Morgunblaðið - 12.11.2015, Qupperneq 75
MINNINGAR 75
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015
Elsku Munda
amma.
Núna ertu komin
til pabba, afa og Eiríks. Þú varst
alveg tilbúin að yfirgefa þennan
heim og halda á vit nýrra æv-
intýra.
Sátt við lífið og árin áttatíu og
sex sem þú varst hjá okkur.
Takk, elsku amma mín, fyrir
öll skemmtilegu símtölin okkar,
það gerðist nú oftar en einu
sinni að við hringdum á sama
tíma í hvor aðra.
Takk fyrir samveruna í Genf
fyrir fimm árum þegar þú heim-
sóttir okkur, það voru yndislegir
dagar.
Þó að þú hafir lent inni á spít-
ala í Genf með lungnabólgu og
erfitt væri að gera sig skilj-
anlega í frönskumælandi borg-
inni. Þú tókst því með brosi á
vör, og fannst þetta bara
skemmtilegt.
Þannig var það líka alltaf hjá
þér, elsku amma, þú varst alltaf
í góðu skapi, elskaðir að hafa
fjör í kringum þig og þú varst
líka svo dugleg að styrkja vina-
og fjölskylduböndin.
Enda þegar ég syng lagið fyr-
ir Atla Má , „ég langömmu á
sem að létt er í lund“, þá hugsa
ég alltaf um þig.
Guðmunda Sigríð-
ur Eiríksdóttir
✝ Guðmunda Sig-ríður Eiríks-
dóttir fæddist 3.
september 1929.
Hún lést 25. októ-
ber 2015.
Útför Guðmundu
fór fram 5. nóv-
ember 2015.
Takk, elsku
amma, langamma
og langalangaamma
fyrir yndislegu
stundirnar sem við
áttum með þér,
blessuð sé minning
þín.
Þar sem englarnir
syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lif-
um í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Sigríður, Veturliði, Sandra
Sif, Hinrik Þór, Snorri
Karl, Atli Már, Alexander
Leó og Snævar Freyr.
Við sjáum að dýrð á
djúpið slær,
þó degi sé tekið að
halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
(Davíð Stefánsson)
Ég kveð með söknuði Að-
alheiði fóstursystur mína. Ég
minnist æskuáranna á Stað í
Súgandafirði þar sem leiðir
okkar lágu fyrst saman, það
voru góð og yndisleg ár, og líka
á Mælifelli í Skagafirði er við
fluttumst þangað. Þú hafðir svo
gott skaplyndi og bros og söng-
ur fylgdi þér.
Þegar ég hugsa til baka til
æskuáranna finnst mér þau full
af gleði og söng og góðu sam-
komulagi. Allir voru ánægðir
með sitt.
Þú varst elst af okkur átta
börnum, fimm stelpur og þrír
strákar, stór hópur, og við lit-
um öll upp til þín.
Þú fórst á húsmæðraskólann
á Staðarfelli og komst heim
með svo fallega handavinnu.
Síðan lærðir þú til ljósmóður og
fórst það frábærlega úr hendi.
Ég veit að það verða margir
sem rekja þitt æviágrip og svo
margir sem hugsa með þökk til
þín.
Aðalheiður
Kolbeins
✝ Ingveldur Að-alheiður Kol-
beins fæddist 23.
desember 1924. Hún
lést 28. október
2015.
Útför Aðalheiðar
fór fram 7. nóvem-
ber 2015.
Aldrei mun ég
gleyma dögunum
sem við áttum á
Suðureyri fyrir
nokkrum árum og
Lilja dóttir þín
var bílstjórinn og
skipuleggjandinn.
Þú, Erna, Þórey,
Lára og ég, það
voru dýrðardagar
og að fara um
Vestfirðina í svona
fallegu veðri, eins og við feng-
um, það gleymist aldrei. Hjart-
ans þakkir fyrir allt og allt.
Samúðarkveðja til barna þinna
og barnabarna.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Hjartans þakkir,
Guðrún (Rúna) systir.
Ég minnist mágkonu minnar,
Aðalheiðar Kolbeins, ljósmóður
á Patreksfirði, með söknuði og
virðingu. Ég minnist hennar,
þegar hún kom til Reykjavíkur
gagngert til að taka á móti
dóttur okkar Þóreyjar í heima-
húsum, hve örugg og fumlaus
hún var.
Á milli þeirra systra var
kærleikssamband sem hélst
jafnt og innilegt þótt vegalengd
væri á milli. Fyrir Þóreyju var
Aðalheiður ávallt stóra systir.
Ég minnist hennar í gagn-
kvæmum heimsóknum, hve hún
var frjálsleg, það sópaði að
henni hvar sem hún kom, gleði
og öryggi var henni meðfætt.
Minning um gjöfula nærveru
hennar mun eigi fyrnast.
Baldur Ragnarsson.
✝ Hilmar Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
8. október 1936.
Hann lést á Land-
spítalanum 3. mars
2015. Foreldrar
Hilmars voru Ingi-
ríður Sigurbjörg
Sveinbjörnsdóttir,
húsfreyja á Indr-
iðastöðum í Skorra-
dal, f. 1908, d. 1993,
og Guðmundur Einar Þorkelsson
matsveinn, f. 1906, d. 1968. Stjúp-
faðir Hilmars var Sigurður
Ágúst Daníelsson, bóndi á Indr-
iðastöðum. Hálfsystkin Hilmars
sammæðra eru Gylfi Þór, f. 1942,
Sveinn, f. 1946, og Guðlaug, f.
1952. Hálfsystkin samfeðra voru
Gunnhildur Ósk, f. 1930, d. 2001,
og Sigríður, f. 1946.
Hilmar kvæntist Erlu
Ragnarsdóttur, rit-
ara á Borgarskrif-
stofunum, 6. júlí
1963. Dætur þeirra
eru: Stúlka, and-
vana fædd 1964, og
Hrönn, f. 1966, ís-
lenskufræðingur og
áfangastjóri við
Borgarholtsskóla.
Eiginmaður Hrann-
ar er Þorgeir
Adamsson garð-
yrkjufræðingur. Börn þeirra eru
Adam Þór, f. 1991, og Ragnhild-
ur Erla, f. 1995.
Hilmar var búfræðingur frá
Hólum og stundaði hesta-
mennsku lengst af ævinnar.
Hann starfaði lengi sem bílstjóri
hjá Sláturfélagi Suðurlands,
Hlaðbæ og síðar á sendibílastöð.
Útför Hilmars fór fram 12.
mars 2015.
Þeim fækkar óðum sam-
ferðamönnunum þegar aldurinn
færist yfir. Þegar fyrstu geislar
okkar kalda vors gægðust fram
yfirgaf hann Hilmar mágur
minn þetta jarðlíf. Það var líka
kalt þegar hann, lítill drengur,
tiplaði óstyrkum fótum á vori
lífs síns. Þótt móðurfaðmurinn
væri hlýr var veröldin köld og
stjúpfaðirinn strangur og
grimmur. Hann bar þess merki
alla tíð og fann oft fyrir bjarg-
arleysi lítilmagnans. En Hilmar
var seigur og greindur og
margt til lista lagt. Hann fór á
héraðsskólann við Ísafjarðar-
djúp og síðan á Hólaskóla það-
an sem hann útskrifaðist sem
búfræðingur með góðum vitn-
isburði.
Hann var í nokkur ár ráðs-
maður á Melstað hjá séra Gísla
Kolbeins þar sem hann átti
mjög góða daga. Vinátta hélst
með þeim alla tíð. Ég man allt-
af glampann í augunum hennar
Erlu systur minnar þegar hún
tók rútuna norður að Melstað
til þess að hitta hann Hilmar
sinn. Þá var gott að vera til.
Svo lá leiðin til Reykjavíkur,
þau giftu sig og framtíðin blasti
við björt og fögur.
En sorgin beið handan við
hornið. Litla telpan þeirra, full-
burða og falleg, fæddist and-
vana.
Þá var dimmt í ranni. En svo
kom sólargeislinn þeirra, hún
Hrönn, sem var öllum gleði-
gjafi. Hún þeysti í fyllingu tím-
ans með pabba sínum á hestum
um landið þvert og endilangt
og Erla systir mín var oftar en
ekki trússari.
Hestar voru alla tíð líf og
yndi hans mágs míns, hann var
lunkinn tamningamaður og átti
marga góða hesta. Hans ljúf-
ustu stundir voru í hestaferðum
á fjöllum í góðra vina hópi. Þar
þekkti hann hverja götu, hvert
vað og hvert kennileiti. Þar var
hann fagmaðurinn sem gat tek-
ist á við allt sem upp kom. En
þegar veikindi Erlu systur
minnar læddust að litlu fjöl-
skyldunni var hann mát, þar
gat hann lítið gert. Lífið varð
illskiljanlegt og erfitt og fátt til
hjálpar. Hrönn og hestarnir
voru þó lengi gleðigjafarnir.
Seinustu árin voru honum mági
mínum erfið.
Erla dáin, heilsan horfin,
hestarnir minning ein og vin-
irnir sömuleiðis. Þá var hver
gleðistund vel þegin. Ein slík
var þegar löng grein um uppá-
haldshestana hans birtist í Eið-
faxa. Þá brosti hann mágur
minn breitt.
Hrönn studdi pabba sinn til
hinstu stundar og hann fylgdist
af stolti með barnabörnunum
sínum, Adam Þór og Ragnhildi
Erlu.
Nú er hann mágur minn
horfinn á braut inn í eilífðar-
landið þar sem hann þeysir á
gæðingum á gullnum grundum.
Blessuð sé minning hans.
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Hilmar
Guðmundsson
Við bekkjarfélag-
arnir í 3.E haustið
1965 í MR vorum
einkum ættaðir úr Bústaðahverf-
inu og komum úr landsprófi við
Réttarholtsskóla. Meðal þeirrra
sem bættust í þann hóp um
haustið var Björn Jónasson, eða
Bjössi eins og við vorum vanir að
kallla hann.
Við fengum tækifæri til að
kynnast Bjössa í bílferðum til og
frá skóla með Halldóri Rúnari
sem var einn af þessum nýju fé-
lögum okkar og átti þá Volkswa-
gen Variant. Við félagarnir nut-
um þess að fá far til og frá í
Björn Jónasson
✝ Björn Jónassonfæddist 30.
mars 1948. Hann
lést 24. október
2015.
Útför Björns fór
fram 4. nóvember
2015.
skólann og þannig
sköpuðust sérstök
kynni við Bjössa
sem urðu óslitin í 50
ár.
Þetta var síðasti
árgangur sem fór
óskiptur inn í MR,
en ári síðar tók
Hamrahlíð einnig
við nemendum.
Kröfurnar voru
miklar og stílarnir í ensku og
þýsku alla jafna rauðir, en það
hindraði ekki að félagsskapurinn
væri ræktaður á skemmtunum
skólans. Bjössi valdi jarðfræði í
háskólanum og lauk BSc. prófi
frá HÍ í maí 1974. Lokaritgerð
hans fjallaði um Skaftársvæðið.
Bjössi vann á Orkustofnun í
sumarfríum og lagði þar með
grunn að starfi því sem hann
gegndi í 15 ár og naut greinilega
mikið. Verkefnin voru tengd
rannsóknum á hálendinu, sem
nýttust við val virkjunarkosta
fyrir Landsvirkjun. Bjössi
kynntist því fyrirtæki vel í starfi
sínu fyrir Orkustofnun.
Það urðu Bjössa mikil von-
brigði þegar starfslok urðu á
stofnuninni, en hann fékk síðar
veigamikil verkefni hjá verk-
takafyrirtæki Ellerts Skúlasonar
ehf. í Njarðvík.
En síðar urðu vatnaskil í
starfsferlinum og Björn tók við
rekstri fyrirtækis foreldra sinna,
Kistufells, sem er varahluta-
verslun með vélarhluti í bifreiðar
og vélknúin tæki. Björn kynnti
sér rekstrarfræði fyrirtækja og
tók próf frá HÍ í 18 eininga námi
um rekstrarfræði og viðskipta-
fræði. Sú þekking hefur eflaust
nýst honum vel en hann sinnti
starfi sínu í Kistufelli af alúð og
veitti viðskiptavinum bestu ráð-
gjöf.
Björn átti tvö börn í hjóna-
bandi. Sonur hans var þroska-
heftur og þurfti mikla aðgæslu
og meðferð. Þessi reynsla hefur
eflaust reynt mikið á hann and-
lega, en Bjössi bar ekki sorgir
sínar á torg og var alla jafna
mjög jafnlyndur og hress í við-
móti.
Dóttir Björns, Jóhanna, að-
stoðaði föður sinn í Kistufelli og
ræktaði Björn samband við hana
og dótturdætur sínar.
Björn var mikill útivistarmað-
ur og hafði gaman af að leita á
slóðir hálendisins og fórum við
nokkrar ferðir saman.
Haustið 2006 var ljóst að
Björn gekk ekki heill til skógar
og þurfti hann að gangast undir
mikla aðgerð. Ekki tókst að upp-
ræta þennan sjúkdóm þrátt fyrir
þessa aðgerð. Björn tók þessum
slæmu fréttum af mikilli karl-
mennsku og lét ekki deigan síga.
Smám saman var þó ljóst að
hverju stefndi en Bjössi blandaði
ekki kunningjum sínum og vin-
um í þessa baráttu. Hann fékkst
við þennan vágest af æðruleysi.
Í hugum okkar lifir minning
um góðan dreng og blessuð sé
minning hans.
Við vottum fjölskyldu hans
innilega samúð og við þökkum
Birni samveruna í áranna rás.
Stefán Einarsson og Jón
Aðalsteinn Jóhannsson.
Það er erfitt að
setjast niður og
skrifa minningar-
grein um vin sem ég ætlaði að
gera svo margt með. Við áttum
eftir að bæta ótal minningum í
okkar sameiginlega reynslu-
banka. Þú hefðir samt ekki viljað
að ég væri sorgmæddur og gréti,
ég má ekki sakna þín of mikið
því þú vildir að öllum liði vel og
lést öllum líða vel í kringum þig.
Fyrir þig þarf ég að vera sterk-
ur og minnast þín með gleði í
hjarta. Ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið að vera vinur þinn og
fá að umgangast þig eins mikið
og ég í rauninni fékk, en það er
ólýsanlega erfitt að missa þig.
Einhver ráðlagði mér að rifja
upp góða minningu og það er
ekki erfitt, bara erfitt að velja.
Við náðum ótrúlega vel saman
og mér leið aldrei betur en þeg-
ar við vorum tveir saman að
spjalla um daginn og veginn. Við
sögðum það oft, hvort sem við
Páll Brynjarsson
✝ Páll Brynj-arsson fæddist
29. júní 1984. Hann
lést 15. október
2015.
Páll var jarð-
sunginn 30. októ-
ber 2015.
vorum fullir eða
ekki, að við elskuð-
um hvor annan (ég
viðurkenni að
áfengi var oftar við
hönd þegar þessi
orð voru sögð en
þau voru svo sann-
arlega ekki þýðing-
arminni eða létt-
vægari fyrir vikið).
Við kynntumst í
Háskólanum í Reykjavik og urð-
um strax virkilega góðir vinir.
Síðan hef ég getað sagt með
stolti að þú værir minn allra
besti vinur. Aldrei hef ég verið
stoltari en þegar ég stóð við hlið
þér sem svaramaður þegar þú
giftist ástinni í lífi þínu. Brúð-
skaupshelgin þín er verðmæt í
minningabankanum og ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið að
aðstoða þig á þessum yndislega
tíma. Ég fékk að upplifa ástina á
milli þín og Bärbel og fékk að
hitta allt frábæra fólkið í kring-
um ykkur.
Ég er líklega sá eini sem fékk
að njóta góðs af því að tvisvar
sinnum var þér ekki hleypt inn á
skemmtistað. Í fyrra skiptið
þótti dyraverði á Sólon þú ekki
nógu snyrtilegur. Þú tókst þessu
sem verkefni sem þyrfti að leysa
og leitaðir til vinar okkar sem
fór með þig í verslunarleiðangur
til að uppfæra fataskápinn. Það
var ekki hægt að láta það heyr-
ast að þér væri ekki hleypt inn á
skemmtistað vegna klæðaburðar
og hvað þá að þú hafir ekki einu
sinni fengið að fara inn á Sólon. Í
síðara skiptið vorum við fé-
lagarnir nokkrir saman á Októ-
berfest í Vínarborg en dyraverð-
inum leist ekki á þig og hleypti
þér ekki inn. Þetta var eina
manneskjan sem ég veit um sem
hefur haft eitthvað á móti þér.
En við létum þetta ekki trufla
okkar. Við tveir röltum og fund-
um okkur þægilegan stað þar
sem við settumst niður, drukk-
um, töluðum, grétum og hlógum
langt fram á nótt. Ég er virki-
lega þakklátur þessum dyraverði
því þetta kvöld mun án efa fylgja
mér það sem eftir er.
Þú varst sá vinur sem stóðst
við bakið á mér í gegnum sorg-
ina þegar ég missti annan góðan
vin og ég treysti því að hann taki
vel á móti þér. Þið gætuð ekki
fundið betri félagsskap og þrátt
fyrir að ég muni vonandi ekki sjá
ykkur í bráð þá veit ég að þið
munið taka vel á móti mér þegar
þar að kemur og bæta upp fyrir
þann hlátur sem við áttum eftir
að hlæja saman.
Ég elska þig kallinn minn og
mun reyna að lifa lífinu þannig
að þú getir verið stoltur af mér.
Þinn stolti vinur að eilífu,
Magnús (Maggi).
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er
unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn.
Minningargreinar