Morgunblaðið - 12.11.2015, Page 74

Morgunblaðið - 12.11.2015, Page 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Elsku besta Magga frænka var eins og frænk- ur gerast bestar. Hún var hress og skemmtileg en umfram allt hjálp- fús og góð. Hún var ávallt reiðubúin að leggja fram hjálparhönd, ef maður bað hana um aðstoð sagði hún taf- arlaust já, þurfti aldrei að hugsa sig um. Það er með sárum söknuði sem ég rifja upp allar góðu minning- arnar okkar Möggu, öll jólin, allar hátíðarnar sem við eyddum sam- an, allar slaufurnar sem hún gaf mér í síða hárið mitt sem barn, all- ar heimsóknirnar, öll matarboðin. Ekki átti ég von á að þeim stund- um myndi ljúka svona skyndilega. Fráfall Möggu skilur eftir stórt Margrét María Einarsdóttir ✝ Margrét MaríaEinarsdóttir fæddist 15. nóv- ember 1957. Hún lést 18. október 2015. Útför Margrétar Maríu fór fram frá Fella- og Hóla- kirkju 29. október 2015. og mikið skarð í fjöl- skyldunni. Hún var klettur svo margra, alltaf tilbúin að veita hjálparhönd og aldr- ei lengra en símtal í burtu. Góðmennsku hennar og hjarta- hlýju verður minnst um ókomna tíma. Þótt sólin nú skíni á grænni grundu, er hjarta mitt þungt sem blý. Því burt varst þú kölluð á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo gestrisin, einlæg og hlý. En örlög þín ráðin - mig setur hljóða, við hittumst ei framar á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima, mun minning þín lifa um ókomin ár. Þín, Ásta Lovísa. Kæra Magga. Það er svo margt sem að mig langar til að segja og skrifa að það er erfitt að koma því fyrir í nokkr- um orðum. Ég bíð ennþá eftir því að það verði pikkað í mig og ég verði vakin upp frá þessari hræði- legu martröð. En það virðist ekki ætla að gerast. Þessi hörmung virðist vera blákaldur veruleiki. Dagurinn sem þú kvaddir þennan heim verður í huga mér að eilífu. Það er svo sárt að sjá sorgina um- vefja fjölskylduna og geta ekkert gert til þess að lina þjáningar þeirra sem að stóðu þér næst. Það eru margar minningar sem þú skilur eftir í hjarta mínu. Mér eru minnisstæðastar æskuminn- ingarnar en barnæska mín litast mikið af þinni nærveru. Þið mamma voruð nánar og eydduð miklum tíma saman. Þið voruð eins og bandamenn sem hjálpuð- ust að í gegnum súrt og sætt. Ég hef alla tíð upplifað þig sem bjarg- vættinn innan fjölskyldunnar ef einhver var í vanda þá varst þú yf- irleitt fyrst á staðinn. Eitt atvik finnst mér lýsa þér sérstaklega vel en það var þegar þú sóttir mig eitt skipti í daggæslu þegar ég var sex ára, en þá sat ég úti á stétt og beið eftir þér. Að- koman fór fyrir brjóstið á þér og án nokkurs hiks krafðist þú þess að mamma segði upp daggæslunni samdægurs. Næsta dag var ég komin í pössun til þín og þú mikl- aðir það ekki fyrir þér að hafa mig í eftirdragi alla daga. Á föstudög- um eldaðir þú alltaf góðan föstu- dagsmat og þá daga sendir þú mig seinna heim til þess að ég gæti borðað góðan mat með þér, Esra og Árna. Þú leyndir ekki skoðun- um þínum og ég man margoft eftir því að þú sendir okkur Esra út að safna flöskum og selja penna fyrir knattspyrnufélagið KR. Ágóðinn fór síðan í keppnisferð eða annað tilfallandi sem fylgdi fótboltanum. Einnig man ég að þú mættir nán- ast á alla viðburði hjá Esra og við stóðum margoft saman á vellinum og horfðum á Esra keppa í fót- bolta með Árna sofandi í kerru. Þú varst alltaf svo stolt af Esra og það leið ekki á löngu þar til að þú skráðir mig í fimleika hjá KR og lést mig fá hjól til þess að hjóla þangað tvisvar í viku. Ég man aldrei eftir þér öðruvísi en sem kraftmikilli og duglegri konu sem komst hlutunum í verk. Þó að árin hafi liðið og samskiptin minnkað þá varstu aldrei langt undan. Þú komst með mömmu upp í Álfkonu- hvarf að passa Hafdísi þegar ég þurfti að fara upp á fæðingardeild. Þú varst mætt með mömmu á inn- an við 10 mín. eftir að ég hringdi án þess að hika og fyrir það er ég afar þakklát. Elsku Magga, takk fyrir allar stundirnar, allt spjallið og allar minningarnar. Ég kveð þig með sorg í hjarta. Þú varst svo mik- ilvæg og mikill klettur fyrir marga. Hugur minn er hjá Erling, Esra, Árna, Sveini, Pétri og Brynjari. Ég votta þeim mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þá á þessum erfiðu tímum. Samúðarkveðja, Oddný Jónsdóttir. Sunnudagurinn 18. október mun seint líða mér úr minni. Allt sem ég vil segja um þig og skrifa, elsku Magga mín, kemst ekki fyrir í Mogganum. Þú varst einstök manneskja, hjartahlý og elskuleg, og lést þér annt um annað fólk sama í hvaða stiga þjóðfélagsins það var, allir voru jafnir í þínum augum. Það var alltaf svo yndis- legt og gaman að heimsækja þig á Patró og margar eru minningarn- ar og góðar sem ég á með þér og Ella þínum. Í síðasta sinn sem við hittumst rétt viku áður sorgar- fréttin kom um að þú hefðir kvatt okkur, talaðir þú um það hvað þú værir ánægð í vinnunni og með nýju íbúðina sem þú baust mér að koma og skoða einnhvern daginn, þú geislaði af gleði og hamingju. Þú varst yndisleg mamma og amma og synir þínir og synir Ella og barnabörn ykkar voru þér allt. Þú varst vinur vina þinna og elskuleg og frábær vinkona . Það er sárt til þess að hugsa að komið sé að kveðjustund . Enn einu sinni vil ég þakka þér, elsku hjartans, Magga mín, fyrir samfylgdina og fyrir vinskapinn okkar sem ég mun geyma í hjarta mínu þangað til við hittumst næst . Tíminn þinn var alltof stuttur. Takk fyrir vin- skapinn sem ég mun alltaf vera þakklát fyrir. Þú varst ein af þess- um fallegu perlum sem lýstu upp lífið með góðmennsku og kærleik. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf ók.) Elsku Magga mín. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku besti Elli minn. Ég votta þér og strákunum ykkar, barna- börnum og öllum aðstendendum mína dýpstu samúð. Sólveig Sigríður (Solla Magg). ✝ Halldóra BjörkÓskarsdóttir fæddist á Lóugötu 2 í Reykjavík 1. nóv- ember 1953. Hún lést á líknardeild Landspítalans 18. október 2015. Foreldrar Hall- dóru Bjarkar voru Óskar Ingvarsson bifreiðarstjóri og Elma Jenssen Ingv- arsson húsmóðir og saumakona, en hún fæddist í Kaupmannahöfn og átti danska föðurfjölskyldu. Halldóra Björk var yngst sjö systkina en þau heita í réttri ald- ursröð: Finnlaug Guðbjörg, Ingi- björg Auður, Einar Gunnar, Ingvar Ellert, Svavar Tryggvi og Guðmundur Vignir. Eftirlifandi eru Finnlaug Guðbjörg, Svavar Tryggvi og Guðmundur Vignir. Halldóra giftist Stephen Wender og eignuðust þau son- inn Óskar Michael Andrew Wender, f. 29. ágúst 1976. Þau skildu 1978. Síðar kynnist hún Boga Brynjari Jóns- syni og eignaðist með honum dreng- inn Jón Brynjar, f. 29. júní 1979. Yngsta barn Halldóru Bjarkar er dóttirin María Ósk, f. 28. janúar 1985, en faðir hennar er Einar Albert Sigurðsson. Barnabörn Halldóru eru Andrea Líf, Viktor Ingi, Sylvía Ósk, Rebekka Lind, Natan Óskar og Máni Geir. Útför Halldóru fór fram frá Bústaðakirkju 10. nóvember 2015. Elsku systir mín hún Dóra, eins og hún var oftast kölluð, er látin eftir erfið veikindi. Dóra var yngst af sjö systkina hópi en tvö ár voru á milli okkar og vorum við tengd sterkum böndum alla tíð. Margra góðra stunda er að minn- ast frá bernsku- og uppvaxtarár- unum í Fossvoginum og síðar í Langagerðinu sem ekki verða raktar í stuttri minningargrein. Dóra flutti ung úr föðurhúsum, fór m.a. til Svíþjóðar og vann þar um nokkurn tíma og lærði sænsku. Eftir heimkomuna kynntist hún fyrri manni sínum, fluttist til Bandaríkjanna og bjó síðan nokkur ár á Spáni þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn, Mike Óskar. Eftir skilnað kom hún heim og eignaðist tvö seinni börnin, þau Jón Brynjar og Mar- íu Ósk. Í Dóru bjó sterkur persónu- leiki sem ekki fór fram hjá nein- um sem kynntist henni. Hún var glaðlynd, mikil félagsvera, mjög rökföst, með sterka réttlætis- kennd og gat verið allnokkur „Bjartur í Sumarhúsum“ í henni þegar sá gállinn var á henni. Hreinlæti var henni í blóð borið og útsjónarsöm var hún, sem kom sér vel eftir að hún varð ein- stæð móðir. Í ágúst 2014 greindist Dóra með langt gengið krabbamein og ljóst var að hverju drægi. Þess- um þungbæru tíðindum mætti Dóra af miklu æðruleysi og reisn allt til dauðadags. Síðustu miss- eri ævi sinnar notaði Dóra til að treysta fjölskylduböndin, m.a. var haldið upp á sextugsafmælið þar sem hún var í faðmi barna- barna og fjölskyldu, ættingja og vina. Það var mikil gleðistund þar sem hún fór á kostum. Þær stundir sem við áttum með Dóru eftir að hún var lögð inn á líknardeild Landspítalans verða mér ógleymanlegar. Það voru svo sannarlega gæðastundir í faðmi fjölskyldunnar fram á síð- ustu stund. Í samtölum okkar þegar farið var yfir liðna tíð sagði hún mér oft frá því hve stolt hún væri af sinni arfleifð, börnunum og barnabörnunum, þau voru sól- argeislar sem hún naut hverrar stundar með. Elsku Dóra, nú ert þú horfin á braut og ég mun sakna þín sárt og kveð þig með þakklæti og góð- ar minningar í huga. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Megir þú hvíla í friði. Þinn bróðir, Guðmundur Vignir Óskarsson. Halldóra Björk Óskarsdóttir ✝ Nadezda Sig-urðsson fædd- ist i Ceske Budejo- vice í Bæheimi 13. september 1918. Hún andaðist á heimili sínu í sama bæ 18. október 2015. Foreldrar henn- ar voru Libuse Zat- kova, f. 13. apríl 1889, d. 27. nóv- ember 1961, og dr. Bohumil Ru- zicka, f. 1885, d. 13. apríl 1944. Eiginmaður hennar var Magnús Z. Sigurðsson, f. 3. jan- úar 1918, d. 19. október 2007, sonur Sigurðar Á. Sigurðssonar frá Veðramóti, og Sig- urbjargar Guð- mundsdóttur frá Heiði. Hún lætur eftir sig dóttur, Krist- inu, og son, Pat- rick, barnabörnin Alexandre og Con- stantin Czetwer- tynski, Lauru og Axel Sigurðsson og barna- barnabörnin Cassiu og Rose Czetwertynski. Hún var jarðsungin 24. októ- ber 2015 í Tékklandi. Þegar frændur fréttu um frá- fall mömmu bárust yndisleg um- mæli um hana. Hún var síðust af glæsilegum hóp af sinni kynslóð, börnum Sigurðar Á. Björnsson- ar frá Veðramótum og eiginkonu hans, Sigurbjargar Guðmunds- dóttur frá Heiði, og mökum þeirra. Mamma fæddist í Bæ- heimi, í austurrísk-ungverska keisaradæminu. Mamma hennar var komin af ætt sem hafði bar- ist fyrir sjálfstæði Tékka. Faðir hennar var skurðlæknir. Hún átti tvo bræður. Mörg áföll biðu hennar. Skilnaður foreldranna og hún aðskilin frá bræðrunum og hjá foreldrunum til skiptis. Bræðurnir fórust fyrir augum hennar í snjóflóði. Hún missti pabba sinn. Fjölskyldan leið undir nasistum. Mamma fór í leiklist og lék í tveimur kvik- myndum. Amma Libuse hafði farið til Íslands 1926 og gengið upp á Langjökul. Mamma vissi því um Ísland þegar glæsilegur Íslendingur, dr. Magnús Z. Sig- urðsson, varð á vegi hennar í Prag. Þau giftust 1947. Mamma var falleg og glæsileg kona. Henni var vel tekið af allri fjöl- skyldunni heima. Þau fluttust til Prag. Pabbi varð fulltrúi SH og ræðismaður Íslands. Mamma gat hjálpað fjölskyldu sinni und- ir oki kommúnismans. Þau áttu dóttur, Kristínu. Árið 1954 var Magnús sendur af SH til Ham- borgar, og tókst honum að fá ömmu lausa, þó að yfirvöld hefðu lýst því yfir að enginn meðlimur Zátka-fjölskyldunnar fengi leyfi til að fara úr landi. Hjónin áttu fallegt hús í Hamborg og landar komu þar oft við. Þau áttu son, Patrick. En pabba gekk of vel í starfinu og sumir heima fóru að óttast um stöðu sína. Honum var sagt upp af SH. Hann byggði sitt fyrirtæki og við fluttumst heim. Mamma bjó fjölskyldunni fallegt heimili á Fjölnisvegi 11. Hún var vinnusöm á mörgum fé- lagslegum sviðum og skildi eftir sig fallegar minningar. En pabbi vildi opna útflutningsmarkaðinn, leyfa frystihúsunum að selja af- urðir sínar á betra verði, og það passaði ekki einokun SH og SÍS. Allt var gert til að skaða fyr- irtæki hans, og loks missti hann allt, bankarnir tóku húsið og við fluttum til Brussel. Mamma stóð sig eins og hetja. Pabbi byggði upp fyrirtæki. Mamma byggði upp nýtt heimili. Þegar ég giftist Michel Czetwertynski fursta og bjó með honum úti um allan heim kom mamma oft til að vera hjá okkur og með sonum okkar. Hún kenndi þeim margt, um landið sitt, alþjóðasögu og um lífið og tilveruna. Hún tók drengina á skíði, út að sjó og upp í fjöll. Alexandre og Tinko minnast hennar með mikilli ást og aðdáun. Mamma var þjóðernissinni. Hana dreymdi um heimili í landi sínu. Við fall kommúnismans var það aftur hægt. Hún fékk hús afa síns og bjó þar fallegt heim- ili. Þangað flutti hún hamingju- söm. Hún sat oft undir trjám sem amma hennar gróðursetti. Pabbi flutti líka. Mamma gaf út bók um mömmu sína sem heitir „Leiðin leiddi til Íslands“. Ísland var örlagaríkt land fyrir þær mæðgurnar. Við börnin og barnabörnin komum oft í heim- sókn. Þar voru fögnuðir um jól og á afmælum. Pabbi lést 2007 og hvílir í Sant Otylia-kirkjugarðinum við Budejovice. Nú hvíla þau þar saman. Meira: mbl.is/minningar. Kristín Sigurðsson. Nadezda Sigurðsson Þórir var sá bræðranna frá Brekku sem valdi sér að byggja ný- býli í túnjaðri heimajarðarinnar og nefndi Syðri-Brekku. Allir vita að það kostar átök að byggja býli upp frá grunni, en Þóri virtist ekki þykjaþað mjög erfitt. Hann eignaðist þar snoturt býli og gagnsamt bú. Hann var hæglátur maður, þægilegur í viðmóti og blandaði stundum kímni í mál sitt. Hann hafði Þórir Óli Magnússon ✝ Þórir ÓliMagnússon fæddist 3. janúar 1923. Hann lést 28. október 2015. Útför Þóris fór fram frá 6. nóvem- ber 2015. góða söngrödd og söng lengi í kirkju- kór Þingeyra- kirkju. Hann sat í fjölda ára í sveit- arstjórn Sveins- staðahrepps og var oddviti hvert kjör- tímabilið á fætur öðru þegar líða tók á þann tíma. Hann var skýr maður, sagður kunna skil á öllum krókum og kimum reglugerða um sveitarstjórnar- mál. Mótaði sér skoðanir á mál- um, sem hann leiddi oft til sig- urs, en gat líka verið fastur fyr- ir ef því var að skipta. Hann átti vinsældum að fagna, eng- um mun hafa komið til hugar að freista þess að ryðja honum úr sæti. Því sat hann að þess- um störfum uns hann kaus sjálfur að hætta. Hann hefur trúlega leyst margan vanda sinna sveitunga. Jósef Magnússon hóf búskap á Þingeyrum og bjó þar all- mörg ár. Jörðin er kostamikil en erfið, a.m.k. til búskapar- hátta, sem mest tíðkuðust upp úr miðri síðustu öld. Þegar prestsetrið var flutt frá Stein- nesi til Blönduóss, tók hann Steinnes á leigu til ábúðar. Það reyndist heppilegt fyrirkomu- lag, því þegar hann tók að sækja eftir því að kaupa jörð- ina var tregða hjá kirkjunni að selja. Eftir alllangt þóf var þó að lokum á það fallist að selja ábú- andanum jörðina. Þetta voru góð málalok, jörðin er úrvals- góð, öll grasi vafin. Ég hygg að það hafi verið stór stund hjá Jósef, þegar hann stóð þar í fyrsta sinn sem sjálfseignarbóndi. Ég sé hann fyrir mér með vægt bros á vörum, en blikið í augum hans skærara en oftast áður. Hug- urinn fullur af fyrirheitum og framkvæmdagleði, enda kom hann miklu í verk á skömmum tíma. Dugnaðurinn brást hon- um ekki. Hann varð skjótt öfl- ugur bóndi, enda forðaðist hann að taka að sér störf af fé- lagsmálum eða öðru utan heim- ilis, hann vildi nýta alla sína orku heima. Fjölskyldan stóð vel saman og þegar tímar liðu lét hann búið í hendur Magnúsi syni sín- um. Sá hefur haldið vel í horfi, því á síðari árum hefur sauð- fjárbúið í Steinnesi verið í hópi þeirra öflugustu í héraðinu. Hefur það án efa oft vakið gleði gamla fjárbóndans. Á langri ævi hef ég af og til átt nokkur samskipti við þá bræður, sem hér hefur verið minnst örfáum orðum. Öll þau samskipti voru góð. Þeir voru báðir einstaklega traustir menn. Þeir voru drengir góðir. Ég minnist þeirra með virðingu og þökk. Kveðjur mínar sendi ég af- komendum þeirra og vensla- fólki. Pálmi Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.