Morgunblaðið - 12.11.2015, Page 62

Morgunblaðið - 12.11.2015, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Velkomin á Jólahlaðborð Hótel Arkar Njóttu notalegrar kvöldstundar á jólahlaðborði sem verður í boði dagana 21. og 28. nóvember og 5. og 12. desember 2015. Verð er 8.900 kr. á mann og borðapantanir eru í síma 483 4700. Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / s. 483 4700 / info@hotelork.is / www.hotelork.is Þetta árið mun Eyjólfur Kristjánsson sjá um dagskrána á meðan borðhaldi stendur. Eyfi er löngu orðinn landsþekktur tónlistarmaður og svíkur engan. Að borðhaldi loknu mun plötusnúður hússins skemmta fólki fram eftir nóttu. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Svavar Björgvinsson er maðurinn á bak við Bardaga og rétt eins og Ís- lendingar upp til hópa er hann dug- legur að grípa í borðspil hvenær sem færi gefst, og hefur spilað frá því í barnæsku. Hann er með tvö borðspil í þróun um þessar mundir, „Ancient Aliens – Creators of Civi- lizations“, og „Bardaga – The Claim for Gold“. „Bardagi er búinn að vera í þróun með hléum síðustu þrjú til fjögur ár en alltaf vantaði eitthvað til að það næði því sem ég var að leita eftir,“ segir Svavar. „Eftir margra mánaða þróunarvinnu var spilið loks það fullbúið að við ákváðum að setja það í framleiðsluferli. Fram að því hafði ég líklega gert fimm fullnaðar- frumgerðir af spilinu og var loka- niðurstaðan mikið breytt frá fyrstu frumgerðinni. Við settum Bardaga – The Claim for Gold á Kickstarter í lok september og það er gaman að segja frá því að á fyrstu 24 klukku- tímunum náði spilið grunnfjármögn- uninni sem við vorum að leita eftir. Allt þetta framleiðsluferli er dýrt og við erum því að reyna að auka þessa upphæð núna svo við getum bætt við íhlutum í spilið, sem gerir það enn betra. Þegar þetta er skrifað erum við búin að ná um 170% fjármögnun og átta dagar eftir af herferðinni. Góðar viðtökur á spilasýningu Við fórum líka með Bardaga og Ancient á stærstu spilasýningu Evr- ópu, Spiel 2015 í Essen í Þýskalandi. Þar fengum við kærkomið tækifæri til að prófa spilin meðal kröfuhörð- ustu borðspilara heims,“ útskýrir Svavar. „Spilin voru bæði grand- skoðuð af spilurum sem sumir hafa það eina markmið að finna veikleika í spilum sem þeir geta sýnt fram á að sé galli. Fyrir okkur var það ekki merki um lélega hönnun eða vanþró- un þegar þeir bentu á slíka hluti heldur miklu frekar tækifæri til að fullgera spilin enn betur en áður, sem við komum til með að gera næstu vikurnar.“ Svavar segir þá félaga hafa fengið gífurlega góðar viðtökur við spil- unum og nokkrir mjög áhugasamir stórir dreifingaraðilar í Evrópu vilji ræða frekara samstarf við þá. Slíkt ferli tekur auðvitað tíma og dreifing- arsamningar eru sjaldan gerðir á einum degi, sérstaklega þegar menn eru nýir á markaðnum, eins og Svavar bendir á. „Fyrir mig sem spilahönnuð var það virkilega ánægjulegt að sjá bæði krakka og unglinga sem og harðkjarnaspilara gleyma sér yfir spilinu í gleði, hlátri og jafnvel fýlu, af því að einhver annar réðst á hann í spilinu en ekki af því að spilið væri svo leiðinlegt,“ bætir Svavar við og hlær. Útlit Bar- daga fékk að hans sögn sérstakt hrós og baksaga og spilun Ancient Aliens fékk frábærar viðtökur hjá vönum spilurum. „Einn gekk meira að segja svo langt að segja að Anci- ent Aliens væri eitt besta spilið sem hann hefði spilað í Essen þetta árið, og það er sko ekki slæm viðurkenn- ing fyrir mig af hundruðum nýrra og eldri spila sem voru til kynningar.“ Gamia Games er því komið til að vera. Bardaginn um gullið „Ég vildi gera spil sem hefði vík- ingahefðina í kjarna sínum. Því eru öll nöfn í spilinu á íslensku. Rún- irnar sem eru notaðar eru inn- blásnar af vestfirskum galdrarúnum og sagan augljóslega íslensku- skotin,“ segir Svavar. Bardagi fjallar um hóp af vík- ingum sem eru sendir í leiðangur af jarlinum frá heimalandinu og er þeim ætlað að ná yfirráðum á ný- uppgötvuðum eyjaklasa sem er auð- ugur að náttúrulegum auðlindum. Eini gallinn er sá að á eyjunum búa villimenn – barbarians – og er vík- ingahópunum gert að yfirtaka svæð- in með öllum hugsanlegum ráðum. Hver leikmaður stjórnar sínum hópi, sem samanstendur af berserk, kaupmanni, goða og knerri. Hver og einn leikmaður hefur sitt eigið heimasvæði þar sem öllum aðgerð- um spilarans er stjórnað. „Á heimasvæðinu eru ákveðnar byggingar sem er stjórnað af við- komandi týpu: Virki sem er stjórnað af berserk, verslun sem er stjórnað af kaupmanni og hof sem er stjórnað af goða. Á þessar byggingar eru settir skildir og í spilinu eru þessir skildir notaðir til að yfirtaka land- svæði á borðinu, en á mismunandi hátt,“ útskýrir Svavar. „Skildirnir á virkinu eru notaðir sem hermenn til að yfirtaka landsvæði með hernaði, skildirnir á verslun eru afurðir sem eru svo notaðar til að kaupa land- svæði til yfirtöku og loks tákna skildirnir á hofi guðlegan mátt goð- ans, sem hann svo notar til að um- breyta villimönnunum yfir á þitt vald.“ Frá landsvæðunum sem eru yfirtekin fást svo afurðir sem er um- breytt í gullpeninga á mörkuðum, eða þær nýttar til að kaupa upp- færslur á byggingarnar eða endur- hlaða skildina á byggingum. Í styttra máli þá yfirtekur berserk- urinn svæði með hernaði og hann getur barist um vel varin svæði við aðra spilara, goðinn umbreytir villi- mönnunum á sitt vald og getur kast- að rúnum sér til hjálpar eða öðrum til skaða, og kaupmaðurinn kaupir svæðin af villimönnunum eða fer á markaði til að skipta afurðum í gull. „Allt gengur þetta út á að ná sem mestum auði og dýrð og á endanum náð jarlsins. Sá spilari sem hefur náð mestum dýrðarstigum (e. glory points) að ákveðnum umferðum loknum vinnur spilið!“ Bardagi er að sögn Svavars svo- kallað „area & resource manage- ment“-spil, auk hernaðar og útsjón- arsemi, drifið áfram af kortum. Engir teningar eða ófyrirséðir at- burðir eru í spilinu heldur eru það einungis aðgerðir spilara sem stýra gangi þess. Allar aðgerðir spilara eru gerðar með þar til gerðum spjöldun og er spilunin í raun mjög einföld: Hver aðgerð kostar eitt spjald. En það er takmarkaður fjöldi spila sem má nota í hverri umferð svo spilarar verða að sjá fyrir bæði sínar aðgerðir og eins mögulegar að- gerðir anstæðingana hverju sinni. „Spilið er fyrir tvo til fimm leik- menn, tíu ára og eldri. Spilatíminnn er 45-90 mínútur, eftir fjölda spilara. Þegar spilið hefur verið spilað nokkrum sinnum tekur spilunin mun styttri tíma. Bæði er hægt að spila einfaldari og flóknari útgáfu af spilinu, allt eftir aldri og getu hvers og eins,“ bendir Svavar á. „Spila- borðið er með áprentun báðum meg- in, önnur hliðin er með borði fyrir tvo til fimm spilara en hentar best fyrir fjóra til fimm. Hin hliðin er með borð fyrir tvo til þrjá spilara. Allir íhlutir í spilinu eru gerðir úr hágæðahráefnum og allur pappír og kort í hæsta gæðaflokki. Spilið inni- heldur þrívíðar fígúrur og afurðir úr tré, ásamt innri kassa með hólfum þar sem allt hefur sinn stað. Gull- peningarnir eru úr plasti og skjóð- urnar – þar sem þú geymir gullið þitt – úr bómull.“ Fjármögnunarherferðinni lauk í október og spilið Bardagi: The Claim For Gold verður afhent á Ís- landi vorið 2016. Nánar má skoða spilin á www.GamiaGames.com. jonagnar@mbl.is Gull, goðar, kaupmenn og berserkir  Ný og spennandi borðspil vekja alltaf athygli enda er landinn sólginn í spennandi spil, ekki síst í skammdeginu  Íslensk spil eru eðli máls samkvæmt sérstaklega spennandi og Bardagi, væntanlegt borðspil sem sækir í víkingahefðina, er þrunginn drama, spennu og býður upp á ýmis klókindi vilji menn sigra Sögusviðið Borð- ið þar sem spilið Bardagi fer fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.