Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 17

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 17
Mörður Ámason: Endurútgáfa íslenskrar orðabókar. Stefna - staða - horfur 5 að hafa í huga að sjónarhóll orðabókarmanns kann að vera nokkuð annar í þessu efni en almenns lesanda. Hefð og markaður Og þá er næst á dagskrá að vekja athygli á því að þrátt fyrir margvíslega vankanta hefur 10 notið feikilegrar lýðhylli. Upplagstölur kann ég ekki nákvæmar en ágiskun okkar Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra er að heildarupplag allra prentana beggja útgáfna gæti verið um 30 þúsund eintök. Síðan Mál og menning eignaðist bókina fyrir fimm árum og prentaði hana upp hafa selst milli 6 og 7 þúsund eintök. Við vitum að hún þykir góð gjafabók, einkum handa ungu fólki við fermingar og skólaútskriftir, en menn kaupa hana ekki síður í sitt eigið bókasafn og það færist í vöxt að hún sé keypt í fyrirtæki, á skrifstofur af öllu tagi. Það kemur ekki á óvart, því hluti af þeim samfélagsbreytingum sem orðið hafa síðan um miðja öldina felst í því að miklu stærri hópur fólks vinnur við rit eða ræðu, stundar atvinnu sem byggist að verulegu leyti á málakunnáttu, þar á meðal móðurmálskunnáttu á öllum sviðum. Við þetta hefur í raun opnast nýr markaður fyrir orðabækur, handbækur og hjálpargögn um íslensku. Þótt við á Laugaveginum lítum stundum á okkur sem einskonar akademíu lifir Mál og menning sínu lífi fyrst og fremst sem fyrirtæki á markaði, og lýðhylli 10 á bókamarkaði er auðvitað helsta forsendan fyrir því að ákveðið var að kaupa hana á sínum tíma. Við höldum að þessar vinsældir 10 sýni að meginstefnan sem fylgt var við gerð hennar og fyrstu útgáfu hafi verið skynsamleg. Bókin hefur að auki skapað ákveðna hefð sem varlegt er að víkja frá í skyndingu. Við ætlum okkurþví ekki grundvallarbreytingar á bókinni. Við trúum því að almenn íslensk orðabók — og nú er ég enn að tala um bók með blaðsíðum og kili — eigi í stórum dráttum að vera einsog 10. Við höfum — hvað sem vanköntunum líður — tröllatrú á gildi þeirrar meginleiðar sem stikuð var í upphafi, trú á markaðsstöðu ÍO og á sterkri ímynd hennar í málsamfélaginu. Við ætlum okkur ekki að endurskoða bókina frá grunni til 3. útgáfu, sem stefnt er að árið 2000 eða 2001, heldur að ná ákveðnum endurskoðunaráföngum við þá útgáfu og stefna strax að henni lokinni að nýrri og endurskoðaðri 4. útgáfu nokkrum árum síðar, og svo framvegis, þannig að orðabókin breytist og batni hægt og rólega, bæði hvað varðar orðaforða, uppbyggingu og framsetningu. Við gerum ráð fyrir að 3. útgáfa verði í svipuðu broti og hinar fyrri, í einu bindi og af nokkurnveginn sömu stærð og 2. útgáfa. Málstefna — samhengið í íslenskri tungu Við höfum líka álitið að happadrýgst sé — að breyttu breytanda — að halda sig í megindráttum við þær ákvarðanir sem frumherjamir tóku um málstefnu bókarinnar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.