Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 35

Morgunblaðið - 12.11.2015, Side 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Hafnargarðarnir sem grafnir voru upp við Reykjavíkurhöfn verða sýnilegir í bílakjallara væntanlegra húsa og einnig frá göngugötum í gegnum gler, að sögn Gísla Stein- ars Gíslasonar, stjórnarformanns Landstólpa þróunarfélags. Þetta er niðurstaða viðræðna á milli þróunarfélagsins og Minja- stofnunar. Annar hafnargarðurinn er meira en 100 ára gamall og frið- aður en deilur hafa verið um friðun hins garðsins, sem er frá 1928 og sem Minjastofnun skyndifriðaði fyrr á árinu. Við framkvæmdirnar verða garðarnir teknir í sundur og fjar- lægðir. Þeim verður síðan komið fyrir á nýjan leik og þá undir eftir- liti Minjastofnunar, fornleifafræð- ings og sérfræðings í hleðslum. hjortur@mbl.is Hleðslurn- ar verða sýnilegar  Samkomulag um framtíð hafnargarða Morgunblaðið/Golli Minjar Gömlu garðarnir voru undir bílastæði við Hafnarstræti. „Íshellirinn er eftirtektarvert verk- efni og dæmi um draum sem verður að veruleika. Það þarf dug, kjark og þor til að nýta jökul sem afþrey- ingarmöguleika í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar sem í gær veittu Íshellinum á Langjökli, öðru nafni Into the Glacier, Nýsköpunarverð- laun SAF árið 2015. Dómnefnd segir að í þessu verk- efni fari saman hugsjón, áhugi, ástríða og kraftur frumkvöðla ásamt þekkingu vísindafólks, verk- fræðinga og björgunarsveitarfólks, og fjármagn til að skapa einstaka upplifun og afþreyingarmöguleika sem eigi ekki sinn líka í heiminum. Hafi hellirinn eflt framboð afþrey- ingar á Vesturlandi og gefið ferða- fólki ærið tilefni til lengri dvalar á svæðinu. Telja samtökin mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bjóða fjölbreyttari afþreyingu og nýjar ferðavörur í ljósi mikillar fjölgunar ferðafólks á Íslandi. Mikilvægur þáttur sé einnig dreifing ferðafólks víðar um landið og auknir möguleikar ferðaþjón- ustuaðila til að efla heilsársþjón- ustu og þar með auka framlegð greinarinnar. Tólftu nýsköpunarverðlaunin Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Er þetta í 12. sinn sem verðlaun SAF eru af- hent. Verðlaunahafar frá árinu 2010 hafa verið Gestastofan á Þor- valdseyri, Saga Travel, Pink Ice- land, KEX hostel og Íslenskir fjalla- leiðsögumenn. Íshellirinn á ekki sinn líka Magnað Náttúruleg sprunga þverar íshellinn í Langjökli og vekur athygli.  Fékk Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Samninganefndir ríkisins og Kjara- félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga (KVH) undirrituðu í fyrra- kvöld samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi og er gildistími samningsins frá 1. mars 2015 til 31. mars 2019. Fram kemur á vefsíðu stéttar- félagsins að með samningnum hafi meginmarkið KVH náðst um að samningurinn fæli í sér sömu launa- hækkanir og Gerðardómur kvað á um vegna aðildarfélaga BHM, fyrir fyrri hluta samningstímans, auk þess sem samningurinn er aftur- virkur frá 1. mars síðastliðnum. „Launahækkanir síðari hluta gildis- tímans eru í samræmi við forsendur og yfirlýst markmið ríkis og flestra aðila vinnumarkaðarins, um sam- eiginlega launastefnu til ársloka 2018 og þá framtíðarsýn um megin- stoðir nýs íslensks samningalíkans, sem stefnt er að,“ segir um nýja samninginn. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn á að hefjast síðdegis í dag og ljúka á hádegi næstkomandi mánudag. Nýr samning- ur afturvirkur frá 1. mars VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni. Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is ÍS L E N SK A SI A .I S N A T 71 68 2 02 /1 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.