Orð og tunga - 01.06.1998, Side 48

Orð og tunga - 01.06.1998, Side 48
36 Orð og tunga 5. Loks er rétt að nefna að marka þarf stefnu í notkun íðorða ef skýringarorðaforðinn á að miðast við almennt mál. Þar vísa ég til erindis Dóru Hafsteinsdóttur hér í þessu riti. Þau atriði sem huga þarf að ef skýringar eiga að vera á almennu máli þannig að þau verði orðabókarnotandanum að gagni eru því þessi: Ekki skal skýra orð með torskildari eða erfiðari orðum. Þess vegna þarf að varast fornyrði, sjaldgæf orð, staðbundið málfar, mjög stílbundin orð og fagorð. — Hér mætti sjálfsagt tína til fleiri atriði. Þessi þumalfingursregla sem hér er sett fram þjónar auðvitað þeim tilgangi að sá sem leitar að orði sem hann skilur ekki finni ekki skýringu sem hann skilur enn síður. 6.3 Flettukrafan Þriðji liðurinn á listanum um afmörkun skýringarorðaforðans á bls. 34 hér að framan felst í því að orð sem notuð eru í skýringum verði að vera flettur í orðabókinni þannig að notandinn komi aldrei að tómum kofunum þegar leitað er að orði sem kemur fyrir í skýringu. Þarna ber handbókum saman um að mikill misbrestur sé á þegar orðabækur eru skoðaðar. Það er heldur ekki fyrr en nú á síðustu árum sem það er tæknilega mögulegt að reyna að fylgja þessari vinnureglu. A meðan orðabækur voru unnar á spjöld var auðvitað engin leið að fletta upp hverju einasta orði sem notað var í skýringum. Dæmi um skýringarorð í 10 sem ekki er flettiorð er t.d. orðið málleysa en það er notað til að skýra orðið staðvensl: (8) staðvensl h ít (Mp sú innbyrðis afstaða orða að setja má þau inn í setningu hvert í annars stað án þess að úr verði málleysa, t.d. „keypti, smíðaði" í stað „sá“ og „bíl, borð“ í stað „hest“ í setningunni ég sá hest. Nokkuð er líka um að erlend orð séu notuð í skýringum án þess að þau séu flettur í bókinni: (9) a hjartarsalt h salttegund (ammóníumkarbónat), einkum notað í bakstur, áður framleitt úr hjartarhornum. b andhverfa kv 1 andstæða. 2 (J) antíklínall, ílöng jarðlagakryppa sem lögun- um hallar frá til beggja hliða. Ef þeirri stefnu er fylgt að nota ekki orð til skýringa nema þau séu flettur í bókinni ættu bæði ammóníumkarbónat og antíklínall að vera flettur, nema þau séu einfaldlega gefin sem tilvísanirí önnur mál, líkt og gert er við latnesk jurta- og dýraheiti (sjá Mesocricetus auratus í skýringunni á gullhamstri, (4) hér að framan).

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.