Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 12.11.2015, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 BAKSVIÐ Björn Ívar Karlsson bivark@gmail.com Evrópumót landsliða í skák hefst á morgun í Laugardalshöll og stend- ur yfir næstu tíu daga. Um er að ræða stærsta skákviðburð sem fram hefur farið á Íslandi síðan einvígi aldarinnar fór fram í Höll- inni árið 1972. Skáksveitir frá 35 löndum taka þátt í mótinu, í opnum flokki og kvennaflokki. Skák- samband Íslands sér um móts- haldið, í samvinnu við Skák- samband Evrópu. Um er að ræða liðakeppni þar sem teflt er á fjórum borðum og raðað er eftir styrkleika. Rússar eru, eins og oft áður, með stigahæstu sveitina á mótinu en meðalstig liðsmanna þeirra eru 2743. Þrátt fyrir styrk sinn hafa Rússar þó ekki náð að sigra á mótinu síðustu þrjú skipti. Meðal liðsmanna þeirra má nefna heims- meistarann í hraðskák, Alexander Grischuk, og Peter Svidler, en báð- ir voru þeir í liði Rússa þegar þeir urðu Evrópumeistarar árin 2003 og 2007. Næstir í styrkleikaröðinni eru Úkraínumenn með 2725 með- alstig. Stigahæstu liðsmenn þeirra eru hinn góðkunni Vassily Ivan- chuk ásamt Pavel Eljanov sem vakti mikla athygli með góðum ár- angri sínum á heimsbikarmótinu í Baku fyrr í haust. Þriðju í styrk- leikaröðinni eru ríkjandi Evr- ópumeistarar Aserbaísjan, með 2707 meðalstig. Þeir sigruðu nokk- uð óvænt á mótinu árið 2013 í Varsjá en þeir voru þar í 6. sæti styrkleikalistans fyrir mótið. Í ár tefla þeir m.a. fram ofurstórmeist- urunum Teimour Radjabov, Shak- hriyar Mamedyarov, sem skemmti skákáhugamönnum með glaðlegu viðmóti sínu á síðasta Reykjavík- urskákmóti, og Arkadij Naiditsch, sem áður tefldi undir merkjum Þjóðverja en skipti fyrr í sumar yf- ir í lið Asera. Einnig hafa Armenar yfirleitt staðið sig vel í liðakeppn- um en þeir skipa 6. sæti styrkleika- listans og eru líklegir til árangurs, með Levon Aronian innanborðs. Þrjár íslenskar sveitir Ísland stillir upp tveimur sveit- um í opnum flokki og einni í kvennaflokki. A-lið Íslands er skip- að stórmeisturunum Hannesi Hlíf- ari Stefánssyni, Héðni Steingríms- syni, Hjörvari Steini Grétarssyni, Henrik Danielsen og alþjóðlega meistaranum Guðmundi Kjart- anssyni. Liðsstjóri liðsins er Fide- meistarinn Ingvar Þór Jóhann- esson. Hin íslenska sveitin, hið svo- kallaða Gullaldarlið, er skipuð „fjórmenningaklíkunni“ Helga Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturs- syni að ógleymdri goðsögninni Friðriki Ólafssyni. Liðsstjóri liðs- ins er Fide-meistarinn Halldór Grétar Einarsson. Meðalaldur Gullaldarliðsins er 60 ár! Íslenska a-liðið er í 24. sæti af 36 á styrkleikalistanum með 2557 meðalstig en Gullaldarliðið í því 27. með 2525 meðalstig. Íslenska liðið hefur oft náð góðum árangri í liðakeppnum, til að mynda 5. sætinu á Ólympíumótinu í Dubai árið 1986. Besti ár- angur karlaliðs Íslands á Evrópumóti er 13. sætið í Debrecen árið 1992. Í kvennaflokki bera þrjú lið af í styrkleika, Georgía, Rússland og Úkraína. Ma- rya Muzychuk, heimsmeistari kvenna, fer fyrir sterku liði Úkra- ínu en stórmeistararnir Nana Dzagnidze og Bela Khotenashvili leiða sigurstranglegt lið Georgíu. Stórmeistararnir Alexandra Koste- niuk, Valentina Gunina og Kate- ryna Lahno eru meðal reyndra liðsmanna Rússlands. Íslenska kvennaliðið er í 29. sæti af 30 á styrkleikalista kvenna- flokksins. Liðið skipa Lenka Ptacniková, Guðlaug Þorsteins- dóttir, Elsa María Kristínardóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir. Þrátt fyrir að vera næstneðst á styrkleikalist- anum má vænta mikils af kvenna- liðinu sem hefur lagt hart að sér við æfingar í sumar undir stjórn liðsstjóra þess, alþjóðlega meist- arans Einars Hjalta Jenssonar. Besti árangur kvennaliðsins á Evr- ópumóti er 24. sæti árið 2005 í Gautaborg. Færeyjar og Kósóvó með Mótið í ár verður merkilegt fyrir margra hluta sakir. Skáksveitir frá Kósóvó og Færeyjum taka í fyrsta skipti þátt á Evrópumóti landsliða í skák. Þrátt fyrir að lið Kósóvó sé langneðst í styrkleikaröðinni má gera ráð fyrir að þátttaka þess muni vekja mikla athygli. Fær- eyingar stilla upp þéttu liði skipuðu þremur reyndum alþjóðlegum meisturum og tveimur ungum Fide-meisturum. Þó að landinu hafi ekki enn tekist að eignast sinn fyrsta stórmeistara hefur því oft tekist að stríða stærri þjóðum í liðakeppnum í gegnum tíðina. Reyndir skákskýrendur Á mótinu í ár eru 150 stórmeist- arar í skák skráðir til leiks. Aldrei áður hefur slíkur fjöldi stórmeist- ara verið staddur hér á landi! Umferðirnar hefjast daglega kl. 15 utan síðustu umferðarinnar sem hefst kl. 11. Aðstæður á mótinu, bæði fyrir áhorfendur og kepp- endur, verða með besta móti. Allar skákirnar verða sendar beint út á netinu en auk þess verður boðið upp á skákskýringar í hliðarsal inn- an Hallarinnar. Ýmsir reyndir tit- ilhafar munu sjá um skákskýring- arnar en meðal þeirra má nefna Þröst Þórhallsson, Helga Áss Grét- arsson, Karl Þorsteins og Áskel Örn Kárason auk þess sem enski stórmeistarinn Simon Williams mun sjá um skákskýringar á ensku. Stærsti skákviðburðurinn frá 1972  Evrópumót landsliða í skák hefst í Laugardalshöll á morgun  Skáksveitir frá 35 löndum taka þátt og eru Rússar stigahæstir  150 stórmeistarar keppa  Þrjár íslenskar sveitir skráðar til leiks Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák árið 1972, þegar Boris Spassky og Bobby Fischer áttust við í Laugardalshöll, hefur jafnan verið nefnt ein- vígi aldarinnar. Nú er að hefast í Laugardalshöll fjölmennasta alþjóðlega skákmót sem haldið hefur verið hér á landi: Evrópumót landsliða. Morgunblaðið/Ómar Gullaldarliðið Fjórir úr Gullaldarliðinu svonefnda sem keppir á EM: Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Friðrik Ólafsson og Margeir Pétursson. Heimsmeistarinn Magnus Carl- sen leiðir norska landsliðið sem er að mestu skipað ungum og efnilegum norskum skákmönn- um auk heimsmeistarans og að- stoðarmanns hans Jons Ludvigs Hammers. Carlsen tefldi síðast á skák- móti hér á landi árið 2006 en hann kom í stutta heimsókn í vor og fylgdist með Reykjavík- urskákmótinu. Athygli hefur vakið að ísraelski ofur- stórmeistarinn Boris Gelfand hef- ur síðustu daga þjálfað lið Norð- manna fyrir mót- ið en Ísrael send- ir ekki lið til keppni á í Reykja- vík vegna fjár- skorts. Carlsen leiðir norska liðið HEIMSMEISTARI Magnus Carlsen Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is - með því að ýta á einn hnapp Líttu við hjá Eirvík og við bjóðum þér í kaffi · lattemacchiato · cappuccino · caffé latte · espresso macchiato · flat white · kaffi · espresso · ristretto · heitt vatn / mjólkurfroða Njóttu hins fullkomna kaffibolla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.