Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 65
Ari Páll Kristinsson:
Málræktarhlutverk
almennrar íslenskrar orðabókar
Mig langar að velta hér upp nokkrum spurningum til hugleiðingar. Getur almenn íslensk
orðabók gegnt málræktarhlutverki? Á almenn rslensk orðabók að gegna slíku hlutverki?
Á hvaða sviðum málræktar kæmi það helst til greina og að bestum notum? Og hvað er
hér átt við með hugtakinu málrækt(arhlutverk)?
I
Fyrst vík ég örfáum orðum að því síðastnefnda, þ.e. við hvað sé átt með hugtakinu
málrækt eða með því að tala um málræktarhlutverk íslenskrar orðabókar. Hugtakið
málrækt felur í sér hvort tveggja í senn varðveislu og eflingu málsins og er sá skiln-
ingur í samræmi við opinbera íslenska málstefnu sem einmitt lýtur að þessum tveimur
grundvallarhugtökum. Þegar rætt er um íslenska orðabók sérstaklega í þessu sambandi
skiptir vitaskuld höfuðmáli að átt er við almenna íslenska orðabók eða eins og segir í
titli íslenskrar orðabókar (ÍO): íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Þar er
notendahópurinn skilgreindur. Orðaforðinn kemur auðvitað fyrst upp í hugann þegar
rætt er um orðabók. Með því að festa þau orð, sem tíðkast í íslensku, á orðabók er leitast
við að varðveita þennan orðaforða og hann er gerður aðgengilegur notendum til fræðslu
og glöggvunar. Hér er því í raun bæði um varðveislu orðaforðans að ræða og jafnframt
eflingu málsins í þeim skilningi að við verðum væntanlega betri eða hæfari málnotendur
eftir því sem við kunnum betri skil á orðaforða málsins. Sá þáttur, er lýtur að sjálfum
orðaforðanum, þ.m.t. orðasamböndum, er eflaust það svið málræktarhlutverks íslenskr-
ar orðabókar sem er einna augljósast. En aðrir þættir, svo sem framburður, beyging,
setningarlegirþættir, merking, réttritun o.fl., koma einnig við sögu eins og nánar verður
vikið að hér á eftir.
53