Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 41

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 41
Eiríkur Rögnvaldsson: Málfræði í íslenskri orðabók: Hvernig og til hvers? 29 (6) a. heimil|1, heil|l, sæl|l, væn|n, há|r, trú|r; stól|l, gúl|l, hól|l b. þögull, háll, fúll, beinn, mjór, nýr; bíll, fónn, kjóll c. stór|, vitur|; dýr, bitur Ég tel einboðið að sleppa beygingarlýsingu við þau orð sem fylgja föstum reglum. Þannig væri gefið krani k, kompa kv, borð h, lunga h, o.s.frv. Það er ekki heldur ástæða til að sýna hljóðavíxl þar sem þau eru alveg regluleg. Þannig finnst mér óþarft að hafa alda, öldu, öldur kv, land, lönd, lönd H o.s.frv.; öll veik kvenkynsorð og sterk hvorugkynsorð með a í stofni hafa þessi víxl, og því væri nóg að tilfæra nf.et. Aftur á móti væri eðlilegt að hafa upplýsingar um hljóðavíxl í orðum eins og fjörður og köttur. Oft væri full þörf á að tilfæra fleiri beygingarmyndir sagna en gert er í 10. Lítum á dæmi: (7) a. finna, fann, fundum, fundið s; sofa, svaf, sváfum, sofið s b. spá, -ði s; þrá, -ði s; gá (3. p et nt gáir), -ði s; ná (fh nt næ), -ði s Viðtengingarháttur þátíðar af sterkum sögnum reynist mörgum þungur í skauti, og því væri æskilegt að myndir eins og fyndi og svœfi væru gefnar. Sama gildir reyndar um sumar veikar sagnir, eins og þær sem taldar eru í (7b). Þar að auki er ósamræmi í því hvaða persóna gefin er, þegar ástæða þykir til að sýna einnig nútíðarmynd; af gá er sýnd 3. p., en af ná 1. p. Stór hluti sterkra karlkynsorða endar á -s í ef.et. og -ar í nf.ft. Til greina kæmi að sleppa því að láta þessara fallendinga getið, en nefna aðeins endingar þeirra orða sem víkja frá þessari meginreglu. Þannig gæti staðið hestur k, en staður, -ar, -ir k. Það er líka nauðsynlegt að sýna hvar endingamar koma; hvað þarf að klippa aftan af uppflettimyndinni. Þannig er að mínu mati ekki nóg að hafa hamar, -ars, -rar, heldur verður að vera ham\ar, -ars, -rar. I (8) má sjá dæmi um þær beygingarlegu upplýsingar sem ég tel að fylgja þyrftu nokkrum nafnorðum: (8) a. peli k; hola kv; nýra h; ráð h; kvæði h; alda kv; land h b. fjörður, þgf firði, ef fjarðar, nf ft firðir, þgf fjörðum c. hestur k; gestur, nf ft -ir k; staður, ef -ir, nf ft -ir k d. ham|ar, -ars, -rar k; skip|un, -unar, -anir kv 10 þjónar auðvitað fyrst og fremst íslendingum, og við það hljóta beygingarlegar upp- lýsingar þar að miðast. Það er með öðrum orðum eðlilegt að gera ráð fyrir að notendur kunni meginreglur íslensks beygingarkerfis, og hægt sé að vísa í þær athugasemdalaust. A hinn bóginn er vitaskuld hægt að hugsa sér að koma líka nokkuð til móts við aðra notendur með því að sýna beygingarmynstur í bókinni. Þá er hægt að vísa í þau — jafnvel er hægt að hugsa sér einhvers konar beygingarlegar upplýsingar á hverri opnu, svipað og framburðarupplýsingarnar í Ensk-íslenskri orðabók (Sören Sörenson 1984). 3 Setningafræðilegar upplýsingar Lítum þá á setningafræðilegar upplýsingar í íslenskri orðabók. Reyndar er þetta oftast- nær veiki hlekkurinn í orðabókum; fáar orðabækur setja setningafræðilegar upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.