Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 14

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 14
2 Orð og tunga maður er þar að auki með íslensk-enska fornmálsorðabók Guðbrands Vigfússonar og Cleasbys með ýmsum nýíslenskum viðbótum, án dæma, úr máli íslendinganna sem bjuggu hana til um miðja 19. öld. Hann er svo auðvitað með hina norsku fornmálsorða- bók Fritzners og ef til vill ýmis önnur sérhæfð norræn orðasöfn, Lexicon poeticum til dæmis, og svo fékk hann í arf eftir langafa sinn velkt eintak af Birni Halldórssyni. Hann á þokkalegar íslensk-danskar orðabækur þeirra Ágústs Sigurðssonar og Jakobs Smára, og nokkrar aðrar misgóðar íslensk-erlendar bækur, þó enga íslensk-enska nema Cleasby og Geir Zoéga. Af erlend-íslenskum orðabókum notar hann sér að gagni einkum Danska orðabók Freysteins Gunnarssonar þegar hann er við skriftir, og flettir þar oft upp íslenskum samheitum, því þau er snúið að nálgast annarstaðar. Þegar ufsilon og setur vefjast fyrir honum grípur hann til stafsetningarorðabókar Halldórs Halldórssonar. Nokkur nýyrðasöfn eru líka í bókahillunni en þau fræði eru á frumstigi og afar misjafnt hvaða yfirlit fæst um hverja fræðigrein, hvað þá um nýyrði á vörum manna úr daglegu lífi. Hafi okkar maður svo sérstakan áhuga á tilteknu orði eða orðasambandi, aldri þess, merkingu, setningarstöðu eða útbreiðslu, þá getur hann bankað uppá hjá Jakobi, Ásgeiri og Jóni Aðalsteini á Orðabók Háskólans og leitað í seðlasöfnunum sem þá er búið að byggja upp í hálfan annan áratug. Það er rétt að muna það líka að sé hinn endurgerði áhugamaður okkar frá um 1960 kennari — eða nemandi — í íslensku við framhaldsskóla eru við kennsluna notaðir textar, fornir og nýir, í misjöfnum útgáfum, flestir án nokkurra orðskýringa svo heitið geti eða henta því skólastigi. Skólaútgáfur fornrita eru ekki til, hvað þá nútímabókmennta, og orðin kennsluleiðbeiningar og ítarefni höfðu þá enn ekki verið smíðuð. I þetta bókasafn bætist ÍO á því herrans ári 1963, og þessi bókahillurannsókn skýrir að nokkru þann vanda sem við frumherjunum blasti þegar þeir þurftu að skilgreina hið almenna eðli íslensk-íslensku bókarinnar — sem frá upphafi var ætlað að verða Orðabókin með stórum staf og greini fyrir skólaæskuna og allan almenning. í ÍO átti að draga saman efni úr fyrri bókum í handhægu formi sem hentaði sem flestum, en ekki síður að bæta úr ákaflega brýnni þörf fyrir alhliða hjálpargagn með merkingarlýsingum, málfræðiupplýsingum, dæmum um orðnotkun og samheiti, málræktarleiðbeiningum, alfræðiupplýsingum um séríslensk efni, íslenskum nýyrðum á öllum sviðum og svo fram alla vegu. Hvað hefur gerst síðan? Það lýsir líka vanda frumherjanna að stikla á stóru í útgáfusögu orðabóka og hjálpar- gagna um það bil síðustu 35 árin. Nú er til nokkurt úrval af stafsetningar- eða réttritunar- orðabókum við hæfi bæði skólanema og lengra kominna. íslenskt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar kom fyrst út 1968-69, og nú eigum við einnig orðatiltæki Jóns Friðjóns- sonar í Mergi málsins (1993). Nú er til íslensk samheitabók (1985), og Orðastaður Jóns Hilmars Jónssonar frá 1994 um orðtengsl og samsetningar. Við eigum íslenska orðsifja- bók, sem einnigtekurtil nútímamáls (1989),og líkaíslensku alfrœðiorðabókina(1990). Slangurorðabók kom út 1982. Fjölmörg vönduð söfn af íðorðum og öðrum sérstökum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.