Orð og tunga - 01.06.1998, Side 58

Orð og tunga - 01.06.1998, Side 58
46 Orð og tunga málið er ýmist miðað við notendahóp eða efnissvið, þ.e. hverjir nota tiltekinn orðaforða (hópmál) eða hvaða efnissviði tiltekinn orðaforði tilheyrir (fagmál) (1987:36). I þessari umfjöllun um almenna íslenska orðabók er fagorðaforðinn því sá fletti- orðaforði bókarinnar sem telst til fagmáls samkvæmt ofangreindum skilgreiningum. Samanburður á orðabókum Nýjustu orðabækur eru oft eins konar blanda orðabókar úr almennu máli og alfræði- orðabókar. I Norðu eru þess konar bækur nefndar alrœnar orðabœkur (allordböcker). I Handbok í lexikografi segir um muninn á almennri orðabók og alfræðiorðabók, í lauslegri þýðingu: Munurinn á almennri orðabók og alfræðiorðabók felst í hvaða upplýsingar þær veita. Þessu má lýsa á einfaldan hátt með því að segja að alfræðiorða- bókin veiti upplýsingar um heiminn en almenna orðabókin veiti upplýs- ingar um sérstakar einingar í tjáskiptatækinu (málinu) sem menn nota til að miðla hver öðrum þekkingu á heiminum. ... Önnur (og kannski um of einfölduð) aðgreining er að orðabókin veitir svar við spurningunni „Hvað merkir (orðið) X?“, en alfræðiorðabókin svarar aftur á móti spurningunni: „Hvað er (fyrirbærið) X? “ (Svensén 1987:3). I alrænum bókum fá menn bæði að vita hvað uppflettiorðið merkir og skýringu á fyrirbærinu. Alrænar bækur eru líka stærri og viðameiri en bækur úr almennu máli. Fagorðaforðinn er meiri og skýringarnar ítarlegri. Þetta sést betur við samanburðinn á orðabókunum hér á eftir. Ég valdi af handahófi orðið bróm til að nota við samanburðinn á afgreiðslu flettiorðanna. Nudansk ordbog NDO er helsta danska einmála orðabókin úr almennu máli. Hún er yfir 50 þús. flettiorð eða um helmingi minni en fyrirhuguð íslensk orðabók. Flettiorðaval í NDO miðast við almennt mál; í formálanum er tekið fram að ekki sé fagmál í bókinni. Þar segir, í lauslegri þýðingu: ... fagorð, orð og orðatiltæki, sem aðeins eru þekkt og notuð af fagmönn- um í tilteknu fagi, eru ekki með og þeirra verður að leita í sérstökum fagorðabókum (1984:7). Orðið bróm er flettiorð í NDO og þar er merkingarskýringin einfaldlega: „heiti á frumefni“. Þarna fær lesandinn aðeins að vita hvað orðið merkir. Með tilliti til þess sem segir í formálanum lítur ritstjórnin svo á að orðið bróm tilheyri almennum orðaforða og að danskur almenningur geti látið sér detta í hug að fletta orðinu upp til að vita hvað það merkir en ef menn vilja fá frekari upplýsingar, og vita hvað bróm er, verða þeir að leita annað; þeim er bent á fagorðabækur. Merkingarskýringin er einnig í samræmi við lýsingu Svenséns á almennri orðabók.

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.