Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 42

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 42
30 Orð og tunga um flettiorðin fram á skipulegan hátt. Vissulega má segja að orðflokkurinn sé langmik- ilvægastur setningafræðilegra upplýsinga, og hans er vitaskuld getið; en fleira kernur til, einkum í sögnum, eins og Jón Hilmar Jónsson benti á í ritdómi sínum (1985:204): Helstu einkenni sem koma til álita við lýsingu og liðgreiningu íslenskra sagnorða auk merkingarþáttarins eru áhrifsgildi (hvort sögnin kemur fram sem áhrifssögn eða er áhrifslaus), fallstjórn (þar sem um áhrifssögn er að ræða), aðgreining germyndar og miðmyndar, sérstaða Iýsingarhátta (nútíðar og þátíðar), ópersónuleg notkun og staða sagnarinnar með fylgiorði eða fylgilið (þ.e. notkun hennar með nátengdu atviksorði eða forsetningu). Nokkru síðar í ritdómnum segir Jón Hilmar (1985:205): „í OM [þ.e. ÍO] er litið framhjááhrifsgildiogfallstjórnvið lýsingu sagnorða [...]. í OMeru þessirþættirlátnir birtast í þeim notkunardæmum sem fylgja skýringarorðunum [... ].“ Vissulega er oft hægt að sjá af notkunardæmum hvort tiltekin sögn tekur tvö, eitt eða ekkert andlag, og hvort hún stjórnar þolfalli, þágufalli eða eignarfalli, en slíkar upplýsingar eru ekki settar fram á skipulegan hátt, og stundum vantar þær með öllu eða eru of óljósar til að koma notendum að nægu gagni. Tökum dæmi af nokkrum tveggja andlaga sögnum; fyrst sögnum sem taka þágufall og þolfall, í þessari röð: (9) a. gefa; hún gafmér bókina b. lána; lána e-m e-ð, lána út; e-ð er lánað e-m c. leigja; leigja e-m e-ð d. færa; færa e-m e-ð, fœrafóm, fœra kvœði e. fá; fá e-m e-ð f. afhenda; ‘láta af hendi; fá e-m e-ð í hendur’ g. rétta; hann rétti mér bókina; rétta e-ð að e-m h. senda; senda e-n til e-s, senda eftir e-m; senda e-n á e-n Hér skortir talsvert á nægilegar upplýsingar. Um flestar sagnanna eru aðeins sýnd notkunardæmi þar sem þær taka bæði þágufall og þolfall, en þó er oft hægt að sleppa þágufallsandlaginu með sumum þeirra, t.d. gefa, lána og leigja, án þess að það komi fram í dæmunum. Það er m.ö.o. enginn munur gerður á þessum sögnum og fá og fœra, sem hvorugu andlaginu geta sleppt, nema merking breytist. Sagnirnar rétta og senda eru hliðstæðar að því leyti að þær verða að taka þrjá rökliði, en í stað þágufallsandlagsins er hægt að setja forsetningarlið. senda er hins vegar alls ekki gefin sem tveggja andlaga sögn, þ.e. sambandið senda e-m e-ð. Um afhenda er ekkert notkunardæmi. Sagnirnar rœna, stela og svipta eru nokkuð svipaðrar merkingar; allar merkja þær að taka e-ð frá e-m. Því mætti búast við að þær gengju inn í sömu sambönd, en því fer fjarri; þær haga sér hver með sínu móti. svipta verður að taka tvö andlög (þegar hún vísar til persónu; ath. hins vegar svipta sœnginni afrúminu), og þannig er hún líka sýnd; svipta e-n e-u. rœna er aðeins sýnd með tveimur andlögum; rœna e-n e-u. Hún er þó væntanlega miklu oftar aðeins með einu andlagi, þ.e. rœna e-u, og oft reyndar með forsetningarlið með frá e-m líka. Þetta má bera saman við sögnina stela, sem er sýnd sem stela e-u, stela frá e-m, stela e-n e-u. Síðasta dæmið er gefið athugasemdalaust,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.