Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 39

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 39
Eiríkur Rögnvaldsson: Málfræði í íslenskri orðabók: Hvernig og til hvers? 27 Miðað við það hversu lítið pláss beygingarlýsingin tekur hefði ekki verið ofrausn að láta beygingarlýsingu líka fylgja samsettum orðum og spara notendum þannig flettingar, fyrst verið er að hafa samsetninguna með á annað borð; en þörfin á því er reyndar oft umdeilanleg. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að beygingarendingar séu látnar nægja þegar stofn helst óbreyttur, eins og sýnt er í (3): (3) a. hestur, -s, -ar k; mynd, -ar, -ir Kv; brúður, -ar, -ir kv b. lykill, -ils, lar k; hamar, -ars, -rar k; akur, -urs, -rar K c. bikar, -ars, -arar k; lúkar, -s, -ar k d. skipan, -ar, -ir kv; skipun, -ar, -anir kv e. keppni, -, -ir kv; gleði, et ób, ft -ir kv Hitt er verra að það er ekki alltaf nægilega ljóst hvernig á að bæta beygingarendingum við stofninn, eða réttara sagt, hver sá grunnur er sem endingarnar bætast við. I sterkum karlkynsorðum verður að gera ráð fyrir að notendur viti að það þarf að klippa endinguna -ur aftan af hestur áður en -s og -ar er bætt þar aftan við. Einnig þurfa þeir að vita að í kvenkynsorðum sem enda á -ur, eins og brúður, þarf að taka -ur aftan af; hins vegar bætast endingar beint við mynd. Það er kannski allt í lagi; en það er flóknara að átta sig á því hvað -ars, -rar táknar með orðinu hamar, sbr. (3b). Hér verður notandinn að vita að enda þótt -ar sé ekki ending þarf að klippa það aftan af áður en endingunum er bætt við. Ekki batnar málið þegar borin eru saman orðeins og bikar, -ars, -ararog lúkar, -s, -ar í (3c). Þessi orð beygjast alveg eins, þ.e. hafa ekki sérhljóðabrottfall í áhersluleysi eins og orð af þessu tagi hafa venjulega; en samt bendir framsetningin til þess að beygingin sé ólík. Verst er þegar ekki er samræmi milli endinganna sem eru gefnar; þegar t.d. eignarfallsendingin bætist beint við uppflettimyndina, en til að bæta við endingu nf.ft. þarf fyrst að taka eitthvað af uppflettimyndinni. Dæmi um ósamræmi í þessu má sjá í orðunum skipan og skipun. I Islenzkri málfrœði Björns Guðfinnssonar (1958:26) eru kenniföll sögð „Þau föll, sem mestu máli skiptir að kunna til þess að geta fallbeygt orð [... ]“. Með því er átt við að nauðsynlegt sé að læra kenniföllin sérstaklega, en önnur föll séu síðan að miklu eða öllu leyti fyrirsegjanleg út frá þeim. Nokkuð er til í þessu, en hitt er þó auðvitað vel þekkt að kenniföll segja bæði of mikið og of lítið. Þau segja of mikið í veikri beygingu; kunni maður á annað borð íslenskar beygingarreglur er beyging orða eins og krani, hneta og lunga alveg fyrirsegjanleg út frá nefnifalli eintölu einni saman; ef.et. og nf.ft. eru óþörf. Eini vafinn í kvenkyns- og hvorugkynsorðunum er sá hvort n eigi að vera í ef.ft. eða ekki, en um það segja kenniföllin hvort eð er ekki neitt. Sama er að segja um sterk hvorugkynsorð; orð eins og hús, ráð, borð, kvœði gætu ekki beygst á annan veg. En lítum nú á nokkur dæmi: (4) a. hestur, -s, -ar; gestur, -s, -ir; staður, -ar, -ir; grautur, -ar, -ar b. bát/báti?; bikar/bikari?; Hugin/Hugni? mökk/mekki? c. himinn, -ins, -nar k; aftann, -ans (þgf aftni), -nar k d. mold, -ar, -ir kv - mold/moldu?; jörð/jörðu? e. kýr (þf og þgf kú), -, - kv - þgf. og ef. ft.?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.