Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 63

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 63
Dóra Hafsteinsdóttir: Fagorðaforðinn 51 Ritstjórar NDO hafa átt erfiðara um vik. Þeir velja 49 af 106 frumefnum en sleppa 57. Það er eftirtektarvert að í ÍO hafa verið valin 44 frumefni; þar er fimm frumefnum færra en í NDO. Þó hefði mátt ætla að munurinn hefði verið á hinn veginn þar eð NDO er eingöngu orðabók úr almennu máli en þó nokkur fagorðaforði er í 10, sem er auk þess 35 þús. flettiorðum stærri. Það voru nánast sömu frumefnin sem valin voru í NDO og ÍO. í ÍO eru frumefnin barín og títan flettiorð en þau eru ekki í NDO. Aftur á móti er að finna fransín, iridín, kúrín, paIladín,plúton, tellúr og volfram í NDO en ekki í ÍO. Efniviður Efniviður í fagorðaforða úr nútímamáli í íslenska einmála orðabók úr almennu máli liggur ekki á lausu, ef svo mætti að orði komast. Beinast liggur við að hefja leit í ÍO, grunninum sem nýja íslenska orðabókin verður væntanlega byggð á, en þar þarf að sjálfsögðu að endurskoða orðaforðann á þeim sviðum, sem þegar hafa verið gerð hæfileg skil í bókinni, þar eð hann er orðinn 14 ára. Þó er hætt við að eftirtekjan verði rýr á sumum sviðum miðað við niðurstöðurnar af athugun minni á efnafræðiorðunum. Þar vantar 60% upp á orðaforðann. Hafa má stuðning af íslenskum tvímála orðabókum, fag- og íðorðasöfnum og IA. Við flettuvalið mætti svo líta til annarra þjóða og leita stuðnings í alrænum einmála orðabókum grannþjóðanna. Tvímála orðabœkur Fáar íslenskar tvímála orðabækur með íslensku að viðfangsmáli eru svo viðamiklar að þar sé að finna fagorðaforða sem að gagni kæmi í orðabók með 100 þús. flettiorð. Talsverðan efnivið er að finna í ýmsum tvímála orðabókum þar sem íslenska er mark- málið en þá er sá hængur á að erfitt er að nálgast orðaforðann. Helsta fagorðaforða í erlendum-íslenskum tvímálabókum er að finna í Ensk-íslenskri orðabók og Fransk- íslenskri orðabók Arnar og Örlygs og Dansk-íslenskri orðabók Isafoldar. I þær bækur mætti sækja sér íslenskar þýðingar með því að þræða sig í gegnum erlendar bækur og staðla. Fag- og íðorðasöfn íslenskum fag- og íðorðasöfnum fer ört fjölgandi. Mörg eru á rafrænu formi í orðabanka íslenskrar málstöðvar og með eflingu bankans gerbreytir aðgangurinn að söfnum hans allri aðstöðu íslenskra orðabókarhöfunda við störf sín. Því fer þó fjarri að til séu fag- og/eða íðorðasöfn í öllum þeim greinum sem þyrfti að gera skil í almennri íslenskri orðabók. Auk þess er hæpið að styðjast við slík orðasöfn eingöngu því að hætt er við flettiorðaforði þeirra sé of sérhæfður í almenna bók og þá verður að velja og hafna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.