu sem býr í draugasög- um nútímans. Sunna vann hreyfimyndabrot fyrir heimildarmyndina Fjallkonan og einnig hefur hún gert veggverk, myndskreytingar, lógó og prentverk og sinnt almennri hönnunarráðgjöf. Nánar á vefsíðunni: www.beh- ance.net/sunna. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Í tengslum við sýninguna mun Sunna hafa myndasögusmiðju fyrir unglinga og ungt fólk, nk. laug- Sögur án orða – Sunna opnar myndasögusýningu í dag Máttur myndasögu og mynda- sögusmiðja fyrir unglinga Bláskeggur Drungaleg stemning hér á ferð. ardag, 14. nóvember, kl. 14 og 16, í Borgarbókasafninu. Skráning er hjá Úlfhildi Dagsdóttur á netfangið: ulfhildur.dagsdottir@reykjavik.is. Verðbréfa- og fjárfestingasjóðir í áskrift er góð leið til að byggja upp eignasafn. Byggðu upp þinn sjóð með reglubundnum sparnaði Lágmarksupphæð aðeins 5.000 kr. á mánuði. 100% afsláttur af upphafsgjaldi í áskrift í sjóðum. Enginn fjármagns- tekjuskattur greiddur fyrr en við innlausn.* *Skattameðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíð. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.