Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 58

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 58
46 Orð og tunga málið er ýmist miðað við notendahóp eða efnissvið, þ.e. hverjir nota tiltekinn orðaforða (hópmál) eða hvaða efnissviði tiltekinn orðaforði tilheyrir (fagmál) (1987:36). I þessari umfjöllun um almenna íslenska orðabók er fagorðaforðinn því sá fletti- orðaforði bókarinnar sem telst til fagmáls samkvæmt ofangreindum skilgreiningum. Samanburður á orðabókum Nýjustu orðabækur eru oft eins konar blanda orðabókar úr almennu máli og alfræði- orðabókar. I Norðu eru þess konar bækur nefndar alrœnar orðabœkur (allordböcker). I Handbok í lexikografi segir um muninn á almennri orðabók og alfræðiorðabók, í lauslegri þýðingu: Munurinn á almennri orðabók og alfræðiorðabók felst í hvaða upplýsingar þær veita. Þessu má lýsa á einfaldan hátt með því að segja að alfræðiorða- bókin veiti upplýsingar um heiminn en almenna orðabókin veiti upplýs- ingar um sérstakar einingar í tjáskiptatækinu (málinu) sem menn nota til að miðla hver öðrum þekkingu á heiminum. ... Önnur (og kannski um of einfölduð) aðgreining er að orðabókin veitir svar við spurningunni „Hvað merkir (orðið) X?“, en alfræðiorðabókin svarar aftur á móti spurningunni: „Hvað er (fyrirbærið) X? “ (Svensén 1987:3). I alrænum bókum fá menn bæði að vita hvað uppflettiorðið merkir og skýringu á fyrirbærinu. Alrænar bækur eru líka stærri og viðameiri en bækur úr almennu máli. Fagorðaforðinn er meiri og skýringarnar ítarlegri. Þetta sést betur við samanburðinn á orðabókunum hér á eftir. Ég valdi af handahófi orðið bróm til að nota við samanburðinn á afgreiðslu flettiorðanna. Nudansk ordbog NDO er helsta danska einmála orðabókin úr almennu máli. Hún er yfir 50 þús. flettiorð eða um helmingi minni en fyrirhuguð íslensk orðabók. Flettiorðaval í NDO miðast við almennt mál; í formálanum er tekið fram að ekki sé fagmál í bókinni. Þar segir, í lauslegri þýðingu: ... fagorð, orð og orðatiltæki, sem aðeins eru þekkt og notuð af fagmönn- um í tilteknu fagi, eru ekki með og þeirra verður að leita í sérstökum fagorðabókum (1984:7). Orðið bróm er flettiorð í NDO og þar er merkingarskýringin einfaldlega: „heiti á frumefni“. Þarna fær lesandinn aðeins að vita hvað orðið merkir. Með tilliti til þess sem segir í formálanum lítur ritstjórnin svo á að orðið bróm tilheyri almennum orðaforða og að danskur almenningur geti látið sér detta í hug að fletta orðinu upp til að vita hvað það merkir en ef menn vilja fá frekari upplýsingar, og vita hvað bróm er, verða þeir að leita annað; þeim er bent á fagorðabækur. Merkingarskýringin er einnig í samræmi við lýsingu Svenséns á almennri orðabók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.