Orð og tunga - 01.06.1998, Side 29

Orð og tunga - 01.06.1998, Side 29
Jón Hilmar Jónsson: Glíman við orðasamböndin Inngangur Almennar orðabækur bera það ekki með sér, a.m.k. ekki við fyrstu sýn, að orðin séu ýkja háð samhengi við önnur orð í ræðu og riti, miklu fremur virðist lögð áhersla á að þau séu hvert um sig sjálfstæð og óháð eining sem gera má skil hverri út af fyrir sig. Vægi flettiorðanna sem slíkra, þéttleiki þeirra og stafrófsröðunin ýtir líka undir þennan skilning, lýsing hvers orðs myndar afmarkaða og sjálfstæða orðsgrein, og eðlileg krafa um samræmi stuðlar að því að orðsgreinarnar fá næsta áþekkt svipmót, hvaða orð sem á í hlut. Og því er ekki að neita að drjúgum hluta flettiorðanna virðist mega lýsa og er lýst án þess að setningarlegt samhengi komi við sögu. Oft nægir t.d. að segja deili á merkingu orðins eða skilgreina það hugtak sem að baki býr. En orðabækur leyna á sér, eins og við vitum, og þegar betur er að gáð kemur í ljós að víða er setningarlegt samhengi orðanna áberandi þáttur í þeirri efnisheild sem orðsgreinin myndar. Raunar gætir áhrifa samhengisins víðar en þar sem það blasir beinlínis við, oft eiga merkingarbrigðin sér t.d. samsvörun og undirrót í mismunandi setningarumhverfi þótt það sé ekki rakið í orðlýsingunni. Þegar orðabókarlýsing er reist á beinum notkunardæmum, hvort sem þau eru sótt í hefðbundin seðlasöfn eða einhvers konar dæmasarp úr tölvutækum textum, svo sem orðstöðulykla, verða áhrif samhengisins ákaflega áþreifanleg og áleitin, og það getur verið einn meginvandi orðabókarhöfundar að gæta hófs og stillingar í meðferð og túlkun dæmanna, tilgreina orðasambönd og notkunardæmi á viðeigandi hátt í textanum og nýta heimildardæmin til leiðsagnar um merkingaraðgreiningu. Staða orðasambanda í orðabókartextanum Það sem ræður mestu um að orðasambönd eru ekki fjarska áberandi í heildarmynd almennra orðabóka er sú meginregla, sem almennt tíðkast og er m.a. viðhöfð í íslenskri orðabók (hér eftir ÍO), að flettur skuli annaðhvort vera einyrði, sem ég leyfi mér að kalla svo, þ.e.a.s. heil stök orð, eða orðhlutar, þ.e. forliðir eða bakliðir sem gegna skýru merkingar- eða orðmyndunarhlutverki. Orðasambönd eru hins vegar ekki flettu- gerð (sem fleiryrði), hversu föst og órjúfanleg sem þau eru, heldur ævinlega tilgreind 17

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.