Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 23

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 23
Guðrún Kvaran: Uppruni orðaforðans í „íslenskri orðabók" 11 læknisfræði, sálfræði o.s.frv. Alls eru sérmerkt svið 30. Ef sá orðaforði er skoðaður nánar sést að mest er fengið af sviðum sem merkt eru dýrafræði og grasafræði. Eru það heiti á alls kyns spendýrum, fuglum, fiskum og skeldýrum, trjám og jurtum. Samtals eru þessi orð 84, þar af 38 sem hefjast á forliðnum dverg- eins og dvergdöðlupálmi, dverghœna, dvergkisuostur (slæðingur af kisuostaættkvísl), dvergpáfagaukur og dvergpáskalilja. Þetta kemur ekki á óvart þar sem þriggja handbóka af þessum sviðum er getið meðal heimildarita. 38 orðum hefur verið bætt við úr kveðskap, fornum og nýjum, og 35 eru merkt sem fomtog úreltmál. Afgangurinn af sérmerkta orðaforðanum skiptist á 15 svið. Allstóran hluta þeirra orða sem merkt eru fomu máli eða eru úr fornum kveðskap má finna í skýringum við Sýnisbók íslenskra bókmennta til miðrar átjándu aldar. Sýnisbókin var lesin og er e.t.v. lesin enn í framhaldsskólum og skýringarheftið samið til notkunar við kennsluna. Yngri kveðskaparorð er flest að finna í skýringum við íslenska lestrarbók 1750-1930 sem einnig var mikið notuð í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskólum. Skammstafanir eru nokkrar, 21 ef rétt er talið. Flestar era skammstafanir mæliein- inga, en meðal annarra eru tvær bækur Biblíunnar, fyrirtækisheiti eins og DAS (Dval- arheimili aldraðra sjómanna). Skammstöfun fornbréfasafns, Dl fyrir Diplomatarium islandicum, er tilgreind, D.M. stendur fyrir þýskt mark, dós. fyrir dósent, dr. fyrir doktor og dbnn. fyrir dannebrogsmaður. Þegar sérmerkt orð og skammstafanir hafa verið dregin frá umframorðaforða ÍO 1963 eru um 150 orð eftir. Dæmi um flest þeirra finnast í meginsöfnum Orðabókar Háskólans. Er þar aðallega um að ræða samsett orð og afleiðslur af ýmsu tagi. En ekki fundust dæmi um öll orðin í seðlasöfnum Orðabókarinnar. Orðið dabbía, sem gefið er upp í merkingunni ‘mikið sukk, fen’, finnst hvorki í ritmáls- né talmálssafni en aftur á móti dabbíá sem einnig er í Blöndalsviðbæti notað um blautan og óhreinan fatnað. I orðsifjabók Asgeirs Blöndals Magnússonar er aðeins orðið dabbía í fyrrgreindu merk- ingunni. Önnur orð, sem ekki em í meginsöfnum Orðabókarinnar, em t.d. dásshali um rak, kertiskveik, daunremmi um megnan óþef, stækju, dofralegur ‘þögull, drumbsleg- ur’, dónsaralegur og drembildrylla notað í niðrandi merkingu um konu. Um sum orðin eru aðeins til dæmi í talmálssafni en staðbundið orðafar er ekki merkt sérstaklega í IO 1963. Þar má nefna orðin: Talmálssafn Merking Fjöldi dagmálaglýja ‘þegar birtir skyndilega um dagmál’ 2 darralegur ‘vígalegur’ 6 dissa ‘dúsa, dvelja um kyrrt’ 3 dofra ‘hika, gaufa, dunda við’ 2 dréli ‘drjóli, durgur’ 4 drogl ‘tafsöm ferð, droll’ 1 drósirna ‘gaufari, slóði’ 1 dröttólfur ‘slóði, skussi’ 1 dýfilsdagur ‘mannskaðadagur, 1. mars’ 1 dyndilbrokk ‘lull’ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.