Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 15

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 15
Mörður Ámason: Endurútgáfa íslenskrar orðabókar: Stefna - staða - horfur 3 orðaforða eru til, og fleiri á leiðinni, og á sviði handbóka um málfar og málfræði er orðin mikil breyting síðan fyrir hálfum fjórða áratug, þótt enn megi herða róðurinn. Með tölvuvæðingu og útgáfustarfi Orðabókar Háskólans og íslenskrar málstöðvar er verið að brúa bilið milli áhugamanna og sérfræðinga í orðfræði og íslensku. Og útgáfa fornra texta og nýrra fyrir skóla og almenning er öll önnur, með nútímastafsetningu, skýring- um og leiðbeiningum. Að ógleymdum framförum á sviði fornmálsins, og margvíslegu stórvirki við gerð tvímála orðabóka. Þetta eru auðvitað ekki ný tíðindi og því aðeins dregin hér fram að þau skapa aðrar aðstæður við endurskoðun ÍO en uppi voru um 1960, og líka aðrar aðstæður en við 2. útgáfu 1983, en það verk fólst í raun fyrst og fremst í endurbótum á fyrstu útgáfunni með miklum viðbótum í flettiorðaforða, frá 65 þúsund orðum í 85 þúsund samkvæmt formála, án teljandi breytinga á ritstjórnarstefnu eða uppbyggingu. Breytt staða Og nú stöndum við í sömu skrefum og Árni Böðvarsson og félagar þegar ákvörðun er tekin um að hefjast handa við íslenska orðabók handa skólum og almenningi árið 1957. Margt hefur brey st — en nú sem fyrr hlýtur slík almenn íslensk orðabók að gegna því hlutverki að draga á handhægan hátt saman fróðleik úr sérhæfðum orðabókum, orðasöfnum, handbókum og fræðigögnum og vera sem almennast hjálpargagn fyrir sem allra flesta þátttakendur í íslensku málsamfélagi, vera „til gagns flestum þeim, sem þurfa skýringa á íslenzkum orðum í almennu lesefni, gömlu eða nýju“ einsog það er orðað í formála fyrstu útgáfu (bls. V). Við endurskoðaða útgáfu er hinsvegar einboðið að taka tillit til þeirra bóka og rita sem bæst hafa í safnið frá upphafstímum bókarinnar. Þar sem hin almenna orðabók þarf ekki lengur ein saman að sinna öllum þeim hlutverkum sem henni voru falin um 1960 er hægt að takmarka verksvið hennar og láta hana gera betur það sem hún á helst að gera. Smálegt dæmi en einfalt: Við 2. útgáfu ÍO ákvað ritnefndin meðal annars að bæta við orðaforðann safni af íslenskum mannanöfnum, alls sennilega um 5-700 nöfnum, óháð því hvernig þau tengdust almennum orðaforða. Þessum nöfnum fylgir beygingarlýsing, það er að segja eignarfallsending, af því eingöngu eru gefin kenniföll nafnorða. Að auki er skýrð „merking" nafnanna, hvort sem þau eru af íslensk-germönskum ættum, latnesk- grískum eða hebreskum, sem leiddi til þess að þessu nafnasafni fylgja orðsifjaskýringar, ólíkt öllum öðrum orðaforða í bókinni. Síðan eru hinsvegar komnar út bæði Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals með orðsifjum allflestra þessara nafna og sérstakt rit um íslenskan nafnaforða, Nöfn íslendinga (1991). Bráðabirgðaálit mitter að þarmeð sé óþarft að hafa mannanöfn sem sérstakar flettur í almennri íslenskri orðabók. Þau á að nefna þegar þau tengjast almenna orðaforðanum, til dæmis þegar sérnafn verður til úr samnafni: Björn, Birna, Jökull, Úlfur, eða þegar þau eru uppistaða í orðatiltæki: vonum að Eiríkur hressist, Jón og séra Jón. Síðan kemur til greina að hafa að minnsta kosti hin algengustu þeirra í sérstökum lista með vönduðum beygingarupplýsingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.