Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 9

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 9
Formáli ritstjóra Tímaritið Orð og tunga hefur að þessu sinni að geyma erindi sem flutt voru á málþingi um almenna íslenska orðabók - stöðu og stefnumið. Málþingið var haldið 25. október 1997 og stóðu að því, auk Orðabókar Háskólans, Orðmennt, félag áhugamanna um orðabókafræði og Mál og menning. Astæða þess, að þetta efni var valið, er sú að Mál og menning keypti árið 1992 útgáfurétt að Islenskri orðabók handa skólum og almenningi, sem Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs hafði gefið út tvívegis undir ritstjórn Árna Böðvarssonar cand. mag. Nú hefur verið hafist handa við endurskoðun á verkinu, meðal annars í samvinnu við Orðabók Háskólans. Það þótti því áhugavert að efna til málþings um íslenska orðabók þar sem rætt yrði um þann efnivið sem þegar er til, kosti hans og galla, og að hverju skuli stefnt við þriðju útgáfu. Árni Böðvarsson vann á sínum tíma brautryðjandastarf í gerð íslenskrar orðabókar sem ætluð var skólum og almenningi. Fyrsta útgáfa birtist 1963 en önnur útgáfa, aukin og bætt, tuttugu árum síðar. Frá þeirri útgáfu eru nú liðin fimmtán ár. Á þeim tíma hefur almennur orðaforði aukist mjög og miklar breytingar orðið á sviði tækni og vísinda sem ný útgáfa þarf að takast á við. Einnig hefur orðabókafræði eflst og unnið sér fastan sess sem fræðigrein og aðrar kröfur eru gerðar til orðabóka en áður var. Ákveðið var að fá fyrirlesara til að líta á efnið frá sem flestum sjónarhornum til þess að áheyrendur gætu sem best gert sér ljóst við hvaða vandamál væri að fást og hvar úrbóta væri þörf. Einnig var litið á efnisvalið sem veganesti fyrir Mál og menningu á leið sinni til nýrrar útgáfu. Alls voru átta erindi flutt á ráðstefnunni og eru sjö þeirra prentuð í heftinu. Aftan við ráðstefnuerindin er birtur fyrirlestur sem prófessor Valerij P. Berkov flutti um tvímála orðabækur á vegum Islenska málfræðifélagsins 3. október 1997. Allur undirbúningur undir prentun Orðs og tungu 4 fór fram á Orðabók Háskólans og var það verk í höndum Bessa Aðalsteinssonar. vii Guðrún Kvaran
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.