Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 26

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 26
14 Orð og tunga bættust við 1983, séu sótt til þeirra texta sem lesnir voru þá í skólum eins og gert var í ÍO 1963. Það er íhugunarefni hversu mikið erindi orð af þessu tagi eigi í almenna orðabók þótt hún sé m.a. ætluð skólum. Skólatextum fylgja venjulega skýringarhefti sem nægja ættu til skilnings á þeim textum sem nemendur eiga að lesa. Allmikið af orðum og skýringum var einnig sótt í neðanmálsgreinar í íslenskum fomritum og sömuleiðis er álitamál hvaða erindi slík orð eiga í almenna íslenska orðabók. Næst ætla ég að snúa mér að staðbundna orðaforðanum í 1983. Alls eru 85 orð merkt á þann hátt í D-inu. Ég bar þau saman við talmálssafn Orðabókar Háskólans og komst að raun um að um 25 orð voru þar engin dæmi, um sautján orð eitt dæmi, um sjö orð tvö dæmi, um átta orð þrjú dæmi og um 22 orð fleiri dæmi en fimm. Af þessum 85 orðunt voru tuttugu í Blöndalsbók en aðeins átta þeirra merkt sérstökum landshluta eða landsvæði. Eindæmisorðin eru t.d. dandóla í merkingunni ‘sýna ástleitni, daðra’, domsa ‘hissa, agndofa’, dragvœnn ‘mjög feitur (um búfé)’ og drollóka ‘slóra'. I talmálssafni fundust aftur á móti engar heimildir um t.d. nafnorðið drigla ‘e-ð blautt og þungt’ og sögnin drigla ‘setja í drýli’, drola ‘hangsa við e-ð’ og drubba e-u af ‘hroða af’. Séu þessi orð skoðuð í orðsifjabók Ásgeirs Blöndals er ekkert þeirra merkt staðbundið, tvö eru merkt sem nýíslensk, tvö frá 19. öld (heimildin reyndist vera orðasafn Hallgríms Schevings kennara í Bessastaðaskóla), þrjú voru ómerkt en dragvœnn var ekki í bókinni. Ef til vill bendir einhver á að tilviljun ráði oft hvaða orð séu í talmálssafni, það fari eftir því hvað spurt hafi verið um. En í þessu tilviki valdi ég orð sem við Ásgeir Blöndal spurðum um í þættinum um íslenskt mál fyrir um tólf árum án nokkurra viðbragða hlustenda. Fáeinar skammstafanir bættust við í 10 1983, db fyrir desíbel, dipl.ing. sem þýskur titill á verkfræðingi, en aðrir sambærilegir titlar eins og dipl.phys. eða dipl.mat. voru ekki teknir, DDR stendur fyrir Austur-Þýskaland, DEM er skammstöfun á þýsku marki og DKK á danskri krónu. Ég hef nú beint athyglinni að fáum þáttum ÍO. Ég hef lítið rætt um samsetningar og afleiðslur en það efni myndi fylla heilan fyrirlestur. Sitt sýnist hverjum um val á slíkum orðum og mikill hluti þeirra verður alltaf matsatriði. En í orðabók ætlaðri almenningi á að láta daglegan orðaforða ríkja yfir sjaldgæfari samsetningum eða samsetningum sem eru vel skiljanlegar án skýringa. Þennan þátt þarf að athuga sérstaklega fyrir nýja útgáfu orðabókarinnar, skera grimmt niður en setja inn í staðinn orð sem inenn rekast á daglega án þess þó að vera vissir um hvað þau merkja. Við endurskoðun á ÍO er einnig nauðsynlegt að fara rækilega yfir krossmerkta orðaforðann og vega og meta á gagnrýninn hátt hvað eigi að vera með og hverju megi sleppa, og kanna verður um leið hvert orðin eru sótt. Þegar það hefur verið gert þarf að athuga textana, sem þau orð, sem valin hafa verið, eru fengin úr. Sum krossmerktu orðin voru þegar komin inn í Blöndalsbók fyrir 70 árum, öðrum var bætt við fyrir rúmum 30 árum og enn öðrum 1983 og á þeim tíma hefur margt verið rannsakað og ritað um forna texta og bent á mislestur í handritum. Eitt slíkt dæmi má nefna þótt ekki sé það í stafnum D. í Griplu II sem gefin var út af Stofnun Árna Magnússonar 1977 er grein eftir Stefán Karlsson um misskilin orð og misrituð í Guðmundar sögu. Hann bendir á að í ÍO 1963 sé undir sögninni að predika sett krossmerkt undir merkingarlið þrjú þaö predikast af því s.s. ‘læra má af því’. Orðasambandið er fengið úr þeim kafla Guðntundar sögu sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.