Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 37

Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 37
Eiríkur Rögnvaldsson: Málfræði í íslenskri orðabók: Hvernig og til hvers? 1 Inngangur I málvísindum er hugtakið orðasafn (lexicon) notað yfir þann orðaforða sem við kunn- um; orðasafn hugans (sjá t.d. Fromkin & Rodman 1993:98). Venjulega er gert ráð fyrir því að í þessu orðasafni sé varðveitt öll sú þekking sem við þurfum að hafa á einstökum orðum til að geta notað þau í virkum orðaforða okkar. Það þýðir að við hvert orð þarf að geyma upplýsingar um hljóðform þess, beygingarflokk, merkingu, og ýmiss konar setningafræðileg atriði; sem sé allt sem við þurfum að læra sérstaklega um hvert orð. Þeir þættir sem eru fyrirsegjanlegir út frá almennum reglum þurfa hins vegar ekki að fylgja hverju orði í orðasafninu. Þannig þurfum við ekki að læra um hvert einstakt nafnorð að það fái endinguna -um í þgf.ft., því að það er almenn og undantekningarlaus regla í málinu. Við þurfum ekki heldur að læra um hvert einstakt nafnorð hvort það getur staðið sem frumlag, andlag, í forsetningarlið eða annars staðar þar sem nafnorð koma fyrir í setningum. Meginreglan er sú að sérhvert nafnorð getur staðið á öllum þessum stöðum. Frá því eru hins vegar ákveðnar undantekningar, en þær eru svo fáar að miklu eðlilegra er að hugsa sér að það séu þær sem við lærum sérstaklega. Hér er vissulega verið að tala um orðasafn hugans, en ekki prentaðar eða tölvutækar orðabækur. Þrátt fyrir það er ekki fráleitt að halda því fram að þar gildi að ýmsu leyti svipaðar reglur. Til að orðabók komi að fullum notum þarf hún að innihalda nægilegar upplýsingar til að notandanum sé kleift að nota flettiorðin á réttan hátt. Því verður að spyrja: Hvaða þættir þurfa að koma fram í orðabókarflettu; og hvernig á að setja þá fram? I öllum orðabókum er að sjálfsögðu sýnd stafsetning flettiorðanna, og í íslensku dugir hún oftast til að átta sig á framburði. í þeim tilvikum þegar svo er ekki, t.d. í tökuorðum sem hafa tvíritað /, sýnir íslensk orðabók (ÍO) framburðinn sérstaklega. Meginþáttur venjulegra orðabóka er merkingarskýring, og hún er auðvitað fyrirferðar- mest í 10, en liggur utan umræðuefnis míns. Ég ætla að hins vegar að líta á það hvernig 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.