Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 29

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 29
Jón Hilmar Jónsson: Glíman við orðasamböndin Inngangur Almennar orðabækur bera það ekki með sér, a.m.k. ekki við fyrstu sýn, að orðin séu ýkja háð samhengi við önnur orð í ræðu og riti, miklu fremur virðist lögð áhersla á að þau séu hvert um sig sjálfstæð og óháð eining sem gera má skil hverri út af fyrir sig. Vægi flettiorðanna sem slíkra, þéttleiki þeirra og stafrófsröðunin ýtir líka undir þennan skilning, lýsing hvers orðs myndar afmarkaða og sjálfstæða orðsgrein, og eðlileg krafa um samræmi stuðlar að því að orðsgreinarnar fá næsta áþekkt svipmót, hvaða orð sem á í hlut. Og því er ekki að neita að drjúgum hluta flettiorðanna virðist mega lýsa og er lýst án þess að setningarlegt samhengi komi við sögu. Oft nægir t.d. að segja deili á merkingu orðins eða skilgreina það hugtak sem að baki býr. En orðabækur leyna á sér, eins og við vitum, og þegar betur er að gáð kemur í ljós að víða er setningarlegt samhengi orðanna áberandi þáttur í þeirri efnisheild sem orðsgreinin myndar. Raunar gætir áhrifa samhengisins víðar en þar sem það blasir beinlínis við, oft eiga merkingarbrigðin sér t.d. samsvörun og undirrót í mismunandi setningarumhverfi þótt það sé ekki rakið í orðlýsingunni. Þegar orðabókarlýsing er reist á beinum notkunardæmum, hvort sem þau eru sótt í hefðbundin seðlasöfn eða einhvers konar dæmasarp úr tölvutækum textum, svo sem orðstöðulykla, verða áhrif samhengisins ákaflega áþreifanleg og áleitin, og það getur verið einn meginvandi orðabókarhöfundar að gæta hófs og stillingar í meðferð og túlkun dæmanna, tilgreina orðasambönd og notkunardæmi á viðeigandi hátt í textanum og nýta heimildardæmin til leiðsagnar um merkingaraðgreiningu. Staða orðasambanda í orðabókartextanum Það sem ræður mestu um að orðasambönd eru ekki fjarska áberandi í heildarmynd almennra orðabóka er sú meginregla, sem almennt tíðkast og er m.a. viðhöfð í íslenskri orðabók (hér eftir ÍO), að flettur skuli annaðhvort vera einyrði, sem ég leyfi mér að kalla svo, þ.e.a.s. heil stök orð, eða orðhlutar, þ.e. forliðir eða bakliðir sem gegna skýru merkingar- eða orðmyndunarhlutverki. Orðasambönd eru hins vegar ekki flettu- gerð (sem fleiryrði), hversu föst og órjúfanleg sem þau eru, heldur ævinlega tilgreind 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.