Morgunblaðið - 12.11.2015, Page 48

Morgunblaðið - 12.11.2015, Page 48
48 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Karl Blöndal kbl@mbl.is Andlát Helmuts Schmidts var á for- síðum allra dagblaða í Þýskalandi í gær. Schmidt, sem var kanslari Vestur-Þýskalands frá 1974 til 1982, lést á þriðjudag, 96 ára að aldri. Hann var raunsær stjórnmálamað- ur, sem vildi að Vestur-Þjóðverjar létu meira að sér kveða á al- þjóðavettvangi. Schmidt var áber- andi í þýskri umræðu allt til dauða- dags og naut mikillar virðingar í heimalandi sínu og víðar fyrir að tala tæpitungulaust, hlaut snemma viðurnefnið „kjaftur“. Hann varði m.a. stefnu Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu og var gagnrýndur fyrir þjónkun við for- setann. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að Schmidt hefði verið „pólitísk stofnun“. Hún hefði leitað til hans og kunnað að „meta ráð hans og dómgreind“. Schmidt fæddist 23. desember ár- ið 1918 í verkamannahverfinu Barmbeck í Hamborg. Þegar Hitler komst til valda 1933 gekk Schmidt í Hitlersæskuna og 1937 var hann kvaddur í herinn. Hann var liðþjálfi í loftvarnasveit eftir að stríðið hófst og fékk járnkrossinn. Löngu síðar greindi hann frá því að afi hans hefði verið gyðingur og lýsti því hvernig hann og faðir hans hefðu falsað skjöl til að fela sann- leikann fyrir nasistum. Skar sig strax úr Schmidt hafði langað til að læra borgarskipulag, en eftir stríðið lærði hann þjóðhagfræði. Hann gekk í Sósíaldemókrataflokkinn meðan hann var í námi. 1953 var hann kosinn á þing og skar sig strax þá úr í flokknum. 1961 sneri hann aftur til Ham- borgar og settist í borgarstjórn. Ár- ið eftir varð hann landsþekktur fyr- ir að stjórna björgunaraðgerðum í fjarveru borgarstjórans þegar Sax- elfur flæddi yfir bakka sína og um 300 manns drukknuðu. Schmidt sneri aftur á þing 1965 og sérhæfði sig í varnarmálum. Þegar Willy Brandt varð kanslari 1969 gerði hann Schmidt að varnarmálaráðherra. Hann varð fjármálaráðherra 1972 og dró ekki dul á þá afstöðu sína að umfangs- mikil félagsþjónusta yrði aðeins fjármögnuð þar sem kapítalisminn fengi að njóta sín. Náið samstarf við Frakka Schmidt varð kanslari 1974 eftir að Brandt þurfti að segja af sér þegar í ljós kom að aðstoðarmaður hans var austurþýskur njósnari. Strax í upphafi kanslaratíðar sinnar tókst náið samstarf með Schmidt og Valery Giscard D’Esta- ing, sem var kjörinn forseti Frakk- lands sama ár. Þótt þeir væru ólíkir og af gerólíkum uppruna náðu þeir vel saman og samstarf Vestur- Þýskalands og Frakklands dafnaði undir þeirra forustu. V-Þýskaland varð drifkrafturinn í efnahags- málum á meðan Frakkland var rödd Evrópu út á við. Kanslaranum tókst að halda efna- hagslífinu gangandi þegar olíu- kreppan skall á 1973. Árið 1977 rændu palestínskir vígamenn far- þegavél Lufthansa og kröfðust þess að liðsmenn hryðjuverkasamtak- anna Rauðu herdeildarinnar, RAF, yrðu látnir lausir. Schmidt fyrirskip- aði að ráðist yrði um borð í vélina. Sama ár framdi Rauða herdeildin morð og sprengjuárásir í Vestur- Þýskalandi. Gengið var á milli bols og höfuðs á samtökunum eftir að þýska iðnjöfrinum Hanns-Martin Schleyer var rænt og hann tekinn af lífi. Schmidt var ekki tilbúinn til að ganga til samninga við hryðjuverka- menn og tók þá ákvörðun að yrði honum eða konu hans, Hannelore, rænt skyldi ekki greitt lausnargjald. Schmidt snerist gegn vinstri- vængnum í flokki sínum þegar hann ákvað að bandarískum kjarnorku- flaugum skyldi komið fyrir í Vestur- Þýskalandi til mótvægis við flaugar Sovétmanna. Sú ákvörðun leiddi til mikilla mótmæla. Árið 1982 var kanslaratími Schmidts á enda. Samstarfsflokk- urinn í ríkisstjórn, Frjálsir demó- kratar, sneri við honum baki og þingið lýsti yfir vantrausti á hann. Ný stjórn tók við undir forustu hægrimannsins Helmuts Kohls. Schmidt brást ókvæða við og taldi að kjósendur hefðu átt að eiga síð- asta orðið. Kristilegir demókratar sögðu hins vegar að sósíal- demókratar gætu sjálfum sér um kennt. „Enginn okkar talaði með jafn móðgandi hætti um ykkur og þú um sumt af þínu eigin fólki,“ sagði stjórnmálamaður af hægri vængnum við hann. Eftir að ferli Schmidts í stjórn- málum lauk varð hann meðútgefandi tímaritsins Die Zeit og þar gat hann skrifað um samtímamál. Hann spil- aði einnig á píanó og voru gefnar út upptökur af flutningi hans á verkum Mozarts og Bachs. Reykti eins og strompur Schmidt strompreykti öll sín full- orðinsár og það gerði kona hans, Hannelore, einnig. Hún var í miklum metum hjá Þjóðverjum og átti hann pólitískt fylgi að einhverju leyti því að þakka. Þau giftust í stríðinu en Hannelore lést árið 2010. Þau áttu eina dóttur, Susanne, sem nú fram- leiðir sjónvarpsefni í London. Hægt væri að skrifa grein um reykingar Schmidts. Hann reykti hvar sem hann kom og lét sér bann við reykingum í léttu rúmi liggja, hvort sem það var í sjónvarpi eða á opinberum stöðum. Árið 2008 var hann kærður fyrir reykingar. „Ég læt engan banna mér að reykja,“ sagði hann þá. „Ég vil ekki vera að setja fordæmi. Stjórnmálamenn ættu að setja öðrum fordæmi á sínu sviði, ekki á öllum sviðum lífsins. Það væri til of mikils mælst.“ Raunsær leiðtogi og þekktur fyrir að vera ómyrkur í máli  Þjóðverjar syrgja Helmut Schmidt sem á tíræðisaldri lét enn að sér kveða í stjórnmálum Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Stjórnarráðið Schmidt sótti Íslendinga heim árið 1977, hér sést hann með Geir Hallgrímssyni forsætisráðherra. Deilt er hart á Recep Tayyip Erdog- an, forseta Tyrklands, í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ESB, sem lögð var fram á þingi sambandsins í vikunni. Er hann sagður með stefnu sinni minnka líkurnar á að Tyrkir geti full- nægt skilyrðum sem sett eru fyrir aðild. Forsetinn reynir nú að koma því til leiðar að völd forsetaembætt- isins, sem er nær valdalaust, verði aukin, en flokkur hans vann mikinn sigur þingkosningum nýverið. Erdogan sagði nýlega að hann myndi ganga enn harðar fram í bar- áttu gegn kúrdískum uppreisnar- mönnum sem vilja að héruð kúrd- ískumælandi fólks fái meiri sjálf- stjórn. Eitt af því sem ESB hefur gagnrýnt í Tyrklandi er réttinda- leysi kúrdíska þjóðarbrotsins, um 15 milljóna manna, en alls búa hátt í 80 milljónir manna í landinu. Erdogan og flokkur hans eru einnig sakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína í kosningunum. „Virk þátttaka forsetans í kosn- ingabaráttunni og aukinn þrýsting- ur á fjölmiðla veldur áhyggjum,“ segir í skýrslunni. Hún fjallar um stöðu mála í ríkjum sem hafa sótt um aðild að ESB, en það gerði Tyrkland í reynd á sjöunda ára- tugnum. Erdogan, sem var lengi forsætisráðherra en var kjörinn for- seti í fyrra, er sagður hafa skipt sér af mörgum pólitískum málum sem séu langt utan við skilgreint starfs- svið hans samkvæmt stjórnar- skránni. kjon@mbl.is Erdogan gagn- rýndur hart  ESB segir að forsetinn misnoti embætti sitt AFP Ákveðinn Recep Tayyip Erdogan forseti flytur ræðu í Ankara. AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.