Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 12.11.2015, Blaðsíða 79
1999-2004. Hún hóf þá doktorsnám í sagnfræði samhliða starfi á miðl- unarsviði við Þjóðminjasafn Íslands, og lauk doktorsprófi í sagnfræði frá HÍ í ágúst 2011. Doktorsritgerðin vakti athygli og hlaut góða dóma gagnrýnenda, en hún ber heitið Nú- tímaheimilið í mótun: Fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á ís- lenska hönnun 1900-1970, útg. af Háskólaútgáfunni 2011. Arndís hefur haldið fyrirlestra og birt fjölbreytt efni á innlendum og erlendum vettvangi, m.a. um að- gengi og varðveislu listheimilda, stafræn myndgagnasöfn, íslensk bókverk og íslenska hönnunar- og húsgagnasögu, síðast á alþjóðlegri ráðstefnu hönnunarsagnfræðinga í Aveiro í Portúgal sumarið 2014. Safnakonan fagnar nú aukinni meðvitund Íslendinga um varðveislu húsgagna og innréttinga frá sjötta og sjöunda áratugnum, menningar- verðmætum sem áður var fargað. Arndís kenndi námskeiðið Söfn listastofnana við HÍ 1983-96 og ís- lenska hönnunarsögu við LHÍ 2000- 2003. Hún hefur stjórnað sýningar- gerð fyrir opinber söfn og sýningar- sali um bókverk listamanna, list og handavinnu kvenna og um innreið módernismans í íslenska hönnun. Arndís sat í stjórn Skógræktar- félags Garðabæjar í yfir 20 ár, er fé- lagi í Listfræðafélagi Íslands, Reykjavíkurakademíunni og heið- ursfélagi í Upplýsingu, félagi bóka- safns- og upplýsingafræða. Hún hef- ur tekið þátt í samstarfi norrænna hönnunarsagnfræðinga, var stofn- félagi að ARLIS/Norden, samtökum norrænna listbókasafna, 1986, og sat í stjórn þeirra um árabil. Tómstundir Arndísar tengjast útivist, umhverfismótun og trjá- rækt: „Við hjónin höfum ræktað nokkra hektara á bökkum Hvítár sl. aldarfjórðung og þar má nú heita að kominn sé vísir að skóglendi.“ Fjölskylda Eiginmaður Arndísar er Jón E. Böðvarsson, f. 27.7. 1936, verkfræð- ingur og forstjóri Ratsjárstofnunar og flugvallarstjóri á Keflavíkur- flugvelli, sonur Böðvars Jónssonar og Ágústu Magnúsdóttur. Börn Arndísar og Jóns eru Böðv- ar, f. 8.12. 1966, verkfræðingur í Dublin á Írlandi; Ágústa Björg, f. 28.5. 1969, sérfræðingur hjá Statoil í Stavanger en eiginmaður hennar er Árni Júlíus Rögnvaldsson forritari og börn þeirra eru Anna Hrafndís sem er látin, Einar Hrafn og Jón Arnar, en sonur Árna og stjúpsonur Ágústu er Rögnvaldur Skúli, og Einar Örn, f. 28.10. 1975, garðyrkju- maður í Reykjavík, í sambúð með Höllu Ingibjörgu Leonhardsdóttur félagsráðgjafa og er dóttir þeirra Ingunn María, en dóttir Höllu og stjúpdóttir Einars er Vigdís Halla Árnadóttir. Systkini Arndísar: Tryggvi Árna- son, f. 23.12. 1936, myndlistarmaður í Kópavogi, og Björg Friðriksdóttir, f. 20.5. 1949, húsfreyja í Omaha í Bandaríkjunum. Foreldrar Arndísar voru Árni Tryggvason, f. 2.8. 1911, d. 25.9. 1985, hæstaréttardómari og sendi- herra, og f.k.h., Guðbjörg Páls- dóttir, f. 4.12. 1915, d. 15.8. 1992, húsfreyja. Úr frændgarði Arndísar S. Árnadóttur Arndís Sigríður Árnadóttir Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Hafnarf. og Rvík Einar Einarsson organisti, söngkennari og smiður í Laxárdal og Hafnarf. Guðfinna Einarsdóttir húsfr. í Rvík Páll Magnússon járnsmíðam. í Rvík Guðbjörg Pálsdóttir húsfr. í Reykjavík Guðbjörg Jónsdóttir húsfr. í Lambhaga og á Helgafelli Magnús Pálsson b. í Lambhaga og á Helgafelli í Kjós Ólafur Tryggvason rafmagnsverkfræðingur Ámundi Árnason kaupmaður í Rvík Guðríður Árnadóttir Bramm kaupkona í Fatabúðinni við Skólavörðustíg Sigríður Pálsdóttir Gröndal húsfr. í Rvík Einar Pálsson skrifstofustj. í Rvík Guðrún Pálsdóttir Ullsten tannlæknir í Svíþjóð Magnús Pálsson járnsmíðam. í Rvík Kristín Pálsdóttir húsfr. í Rvík Brynhildur Pálsdóttir búsett í Rvík Jóhann Pálsson garðyrkjustj. Rvíkur Sigurður Einarsson Hlíðar alþm., ættfræðingur og yfirdýralæknir Rannveig Einarsdóttir húsfr. í Rvík Guðríður Helgadóttir húsfr. í Suðurkoti og í Sólheimatungu Jón Kristjánsson b. í Suðurkoti og í Sólheimatungu í Mýrdal Arndís Jónsdóttir húsfr. í Rvík Tryggvi Árnason trésmíðam. í Rvík Árni Tryggvason hæstaréttardómari og sendiherra í Rvík Guðrún Ámundadóttir húsfr. í Syðra-Langholti, af ætt Ámunda Jónssonar smiðs Árni Eyjólfsson b. í Syðra-Langholti í Árness ÍSLENDINGAR 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 85 ára Auður Jónsdóttir Jónas Hallgrímsson 80 ára Erlendur Guðmundsson 75 ára Edda Hafsteins Hafsteinsdóttir Gunnar Jóhann Olgeirsson Kristína J. Valdivia Ayjari 70 ára Ester Hannesdóttir Guðrún Marie Jónsdóttir Hilmir Helgason Jóhann Knútsson Ragna Kristín Jónsdóttir Signý Björk Rósantsdóttir Valgerður Kristjónsdóttir Þorsteinn B.Á. Guðmundsson 60 ára Ásta Guðmundsdóttir Garðar Guðmundsson Guðbjörn Gunnarsson Gunnar B. Guðmundsson Haraldur Ingi Haraldsson Hjalti Kjartansson Jónína Kristín Jónsdóttir Roman Adam Karpusiewicz Þóranna M. Sigurbergsdóttir 50 ára Ari Viðar Jóhannesson Arnbjörn H. Arnbjörnsson Birna Guðbjörg Björnsdóttir Björgvin G. Hallgrímsson Brynhildur Blomsterberg Elfur Sif Sigurðardóttir Guðmundur Ólafur Guðmundsson Herta Maríanna Magnúsdóttir Ingibjörg Birna Geirsdóttir Kristján Önundur Hjálmarsson Sigurður Ármannsson Sigurður Sverrir Guðnason Sombun Yuchangkoon Unnur Svavarsdóttir 40 ára Davíð Örn Ingvason Dögg Matthíasdóttir Guðbjörg Lilja Gunnarsdóttir Helgi Sigurjónsson Hulda Sigrún Guðmundsdóttir Jurate Arminasdóttir Mariia Shishigina-Palsson María Kristjánsdóttir Marteinn Sigurður Sigurðsson Renatas Janeliunas 30 ára Bjarni Arnar Hjaltason Bryndís Erlingsdóttir Daði Erlingsson Friðrik Árni Pedersen Heiða Berta Guðmundsdóttir Jelena Schally Málfríður Jónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Jónmundur ólst upp í Vesturbænum og Garðabæ, býr í Vestur- bænum í Reykjavík, lauk prófi í leiklist frá Academy of Art University of San Francisco og leikur nú í Þjóni í súpunni. Maki: Melkorka Helga- dóttir, f. 1987, hagfræð- ingur hjá Deloitte. Foreldrar: Grétar Guð- mundsson, f. 1954, og María Rögnvaldsdóttir, f. 1956. Jónmundur Grétarsson 30 ára Guðný ólst upp í Grundarfirði, býr nú í Kópavogi, lauk BSc-prófi í jarðfræði frá HÍ og stund- ar nám í opinberri stjórn- sýslu við HÍ. Systkini: Sigrún Hlín, f. 1983; Þorkell Már, f. 1987, og Eyþór, f. 1975. Foreldrar: Bryndís Theo- dórsdóttir, f. 1960, skóla- liði í Grundarfirði, og Guðni Hallgrímsson, f. 1944, rafvirki í Grundar- firði. Guðný Rut Guðnadóttir 30 ára Brynjar ólst upp á Akureyri, býr í Kópavogi, lauk MSc-prófi í líf- efnafræði frá HÍ og er sér- fræðingur hjá Actavis. Maki: Ingibjörg Ester Ár- mannsdótttir, f. 1988, starfsmaður hjá KPMG. Sonur: Bjarki Þór, f. 2015. Foreldrar: Ellert Gunn- steinsson, f. 1963, versl- unarstjóri, og Kristrún Þóra Ríkharðsdóttir, f. 1964, hjúkrunarfræð- ingur. Brynjar Örn Ellertsson  Þorbjörg Jónsdóttir hefur lokið doktorsritgerð sinni í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Langvinnir verkir, heilsutengd lífsgæði, notkun á heilbrigðisþjónustu og samskipti við heilbrigðisstarfs- menn vegna langvinnra verkja meðal íslensks almennings (Chronic Pain, Health-Related Quality of Life, Chronic Pain-Related Health Care Ut- ilization and Patient-Provider Comm- unication in the Icelandic Population). Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa eðli langvinnra verkja meðal al- mennings á Íslandi ásamt tengslum þeirra við notkun á heilbrigðisþjón- ustu og mat á samskiptum við heil- brigðisstarfsmenn. Doktorsverkefnið byggist á tveimur rannsóknum. Í þeirri fyrri voru próffræðilegir eiginleikar ís- lenskrar þýðingar mælitækisins Pati- ents’ Perceived Involvement in Care Scale (I-PICS) metnir, en I-PICS mælir mat einstaklinga á samskiptum við heilbrigðisstarfsmenn. Seinni rann- sóknin, sem var þverskurðarrannsókn á landsvísu, fjallaði um áhrif lang- vinnra verkja á daglegt líf og heilsu- tengd lífsgæði. Einnig var skoðað hvaða þættir hafa forspárgildi um það hvort ein- staklingar með langvinna verki nýta sér heilbrigð- isþjónustu vegna þeirra. Jafnframt voru mat einstak- linga á samskipt- um við heilbrigðisstarfsmenn og tengsl þess við lýðfræðilega og verkja- tengda þætti skoðuð. Niðurstöður sýna að mynstur og styrkur langvinnra verkja ráða mestu um hversu mikil áhrif þeir hafa á daglegt líf og heilsu- tengd lífsgæði. Mynstur verkja ásamt neikvæðum áhrifum þeirra á daglegt líf og lífsgæði hafa mest forspárgildi um hvort einstaklingurinn nýti sér heilbrigðisþjónustu vegna þeirra. Hvetja þarf fólk með langvinna verki til að nýta sér heilbrigðisþjónustu áður en þeir valda meiri háttar lífs- gæðaskerðingu. Við mat á langvinnum verkjum er mikilvægt að einblína ekki eingöngu á verkina sjálfa, heldur þarf einnig að meta áhrif þeirra á daglegt líf og viðhorf einstaklinga til verkja. Þorbjörg Jónsdóttir, sem er fædd árið 1961, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund árið 1981 og BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1985. Hún lauk þverfaglegri MS-gráðu í verkjafræðum frá Háskólanum í Car- diff í Wales árið 2005 og innritaðist í doktorsnám árið 2009. Þorbjörg hefur starfað sem ráðgjafi í verkjameðferð við Sjúkrahúsið á Akureyri en starfar nú sem lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri. Synir Þorbjargar eru Einar Freyr, Arnar Gauti og Jón Eyþór Ingasynir. Doktor Þorbjörg Jónsdóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is MORA MMIX TILBOÐSDAGAR 25% afsláttur sturtuklefar og -hurðir 25% afsláttur IFÖ innréttingar 30% afsláttur Mora MMIX blöndunartæki 30%afsláttur Mora MMIX handlaugartæki án lyftitappa 14.900 kr. verð áður 21.286 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.