Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 65

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 65
Ari Páll Kristinsson: Málræktarhlutverk almennrar íslenskrar orðabókar Mig langar að velta hér upp nokkrum spurningum til hugleiðingar. Getur almenn íslensk orðabók gegnt málræktarhlutverki? Á almenn rslensk orðabók að gegna slíku hlutverki? Á hvaða sviðum málræktar kæmi það helst til greina og að bestum notum? Og hvað er hér átt við með hugtakinu málrækt(arhlutverk)? I Fyrst vík ég örfáum orðum að því síðastnefnda, þ.e. við hvað sé átt með hugtakinu málrækt eða með því að tala um málræktarhlutverk íslenskrar orðabókar. Hugtakið málrækt felur í sér hvort tveggja í senn varðveislu og eflingu málsins og er sá skiln- ingur í samræmi við opinbera íslenska málstefnu sem einmitt lýtur að þessum tveimur grundvallarhugtökum. Þegar rætt er um íslenska orðabók sérstaklega í þessu sambandi skiptir vitaskuld höfuðmáli að átt er við almenna íslenska orðabók eða eins og segir í titli íslenskrar orðabókar (ÍO): íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Þar er notendahópurinn skilgreindur. Orðaforðinn kemur auðvitað fyrst upp í hugann þegar rætt er um orðabók. Með því að festa þau orð, sem tíðkast í íslensku, á orðabók er leitast við að varðveita þennan orðaforða og hann er gerður aðgengilegur notendum til fræðslu og glöggvunar. Hér er því í raun bæði um varðveislu orðaforðans að ræða og jafnframt eflingu málsins í þeim skilningi að við verðum væntanlega betri eða hæfari málnotendur eftir því sem við kunnum betri skil á orðaforða málsins. Sá þáttur, er lýtur að sjálfum orðaforðanum, þ.m.t. orðasamböndum, er eflaust það svið málræktarhlutverks íslenskr- ar orðabókar sem er einna augljósast. En aðrir þættir, svo sem framburður, beyging, setningarlegirþættir, merking, réttritun o.fl., koma einnig við sögu eins og nánar verður vikið að hér á eftir. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.