Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 49

Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 49
Kristín Bjarnadóttir: Orðaforði í skýringum 37 6.4 Flettur og merkingarliður Fjórða atriðið á listanum yfir mismunandi aðferðir í glímunni við skýringarorðaforðann hljóðar svo: Orð sem notuð eru í skýringum verða að koma fram sem flettiorð í bókinni í öllum þeim merkingum sem þau hafa í skýringunum. Við fyrstu sýn virðist þessi aðferð vera lík næsta lið hér á undan en þegar betur er að gáð er enn erfiðara að framfylgja þessu. Það er tiltölulega einfalt að bera saman tvo orðalista, flettiorð og skýringarorð. Til þess að framfylgja þeirri stefnu sem hér er boðuð virðist hins vegar vera nauðsynlegt að fara í gegnum hverja skýringu á þann hátt sem sýndur er í viðauka um rakningu á orðum sem notuð eru í skýringum við flettiorðið naflastrengur hér á eftir. Þar eru tvö orð í ágætri skýringu rakin í gegnum ÍO — og ekki einu sinni farið alla leið. Samt sem áður er leiðin í gegnum fletturnar sem felast í þessari skýringu orðin býsna löng þegar á leiðarenda er komið. Víst er þetta hægt en ég er hrædd um að það yrði bæði erfitt og dýrt! Dæmi um það að orð séu notuð í skýringu í merkingu sem ekki kemur fram í flettiorðinu í IO eru orðin frjór ogfrjósamur í skýringunni á sögninni//ýo'vga (sjá dæmi (10) og 2.3.1.4.4-2.3.1.4.4.2 í viðauka): (10) a frjóvga, -aði s gera frjóan, frjósaman. b frjór l 1 frjósamur, með fullþroska æxlunarfrumum; þroskavænlegur, hug- myndaríkur ...4 c frjósamur l frjór, sem gefur góða uppskeru; sem á mörg afkvæmi. í 1 ýsi ngarorðunu m frjór ogfrjósamur felst samkvæmt skýringunum á þeim aðeins að einstaklingurinn sem hefur til að bera þá eiginleika sem þau lýsa sé fær um að frjóvgast, ekki það að frumusamruni hafi orðið, eins og fram kemur í skýringu við nafnorðið frjóvgun: (11) frjóvgun, -ar, -anir kv samruni tveggja kynfrumna, karlfrumu og kvenfrumu, í eina okfrumu.5 Þarna hefur mikil vægur þáttur tapast í merkingunni á sögninni aðfrjóvga þannig að eng- inn nýr einstaklingur verður til. Því er ljóst að endurskoða þarf merkingarskýringarnar í (10). Gífurleg vinna fylgir því að ganga úr skugga um að merking orða í skýringum komist alltaf til skila í flettiorðunum. 4Hér er einn merkingarliður tölusettur í flettunni. Liðimir eru ekki fleiri. 5Orðið okfruma er fletta í bókinni og skýringin er „fmma sem myndast við sammna karlkynfmmu og kvenkynfmmu, fyrsta fruma nýs einstaklings í kynæxlun." Takið eftir mismuni á orðalagi í skýringunum á okfrumu og frjóvgmv, þar em orðin kynfruma, karlfruma, kvenfruma annars vegar en karlkynfruma og kvenkynfruma hins vegar. Orðin kynfruma og kvenfruma em flettur í bókinni en orðin karlfruma, karlkynfruma °g kvenkynfruma em það ekki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.