Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 36

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 36
24 Orð og tunga Þau efnisatriði í orðabók, sem talin eru til orðasambanda, eru harla ólík innbyrð- is. Föst orðasambönd, eins og orðtök, eru mun sjálfstæðari einingar en orðastæður, sem fyrst og fremst vitna um dæmigerð fylgdarorð einstakra orða. Sá greinarmunur á að koma skýrt fram í orðabókartextanum. Og á sama hátt þarf að skerpa muninn á orðasamböndum og frjálsum notkunardæmum, sem gegna því hlutverki að birta eða staðfesta tiltekin einkenni, og gjarna mörg einkenni í senn, svo sem setningargerð, fallstjórn, merkingu eða stílblæ. Gagnsemi notkunardæma takmarkast ekki við lýsingu stakra orða, þeirra er einnig þörf til stuðnings orðasamböndum í ríkari mæli en tíðkast hefur. Gæta þarf samræmis í framsetningu, bæði að því er varðar búning þeirra orða- sambanda, sem birt eru undir fleiri en einu flettiorði, og þann greinarmun sem gera þarf á föstum og breytilegum liðum innan orðasambanda. Frá sjónarmiði notenda er mikilvægt að hafa sem greiðastan aðgang að orðasamböndum og lýsingu þeirra. Það má að nokkru leyti tryggja með því að tilgreina fleiryrtar flettur, einkum þegar í hlut eiga stirðnuð orðasambönd með merkingareinkennum stakra orða. Notendum kæmi best að geta gengið beint að lýsingu sambanda eins og statt og stöðugt, um síðir, þess vegna, af því að og alls staðar án þess að geta sér til urn undir hvaða flettiorð þeim er skipað og þurfa síðan að athuga hvar þau er að finna í viðkomandi orðsgrein. Reyndar má segja að þetta eigi einnig við um mörg orðtök, þegar þau eiga sér fastan búning. Orðtökin geta þó varla orðið fullkomlega sjálfstæð uppflettiatriði í prentaðri orðabók, raunhæfara er að hugsa sér að þau séu að öðru jöfnu aðeins tilgreind undir einu flettiorði og þá eftir ákveðnum reglum, t.d. undir fremsta eða gildasta nafnorði sé það fyrir hendi, annars undir gildustu sögn (aðalsögn), ef þess er heldur ekki kostur þá undir lýsingar- orði o.s.frv. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt og víða reifað, bæði í almennri umfjöllun um orðtök og lýsingu þeirra og í greinargerðum með einstökum orðabókum (sjá m.a. Svensén 1987:208-211). Til greina kemur að skipa orðtökum í sérstakan bálk innan orðsgreinarinnar svo að þau blandist ekki óheppilega saman við önnur efnisatriði, en það má einnig fara með hvert og eitt orðtak sem sjálfstæðan tölulið í samhengi við merkingargreiningu orðsins. Ef hugsað er til rafrænnar orðabókar er hægara um vik að birtaorðtök sem sjálfstæðareiningar, sem mest óháðar einstökum flettiorðum, og hugsa sér að notendur geti nálgast þau milliliðalaust. Og notendum prentaðrar orðabókar væri jafnvel hagur í því að geta gengið að eins konar orðtakaskrá til viðbótar við flettiorða- skrána með vísunum til þeirra flettiorða þar sem einstök orðtök og lýsingu þeirra er að finna. Að öllu þessu verður að hyggja við þá endurskoðun á ÍO sem nú er fram undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.