Orð og tunga - 01.06.1998, Page 63

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 63
Dóra Hafsteinsdóttir: Fagorðaforðinn 51 Ritstjórar NDO hafa átt erfiðara um vik. Þeir velja 49 af 106 frumefnum en sleppa 57. Það er eftirtektarvert að í ÍO hafa verið valin 44 frumefni; þar er fimm frumefnum færra en í NDO. Þó hefði mátt ætla að munurinn hefði verið á hinn veginn þar eð NDO er eingöngu orðabók úr almennu máli en þó nokkur fagorðaforði er í 10, sem er auk þess 35 þús. flettiorðum stærri. Það voru nánast sömu frumefnin sem valin voru í NDO og ÍO. í ÍO eru frumefnin barín og títan flettiorð en þau eru ekki í NDO. Aftur á móti er að finna fransín, iridín, kúrín, paIladín,plúton, tellúr og volfram í NDO en ekki í ÍO. Efniviður Efniviður í fagorðaforða úr nútímamáli í íslenska einmála orðabók úr almennu máli liggur ekki á lausu, ef svo mætti að orði komast. Beinast liggur við að hefja leit í ÍO, grunninum sem nýja íslenska orðabókin verður væntanlega byggð á, en þar þarf að sjálfsögðu að endurskoða orðaforðann á þeim sviðum, sem þegar hafa verið gerð hæfileg skil í bókinni, þar eð hann er orðinn 14 ára. Þó er hætt við að eftirtekjan verði rýr á sumum sviðum miðað við niðurstöðurnar af athugun minni á efnafræðiorðunum. Þar vantar 60% upp á orðaforðann. Hafa má stuðning af íslenskum tvímála orðabókum, fag- og íðorðasöfnum og IA. Við flettuvalið mætti svo líta til annarra þjóða og leita stuðnings í alrænum einmála orðabókum grannþjóðanna. Tvímála orðabœkur Fáar íslenskar tvímála orðabækur með íslensku að viðfangsmáli eru svo viðamiklar að þar sé að finna fagorðaforða sem að gagni kæmi í orðabók með 100 þús. flettiorð. Talsverðan efnivið er að finna í ýmsum tvímála orðabókum þar sem íslenska er mark- málið en þá er sá hængur á að erfitt er að nálgast orðaforðann. Helsta fagorðaforða í erlendum-íslenskum tvímálabókum er að finna í Ensk-íslenskri orðabók og Fransk- íslenskri orðabók Arnar og Örlygs og Dansk-íslenskri orðabók Isafoldar. I þær bækur mætti sækja sér íslenskar þýðingar með því að þræða sig í gegnum erlendar bækur og staðla. Fag- og íðorðasöfn íslenskum fag- og íðorðasöfnum fer ört fjölgandi. Mörg eru á rafrænu formi í orðabanka íslenskrar málstöðvar og með eflingu bankans gerbreytir aðgangurinn að söfnum hans allri aðstöðu íslenskra orðabókarhöfunda við störf sín. Því fer þó fjarri að til séu fag- og/eða íðorðasöfn í öllum þeim greinum sem þyrfti að gera skil í almennri íslenskri orðabók. Auk þess er hæpið að styðjast við slík orðasöfn eingöngu því að hætt er við flettiorðaforði þeirra sé of sérhæfður í almenna bók og þá verður að velja og hafna.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.