Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 35
FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Hafnargarðarnir sem grafnir voru upp við Reykjavíkurhöfn verða sýnilegir í bílakjallara væntanlegra húsa og einnig frá göngugötum í gegnum gler, að sögn Gísla Stein- ars Gíslasonar, stjórnarformanns Landstólpa þróunarfélags. Þetta er niðurstaða viðræðna á milli þróunarfélagsins og Minja- stofnunar. Annar hafnargarðurinn er meira en 100 ára gamall og frið- aður en deilur hafa verið um friðun hins garðsins, sem er frá 1928 og sem Minjastofnun skyndifriðaði fyrr á árinu. Við framkvæmdirnar verða garðarnir teknir í sundur og fjar- lægðir. Þeim verður síðan komið fyrir á nýjan leik og þá undir eftir- liti Minjastofnunar, fornleifafræð- ings og sérfræðings í hleðslum. hjortur@mbl.is Hleðslurn- ar verða sýnilegar  Samkomulag um framtíð hafnargarða Morgunblaðið/Golli Minjar Gömlu garðarnir voru undir bílastæði við Hafnarstræti. „Íshellirinn er eftirtektarvert verk- efni og dæmi um draum sem verður að veruleika. Það þarf dug, kjark og þor til að nýta jökul sem afþrey- ingarmöguleika í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar sem í gær veittu Íshellinum á Langjökli, öðru nafni Into the Glacier, Nýsköpunarverð- laun SAF árið 2015. Dómnefnd segir að í þessu verk- efni fari saman hugsjón, áhugi, ástríða og kraftur frumkvöðla ásamt þekkingu vísindafólks, verk- fræðinga og björgunarsveitarfólks, og fjármagn til að skapa einstaka upplifun og afþreyingarmöguleika sem eigi ekki sinn líka í heiminum. Hafi hellirinn eflt framboð afþrey- ingar á Vesturlandi og gefið ferða- fólki ærið tilefni til lengri dvalar á svæðinu. Telja samtökin mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt sé að bjóða fjölbreyttari afþreyingu og nýjar ferðavörur í ljósi mikillar fjölgunar ferðafólks á Íslandi. Mikilvægur þáttur sé einnig dreifing ferðafólks víðar um landið og auknir möguleikar ferðaþjón- ustuaðila til að efla heilsársþjón- ustu og þar með auka framlegð greinarinnar. Tólftu nýsköpunarverðlaunin Ragnheiður Elín Árnadóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica. Er þetta í 12. sinn sem verðlaun SAF eru af- hent. Verðlaunahafar frá árinu 2010 hafa verið Gestastofan á Þor- valdseyri, Saga Travel, Pink Ice- land, KEX hostel og Íslenskir fjalla- leiðsögumenn. Íshellirinn á ekki sinn líka Magnað Náttúruleg sprunga þverar íshellinn í Langjökli og vekur athygli.  Fékk Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Samninganefndir ríkisins og Kjara- félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga (KVH) undirrituðu í fyrra- kvöld samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi og er gildistími samningsins frá 1. mars 2015 til 31. mars 2019. Fram kemur á vefsíðu stéttar- félagsins að með samningnum hafi meginmarkið KVH náðst um að samningurinn fæli í sér sömu launa- hækkanir og Gerðardómur kvað á um vegna aðildarfélaga BHM, fyrir fyrri hluta samningstímans, auk þess sem samningurinn er aftur- virkur frá 1. mars síðastliðnum. „Launahækkanir síðari hluta gildis- tímans eru í samræmi við forsendur og yfirlýst markmið ríkis og flestra aðila vinnumarkaðarins, um sam- eiginlega launastefnu til ársloka 2018 og þá framtíðarsýn um megin- stoðir nýs íslensks samningalíkans, sem stefnt er að,“ segir um nýja samninginn. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn á að hefjast síðdegis í dag og ljúka á hádegi næstkomandi mánudag. Nýr samning- ur afturvirkur frá 1. mars VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni. Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is ÍS L E N SK A SI A .I S N A T 71 68 2 02 /1 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.