Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 21

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 21
Guðrún Kvaran: Uppruni orðaforðans í „Islenskri orðabókÉ< I því sem hér fer á eftir verður fjallað um orðaforðann í íslenskri orðabók handa skólum og almenningi (hér eftir IO) sem Menningarsjóður gaf út fyrst 1963 og síðan aftur, aukna og endurbætta 1983. Ég mun hér eftir nota þessi ártöl til að greina útgáfurnar að. Það er forvitnilegt að athuga hvernig safnað var til fyrstu íslensku orðabókarinnar sem gefin var út með íslenskum skýringum og ætluð skólum og almenningi. Hvert var orðaforðinn sóttur og hvaða heimildir liggja að baki þeim orðum sem valin voru í bókina? Við þessum spurningum fást ekki endanleg svör en hægt er að rekja hvert helstu þræðir liggja. Nokkurn fróðleik má sækja í formála fyrstu útgáfu sem Ami Böðvarsson, ritstjóri bókarinnar, skrifaði. Þar er gerð nokkur grein fyrir þeim ritum sem stuðst var við á meðan á undirbúningi bókarinnar stóð. Taldar eru helstu orðabækur sem notast hafði verið við og er þar fyrst nefnd íslensk-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals frá 1920- 1924. Tekið er fram að orðaforði hennar, merkingarskil og skýringar séu grundvöllur bókarinnar. Þá er nefnt að seðlasöfn Orðabókar Háskólans hafi mikið verið notuð en þó hafi ekki verið unnt að kanna þau til hlítar sökum tímaskorts. Þaðan séu þó allmörg orð runnin, einkum úr talmálssafni. Leitað var fanga í seðlasafni því sem varð til við undirbúning að viðbæti við orðabók Blöndals sem unnið var að um sama leyti og gefinn var út sama ár og IO. Arni Böðvarsson sá að miklum hluta um orðtöku fyrir viðbætinn. Næst eru taldar upp nokkrar orðabækur sem notaðar hafi verið meira eða minna við vinnslu verksins. Það voru: Björn Halldórsson. Orðabók. íslensk-latnesk-dönsk. 1814. Guðbrandur Vigfússon og Richard Cleasby. An Icelandic-English Dic- tionary. 1874. Guðni Jónsson. Eddulyklar. 1954. Finnur Jónsson. Ordbog til rímur. 1926-28. Johan Fritzner. Ordbog over Det gamle norske sprog. 1883-96. Guðmundur Hannesson. íslenzk lœknisfrœðiheiti. 1954. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.