Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 16

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 16
4 Orð og tunga Á svipaðan hátt má spyrja ýmissa spuminga um samheitalausnirnar í ÍO, sem oft koma niður á eiginlegum orðskýringum. Þegar við búum nú svo vel að eiga sæmilega vandaðar útgáfur fyrir almenning af Völuspá og Eglu leiðir ekki lengur af sjálfu að í almennri íslenskri orðabók séu skýrð eindæmi eða fágæt fommálsorð úr þeim textum einsog íviðja eða Ijóðpundarí. Menn hljóta líka að íhuga hversu langt á að teygja sig í nákvæmum orðskýringum á ýmsum sérsviðum, til dæmis eðlisfræði eða tölfræði, þegar fyrir liggjasérstök íðorðarit á þeim sviðum; og hver áhrif það á að hafa á skýringarstefnu bókarinnar að nú er hægt að ganga að íslenskri alfræðibók á öllum söfnum og fjölmörgum heimilum. Á þeim tímum að bráðum verður hægt að leita gegnum Netið í Talmálssafni Orða- bókarinnar er það einnig nokkurt álitaefni hvert gagn er að því fyrir almenna notendur að IO sé geymsla fyrir fágæt mállýskuorð frá liðnum tímum. Og svo framvegis. ✓ Agallar og misræmi Ég geri ráð fyrir að flestum sé eins farið og mér gagnvart ÍO, að þykja vænt um hana og bera virðingu fyrir henni sem gömlum vini og læriföður um leið og gallar hennar stinga í augu, sífellt verður fyrir margvíslegt ósamræmi í orðavali, uppsetningu og skýringum, og manni finnst fortíðaráherslurnar þvælast fyrir því markmiði sem bókin á að hafa sem orðfræðileg skuggsjá nútímafólks. Auk stöðu 10 í íslenskri orðabókarhefð — tengsla hennar við hinn tvítyngdaBlöndal til dæmis — felast ástæðurnar fyrir þessum ágöllum ekki síst í þeim bakgrunni sem hér var reifaður. I bókinni áttu að rætast svo fjölþættar vonir að höfuðverkefni urðu óhjákvæmilega nokkuð þokukennd og ritstjómarstefnan þessvegna óskýr. Síðan setti tæknin sín takmörk, og fjárhagurinn: jafnvel 2. útgáfan 1983 er unnin fyrir tölvuöld, með vinnubrögðum seðlasafnsins þar sem meginreglan var að þræða sig í gegnum stafrófið, byrja á a og enda á ö, fara svona nokkurnveginn frá abbadísinni til öxulþungans. Með þeim vinnubrögðum er hættan sú að upp komi hjá vönduðustu mönnum margvíslegt misræmi, samanber þessi dæmi um orð hliðstæðrar merkingar: áttróinn l 4, (um bát) sem hefur átta árar alls sexróinn l: ,v. bátur sexmanna far tíróinn l d, með tíu árum: t. bátur fjögramannafar h fjórróinn bátur tveggjamannafar H farartæki (einkum bátur) sem flutt getur tvo menn þriggjamannafar h bátur (eða annað farartæki) sem ber þrjá menn áttæringur -s, -ar k bátur sem er róinn átta árum feræringur k fjórróinn bátur sexæringur -s, -ar k bátur með sex árar (...) tíæringur -s, -ar k (...) bátur sem róið er tíu árum tólfæringur -s, -ar k 4, bátur róinn tólf árum (sex á borð) Þessi dæmi eru tekin nánast af handahófi af einu af kjarnasviðum bókarinnar, en harla mörg fleiri mætti tína til um ósamræmi og byggingarlega ágalla. Það verður hinsvegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.