Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 68

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 68
56 Orð og tunga IV Síðasta spurningin, sem ég ætla að ræða hér, er þessi: Á hvaða sviðum málræktar, eða þá nánar til tekið málvöndunar, kemur íslensk orðabók að bestum notum? Augljóslega er orðasafnið (og undir því má hér telja ýmis orðasambönd) annar höfuðþáttur íslenskr- ar orðabókar og merkingarskýringarnar hinn. En aðrir þættir gætu verið framburður, beyging og setningarlegir þættir (svo að stuðst sé við grundvallarskiptingu málkerfis í hljóðfræði eða hljóðkerfisfræði, beygingafræði og setningafræði) og loks má ekki gleyma réttrituninni. Víkjum fyrst að sjálfum orðaforðanum í bókinni. Ég ræði fyrst ábendingar um óæskileg orð eða notkun og síðan um val og meðferð nýrra orða. Sem fyrr segir er hluti orðaforðans í IO 1983 merktur með spurningarmerki sem þýðir eftirfarandi skv. lýsingu ritstjóra: „vont mál, orð eða merking sem forðast ber í íslensku (yfirleitt aðeins sett þar sem betra orð er sýnt í skýringu)“. Árni Böðvarsson ritar í formála ÍO 1983: „Eins getur oft orkað tvímælis hvaða orð (tökuorð o. fl.) sé rétt að dæma óæskileg eða óhæf í málinu. Þessari bók var aldrei ætlað að vera stílfræðibók, þótt hún eigi að geta verið til leiðbeiningar um orðaval“(X). Lítum á dæmi um þetta erfiða val. I útgáfunni frá 1983 eru t.d. eftirtalin orð merkt á þennan hátt: adressa, akta (so.), grísa (so.), klossaður (lo.), klósett, rúnstykki, séní, standard, standardísera (so.), svindla (so.), svínarí. Einnig alkóhólisti, grínisti en hins vegar ekki kommúnisti en það hlýtur að skýrast af því að betra orð en það var ekki tiltækt, sbr. skýringu ritstjóra með táknuninni. Orðin ókei og bœ eru einnig merkt með þessu tákni og mörg fleiri orð. Það getur vel fallið að hlutverki almennrar íslenskrar orðabókar að veita leiðbeiningar af þessu tagi. En eins og ritstjóri 10 1983 benti á getur orkað tvímælis hvernig þetta er gert. Þetta er ábyggilega vandasamt og best að fara varlega. Það er t.d. nokkuð sterkt til orða tekið hjá ritstjóraað tiltekið orð „beri að forðast í íslensku“. í slfku orðalagi er ekki gerður greinarmunur á notkunarsviðum. Notendur ÍO fá ekki fullnægjandi mynd af mati málsamfélagsins á vönduðu og óvönduðu íslensku máli þegar tiltekin orð fá einkunnina „vont mál, orð eða merking sem forðast ber í íslensku“. I sumum málsniðum eru t.d. stundum notuð orð af erlendum uppruna sem er til siðs að forðast heldur í rituðum texta sem ætlaður er til birtingar. Sums staðar getur átt við að tala um „svindl og svínarf* þótt önnur orð hæfi betur við aðrar aðstæður. Notendur almennrar íslenskrar orðabókar mættu gjarna fá leiðbeiningar af þessu tagi. Mér líst betur á það en þá leið að notendum sé einfaldlega sagt að „forðast beri í íslensku“ t.d. að segja að séníið kaupi rúnstykki af grínistanum. Það var ekki ætlun mín að leggja mat á hvaða einstök orð ætti eða ætti ekki að merkja á þennan hátt í orðabókinni eða gagnrýna einstök atriði í ÍO 1983. En almennt talað benda dæmin, sem ég nefndi hér áðan af handahófi, til þess að full þörf sé á að hyggja að því við endurskoðun 10 hvernig háttað er viðvörunum (eða athugasemdum) til málnotenda um einstök orð og notkun þeirra. Mikilvægur þáttur íslenskrar málræktar er nýyrðasmíð og því rétt að huga að því hér hvaða tök almenn íslensk orðabók hefur á að sinna nýyrðum. Það segir sig sjálft að takmarkað gagn er að því að birta mikið af nýjustu nýyrðum eða nýyrðatillögum í einsmálsorðabók fyrir almenning ef þessi sömu orð koma hvergi fyrir í almennum textum. Almennur notandi hefur þá hvergi tilefni til að leita orðin uppi og grennslast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.