Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 76

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 76
64 Orð og tunga Japan er það hvítur litur sem er tákn sorgar. I Rússlandi er björk táknmynd rússneskrar náttúru, meira að segja ættlandsins, í öðrum löndum er hún bara tré og ekkert annað. I rússneskum bókmenntum fyrri aldar var pelargónía (mánabrúður) í gluggakistu tákn broddborgaralífsins. Ólík dýr eru líka tákn ólíkra eiginleika í ólíkum málsamfélögum. I Noregi er naut tákn heimsku (han er en premiestut), í Rússlandi er það tákn afls. Hjá ýmsum þjóðum Afríku er héri tákn visku, hjá okkur og á Norðurlöndum er hann tákn hugleysis, ragmennsku, heigulskapar, sbr. norsku reddhare. Þessi flokkun í mismunandi hluti, mismunandi hlutverk hluta og mismunandi tákn- rænt gildi er sjálfsagt of einföld. Oft eru þessi hugtök tengd saman. Maí er vormánuður í Evrópu og á öðrum stöðum á norðurhveli, og hann er okkur öllum tákn vaknandi náttúru. En á suðurhveli er hann haustmánuður og þeir sem þar búa hafa gjörólíkar tilfinningar í hans garð. Allt þetta er sagt einungis sem röksemd þess að í allmörgum tilfellum er ekki nóg að koma aðeins með jafnheiti (þýðingar). Jafnheiti verða að vera með skýringum, annars fær notandi orðabókar ekki þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til þess að hann skilji texta og noti orðið rétt. Svona ‘menningarorð’ eru þó ekki erfiðasta vandamálið við gerð tvímála orðabókar. I hverju máli eru mörg orð og orðasambönd sem ekkert jafnheiti er um í öðru máli. Þessi skortur jafnheita er tvenns konar: í fyrsta lagi er veröldin svo margbreytileg að hana má flokka á ýmsa vegu. Þess vegna fá sum hugtök nöfn í einu tungumáli og ekki í öðru enda þótt fyrirbrigðið sé að finna í báðum málsamfélögum. Rússnesku vantar t.d. orð um það sem á íslensku heitir álegg, á norsku pálegg o.s.frv. En í rússnesku er til orðið rapHHp (reyndar tökuorð úr frönsku) sem nær yfir allt sem framreitt er með kjöt- eða fiskrétti — kartöflur, grænmeti, makkarónur o.s.frv. Austurslafnesk mál vantar orð um hugtakið ‘systkin’. Tungumálið hausa í Vestur-Afríku hefur orðið gungama ‘sterkur og hugrakkur maður’, en við, bæði Islendingar og Rússar, eigum ekki slíkt orð þrátt fyrir það að slíka menn sé að finna hjá okkur. í þessu sama afríkumáli er enn fremur til orðið mado sem merkir 'nauðgun meyjar’ sem við eigum ekki jafnheiti yfir þó að fyrirbærið sé því miður þekkt í löndum okkar. Svona dæmi er hægt að tína til endalaust. Annar flokkur orða, sem vantar jafnheiti, er sá sem ekki á sér samsvörun eða hliðstæðu í menningu annarrar þjóðar. Slík orð eru einmitt oft þýdd eða réttara sagt útskýrð á ófullnægjandi hátt, jafnvel í mjög góðum orðabókum. í rökfræði höfum við meginreglur um það hvernig á að skilgreina hugtök. En í orðabókargerð er oft mikil vægt að taka með þær hliðar hugtaksins sem ekki eru mikilvægar frá sjónarmiði rökfræði, t.d. lögun, stærð o.s.frv. Hér geta myndir meðal annars hjálpað mikið. Mynd af norsku stafbúri (stabbur) getur sagt meira en löng skýring (sem reyndar er líka nauðsynleg). Mér er ánægja að nefna að Sigfús Blöndal, höfundur orðabókarinnar góðu, var með hinum fyrstu sem notuðu myndir í tvímála orðabók. Við skulum taka eitt dæmi sem er íslenska orðasambandið að draga sundur. í Islensk-rússneskri orðabók okkar Arna heitins Böðvarssonar (1962) hljómar rússneska skýringin svo í íslenskri þýðingu: ‘að flokka sauði eftir eyrnamarki’. Rússneskir not- endur skilja ekki hvers vegna á að flokka sauði eftir því hvert eymamarkið er svo að skýringin er þeim lítt skiljanleg. Hægt er að efast um að viðbótarupplýsingar af þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.