Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
BAKSVIÐ
Björn Ívar Karlsson
bivark@gmail.com
Evrópumót landsliða í skák hefst á
morgun í Laugardalshöll og stend-
ur yfir næstu tíu daga. Um er að
ræða stærsta skákviðburð sem
fram hefur farið á Íslandi síðan
einvígi aldarinnar fór fram í Höll-
inni árið 1972. Skáksveitir frá 35
löndum taka þátt í mótinu, í opnum
flokki og kvennaflokki. Skák-
samband Íslands sér um móts-
haldið, í samvinnu við Skák-
samband Evrópu.
Um er að ræða liðakeppni þar
sem teflt er á fjórum borðum og
raðað er eftir styrkleika.
Rússar eru, eins og oft áður, með
stigahæstu sveitina á mótinu en
meðalstig liðsmanna þeirra eru
2743. Þrátt fyrir styrk sinn hafa
Rússar þó ekki náð að sigra á
mótinu síðustu þrjú skipti. Meðal
liðsmanna þeirra má nefna heims-
meistarann í hraðskák, Alexander
Grischuk, og Peter Svidler, en báð-
ir voru þeir í liði Rússa þegar þeir
urðu Evrópumeistarar árin 2003 og
2007. Næstir í styrkleikaröðinni
eru Úkraínumenn með 2725 með-
alstig. Stigahæstu liðsmenn þeirra
eru hinn góðkunni Vassily Ivan-
chuk ásamt Pavel Eljanov sem
vakti mikla athygli með góðum ár-
angri sínum á heimsbikarmótinu í
Baku fyrr í haust. Þriðju í styrk-
leikaröðinni eru ríkjandi Evr-
ópumeistarar Aserbaísjan, með
2707 meðalstig. Þeir sigruðu nokk-
uð óvænt á mótinu árið 2013 í
Varsjá en þeir voru þar í 6. sæti
styrkleikalistans fyrir mótið. Í ár
tefla þeir m.a. fram ofurstórmeist-
urunum Teimour Radjabov, Shak-
hriyar Mamedyarov, sem skemmti
skákáhugamönnum með glaðlegu
viðmóti sínu á síðasta Reykjavík-
urskákmóti, og Arkadij Naiditsch,
sem áður tefldi undir merkjum
Þjóðverja en skipti fyrr í sumar yf-
ir í lið Asera. Einnig hafa Armenar
yfirleitt staðið sig vel í liðakeppn-
um en þeir skipa 6. sæti styrkleika-
listans og eru líklegir til árangurs,
með Levon Aronian innanborðs.
Þrjár íslenskar sveitir
Ísland stillir upp tveimur sveit-
um í opnum flokki og einni í
kvennaflokki. A-lið Íslands er skip-
að stórmeisturunum Hannesi Hlíf-
ari Stefánssyni, Héðni Steingríms-
syni, Hjörvari Steini Grétarssyni,
Henrik Danielsen og alþjóðlega
meistaranum Guðmundi Kjart-
anssyni. Liðsstjóri liðsins er Fide-
meistarinn Ingvar Þór Jóhann-
esson. Hin íslenska sveitin, hið svo-
kallaða Gullaldarlið, er skipuð
„fjórmenningaklíkunni“ Helga
Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni,
Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturs-
syni að ógleymdri goðsögninni
Friðriki Ólafssyni. Liðsstjóri liðs-
ins er Fide-meistarinn Halldór
Grétar Einarsson. Meðalaldur
Gullaldarliðsins er 60 ár!
Íslenska a-liðið er í 24. sæti af 36
á styrkleikalistanum með 2557
meðalstig en Gullaldarliðið í því 27.
með 2525 meðalstig. Íslenska liðið
hefur oft náð góðum árangri í
liðakeppnum, til að mynda 5.
sætinu á Ólympíumótinu í
Dubai árið 1986. Besti ár-
angur karlaliðs Íslands
á Evrópumóti er 13.
sætið í Debrecen árið
1992.
Í kvennaflokki
bera þrjú lið af í styrkleika,
Georgía, Rússland og Úkraína. Ma-
rya Muzychuk, heimsmeistari
kvenna, fer fyrir sterku liði Úkra-
ínu en stórmeistararnir Nana
Dzagnidze og Bela Khotenashvili
leiða sigurstranglegt lið Georgíu.
Stórmeistararnir Alexandra Koste-
niuk, Valentina Gunina og Kate-
ryna Lahno eru meðal reyndra
liðsmanna Rússlands.
Íslenska kvennaliðið er í 29. sæti
af 30 á styrkleikalista kvenna-
flokksins. Liðið skipa Lenka
Ptacniková, Guðlaug Þorsteins-
dóttir, Elsa María Kristínardóttir,
Hrund Hauksdóttir og Veronika
Steinunn Magnúsdóttir. Þrátt fyrir
að vera næstneðst á styrkleikalist-
anum má vænta mikils af kvenna-
liðinu sem hefur lagt hart að sér
við æfingar í sumar undir stjórn
liðsstjóra þess, alþjóðlega meist-
arans Einars Hjalta Jenssonar.
Besti árangur kvennaliðsins á Evr-
ópumóti er 24. sæti árið 2005 í
Gautaborg.
Færeyjar og Kósóvó með
Mótið í ár verður merkilegt fyrir
margra hluta sakir. Skáksveitir frá
Kósóvó og Færeyjum taka í fyrsta
skipti þátt á Evrópumóti landsliða í
skák. Þrátt fyrir að lið Kósóvó sé
langneðst í styrkleikaröðinni má
gera ráð fyrir að þátttaka þess
muni vekja mikla athygli. Fær-
eyingar stilla upp þéttu liði skipuðu
þremur reyndum alþjóðlegum
meisturum og tveimur ungum
Fide-meisturum. Þó að landinu hafi
ekki enn tekist að eignast sinn
fyrsta stórmeistara hefur því oft
tekist að stríða stærri þjóðum í
liðakeppnum í gegnum tíðina.
Reyndir skákskýrendur
Á mótinu í ár eru 150 stórmeist-
arar í skák skráðir til leiks. Aldrei
áður hefur slíkur fjöldi stórmeist-
ara verið staddur hér á landi!
Umferðirnar hefjast daglega kl.
15 utan síðustu umferðarinnar sem
hefst kl. 11. Aðstæður á mótinu,
bæði fyrir áhorfendur og kepp-
endur, verða með besta móti. Allar
skákirnar verða sendar beint út á
netinu en auk þess verður boðið
upp á skákskýringar í hliðarsal inn-
an Hallarinnar. Ýmsir reyndir tit-
ilhafar munu sjá um skákskýring-
arnar en meðal þeirra má nefna
Þröst Þórhallsson, Helga Áss Grét-
arsson, Karl Þorsteins og Áskel
Örn Kárason auk þess sem enski
stórmeistarinn Simon Williams
mun sjá um skákskýringar á
ensku.
Stærsti skákviðburðurinn frá 1972
Evrópumót landsliða í skák hefst í Laugardalshöll á morgun Skáksveitir frá 35 löndum taka
þátt og eru Rússar stigahæstir 150 stórmeistarar keppa Þrjár íslenskar sveitir skráðar til leiks
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák árið 1972, þegar Boris Spassky og Bobby Fischer áttust við í Laugardalshöll, hefur jafnan verið nefnt ein-
vígi aldarinnar. Nú er að hefast í Laugardalshöll fjölmennasta alþjóðlega skákmót sem haldið hefur verið hér á landi: Evrópumót landsliða.
Morgunblaðið/Ómar
Gullaldarliðið Fjórir úr Gullaldarliðinu svonefnda sem keppir á EM: Jón L.
Árnason, Helgi Ólafsson, Friðrik Ólafsson og Margeir Pétursson.
Heimsmeistarinn Magnus Carl-
sen leiðir norska landsliðið sem
er að mestu skipað ungum og
efnilegum norskum skákmönn-
um auk heimsmeistarans og að-
stoðarmanns hans Jons Ludvigs
Hammers.
Carlsen tefldi síðast á skák-
móti hér á landi árið 2006 en
hann kom í stutta heimsókn í vor
og fylgdist með Reykjavík-
urskákmótinu.
Athygli hefur vakið
að ísraelski ofur-
stórmeistarinn
Boris Gelfand hef-
ur síðustu daga
þjálfað lið Norð-
manna fyrir mót-
ið en Ísrael send-
ir ekki lið til
keppni á í Reykja-
vík vegna fjár-
skorts.
Carlsen leiðir
norska liðið
HEIMSMEISTARI
Magnus
Carlsen
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
- með því að ýta á einn hnapp
Líttu við hjá Eirvík og við bjóðum þér í kaffi
· lattemacchiato
· cappuccino
· caffé latte
· espresso
macchiato
· flat white
· kaffi
· espresso
· ristretto
· heitt vatn /
mjólkurfroða
Njóttu hins fullkomna
kaffibolla