Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 77

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 77
Valerij P. Berkov: Tvímála orðabækur í veröld nútímans 65 tagi eigi heima í tvímála orðabók. En slíkar efasemdir eiga ekki við rök að styðjast. Góð tvímála orðabók á jafnframt að vera menningarorðabók því að mörg orð verða aðeins skiljanleg þegar notandinn fær að vita hvað í þeim felst. Allar menningarlegar upplýsingar þurfa auðvitað mikið pláss í orðabókum. Segja má að orðabækur eigi ekki að vera stærri en t.d. orðabók Sigfúsar Blöndals. Ég þori að halda því fram að tvímála orðabækur nútímans séu ekki eins þrungnar af upplýsingum og þær ættu að vera, að víða megi spara mikið pláss til þess að bæta við meiri fróð- leik. I Rússnesk-norskri orðabók minni og síðar í Rússnesk-íslenskri orðabók Helga Haraldssonar er brugðið á ýmis ráð til að spara sem mest pláss. Lýsing á málvenju (no. usus) er höfundum tvímála orðabóka mikið vandamál. Orðið málvenja ber að skilja sem ‘hvemig menn nota orð’. Við skulum taka nokkur dæmi. í orðabókum er íslenska persónufornafnið þú þýtt á rússnesku með tm, á þýsku með du, á frönsku með toi o.s.frv. En í þessum málum er málvenjan frábmgðin íslensku og norsku, t.d. þéra ég alla starfsbræður mína í Norðurlandamáladeildinni í St. Pétursborg en þúa alla starfsbræður mína í Ósló. í Noregi er lengdarmálið mil oft notað og merkir ‘10 kílómetrar’. Hægt er að segja: Jeg bor halvannen mil fra universitetet eða Han ble nr. 3 pafemmila (um 50 kflómetra skíðakeppni). Upplýsingar af þessu tagi em teknar með í Rússnesk-norska orðabók. I Islensk-rússneskri orðabók er skýrt frá því hvað nafnorðin þorri, einmánuður og fleiri slík þýða, en þar stendur ekki neitt um hvenær þau eru notuð í nútímaíslensku. Að mínu mati á tvímála orðabók að vera aðalkennslubók í erlendu máli. Þar af leiðir að minnsta kosti þrennt: í fyrsta lagi á góð tvímála orðabók að vera sjálfstætt þýðingartæki, þ.e.a.s. hún á að innihalda allt sem þörf er á til að notandi geti þýtt texta annaðhvort úr erlendu máli eða á erlent mál, m.a. tvenns konar málfræði: fyrir afkóðun viðfangsmáls og fyrir kóðun á markmál. í öðru lagi er maðurinn ekkert vélrænt þýðingartæki sem á vélrænan hátt framkvæm- ir sömu aðgerðir í hvert sinn sem leitað er að tilteknu orði í orðabók. Orðabókamotandi leggur upplýsingarnar á minnið (auðvitað ekki alltaf strax) og getur seinna notað þær, m.a. þegar hann er að tala erlent mál. Orðabókin á að veita notendum upplýsingar sem duga þegar á reynir. Ef hún segir erlendum notanda að rússneska orðið ptiýKHH þýði ‘rauður’ er það ekki nóg af því að orðið er aðallega notað um háralit. Annars getur notandinn þýtt t.d. rauðurfáni sem phrnee 3HaMH í staðinn fyrir þýða það á viðeigandi hátt með KpacHoe 3HaMH. f þriðjalagi á tvímála orðabók að hafa kennslufræðilegthlutverk, með öðrum orðum hún á að hjálpa notandanum við að læra erlent mál og koma í veg fyrir hugsanlegar villur. í Stórri norsk-rússneskri orðabók eru t.d. öll töluorð skrifuð með tölustöfum og með bókstöfum í hornklofum, öll sagnorð eru gefin í pörum (ólokið horf/lokið horf) o.s.frv. Norska orðið intermezzo hefur tvær merkingar: ‘millispil, milliþáttur’ og ‘óþægilegtatvik’, en hið rússneska jafnheiti þess HHTepMetmo er einungis tónlistarorð. í Rússnesk-norskri orðabók stendur: (mus.; NB ikke fig.). Við lifum nú á tölvuöld. Tölvan hefur haft gífurleg áhrif á orðabókargerð og hún hefur valdið byltingu í starfsemi orðabókarhöfunda. Þetta vita allir svo að óþarft er að fjölyrða um það. En engu að síður er hér nokkur hætta á ferðum. Margt af því sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.