Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 34

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 34
22 Orð og tunga máli. Við getum t.d. virt fyrir okkur lýsingu orðsins fótur. Þar eru merkingarliðirnir fimm talsins en eiginleg merkingarafbrigði raunar aðeins fjögur, því að síðasti tölulið- urinn hefur yfirskriftina „ýmsar afleiddar merkingar í föstum samböndum“. I þessum merkingargreinda kafla orðsgreinarinnar (A-lið) eru tilgreind ýmis orðasambönd. Undir fremsta merkingarlið er látið duga að skýra merkinguna með yfirheitinu ganglimur, sem reyndar er ekki að finna sem flettiorð í bókinni, og samheitinu löpp, en að öðru leyti er stiklað á orðasamböndum (upp undir 20 talsins) sem öll fá sína merkingarskýringu. En það reynist að vonum erfitt að fella öll orðasambönd sem upp koma undir merk- ingargreininguna, og því er brugðið á það ráð að víkja verulegum hluta þeirra til hliðar og skipta honum upp (í B-lið) eftir því hvaða forsetning eða atviksorð er í nágrenni við nafnorðið, líkt og gert er við fyrirferðarmiklar sagnir (nema hvað þar er smáorðið í orðasambandinu á eftir flettiorðinu). í heild eru tíunduð u.þ.b. 80 orðasambönd und- ir flettiorðinu fótur. Það rof sem þannig verður í lýsingu orðsins veldur því að sum orðasamböndin eru tilgreind í báðum hlutum greinarinnar: fara áfætur A. klæða sig B. klæða sig rísa á fœtur A. standa upp B. 1) standa upp, 2) hefjast handa, byrja bregða fœti fyrir e-n A. reyna að fella e-n með fætinum B. gera e-m grikk stinga viðfótum A. nema skyndilega staðar, stöðva (sig) B. kippa að sér hendinni með e-ð, hætta við e-ð Endurtekningarnar eru sem sé ekki bundnar við tvö eða fleiri flettiorð. Það bólar einnig á þeim innan einnar og sömu orðsgreinar, að hluta til þannig að merkingarafbrigði greinast að, hvort sem það er viljandi eða óviljandi gert. Enn fáum við staðfestingu á því að orðasamböndin fá að leika lausum hala í orðabókartextanum, sé ekki sérstaklega að því gætt að setja þeim skorður og taka afstöðu til þess hvaða stöðu þau eigi að hafa gagnvart öðrum einingum textans og þá sérstaklega merkingarskýringunum. Og okkur þarf í rauninni ekki að blöskra þótt veigamikil orð eins og orðiðfótur dragi að sér niörg orðasambönd, talan 80 er þar ekkert hámark þó að okkur geti þótt nóg um þann fjölda í ÍO. Ég get nefnt að í heildarskrá um orðasambönd úr dæmum í ritmálssafni Orðabókar Háskólans, sem nú er verið að vinna að, er þegar að finna u.þ.b. 500 orðasambönd með orðinufótur, og eru þó hvergi nærri öll kurl komin til grafar. Öll geta þau haft sitt gildi, þótt varla komi til greina að tilgreina nema lítinn hluta þeirra í lýsingu orðsins fótur í eiginlegum orðabókartexta, hversu efnismikil sem slík orðabók kynni að vera.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.