Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 48

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 48
36 Orð og tunga 5. Loks er rétt að nefna að marka þarf stefnu í notkun íðorða ef skýringarorðaforðinn á að miðast við almennt mál. Þar vísa ég til erindis Dóru Hafsteinsdóttur hér í þessu riti. Þau atriði sem huga þarf að ef skýringar eiga að vera á almennu máli þannig að þau verði orðabókarnotandanum að gagni eru því þessi: Ekki skal skýra orð með torskildari eða erfiðari orðum. Þess vegna þarf að varast fornyrði, sjaldgæf orð, staðbundið málfar, mjög stílbundin orð og fagorð. — Hér mætti sjálfsagt tína til fleiri atriði. Þessi þumalfingursregla sem hér er sett fram þjónar auðvitað þeim tilgangi að sá sem leitar að orði sem hann skilur ekki finni ekki skýringu sem hann skilur enn síður. 6.3 Flettukrafan Þriðji liðurinn á listanum um afmörkun skýringarorðaforðans á bls. 34 hér að framan felst í því að orð sem notuð eru í skýringum verði að vera flettur í orðabókinni þannig að notandinn komi aldrei að tómum kofunum þegar leitað er að orði sem kemur fyrir í skýringu. Þarna ber handbókum saman um að mikill misbrestur sé á þegar orðabækur eru skoðaðar. Það er heldur ekki fyrr en nú á síðustu árum sem það er tæknilega mögulegt að reyna að fylgja þessari vinnureglu. A meðan orðabækur voru unnar á spjöld var auðvitað engin leið að fletta upp hverju einasta orði sem notað var í skýringum. Dæmi um skýringarorð í 10 sem ekki er flettiorð er t.d. orðið málleysa en það er notað til að skýra orðið staðvensl: (8) staðvensl h ít (Mp sú innbyrðis afstaða orða að setja má þau inn í setningu hvert í annars stað án þess að úr verði málleysa, t.d. „keypti, smíðaði" í stað „sá“ og „bíl, borð“ í stað „hest“ í setningunni ég sá hest. Nokkuð er líka um að erlend orð séu notuð í skýringum án þess að þau séu flettur í bókinni: (9) a hjartarsalt h salttegund (ammóníumkarbónat), einkum notað í bakstur, áður framleitt úr hjartarhornum. b andhverfa kv 1 andstæða. 2 (J) antíklínall, ílöng jarðlagakryppa sem lögun- um hallar frá til beggja hliða. Ef þeirri stefnu er fylgt að nota ekki orð til skýringa nema þau séu flettur í bókinni ættu bæði ammóníumkarbónat og antíklínall að vera flettur, nema þau séu einfaldlega gefin sem tilvísanirí önnur mál, líkt og gert er við latnesk jurta- og dýraheiti (sjá Mesocricetus auratus í skýringunni á gullhamstri, (4) hér að framan).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.