Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 19

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 19
Mörður Ámason: Endurútgáfa íslenskrar orðabókar. Stefna - staða - horfur 7 „Skipulegar fornfræðaiðkanir og traust þekking á fornmálinu sem þannig fæst eru forsendur fyrir endursköpun samtímamálsins eftir fyrirmyndum í fornmáli“ segir Kjart- an Ottósson í bók sinni um íslenska málræktarsögu (1990:13): „Sjálfsmynd þjóðarinnar, eða það sem sumir kalla viðurkennda hugmyndafræði, hefur einnig úrslitaáahrif.“ Hvað varðar afstöðu okkar til tungunnarer þessi sjálfsmynd í megindráttum sú sama nú og á tímum upphafsmanna málræktar með nútímasniði á 17. öld. Helstu verkþættir við endurskoðun Hér að framan hefur verið kosið að fjalla nokkuð almennt um 10 fremur en að lýsa nákvæmri endurskoðunaráætlun, meðal annars vegna þess að slík áætlun er ennþá ekki til nema í grófum dráttum. Að lokum er þó rétt og skylt að nefna helstu verkþætti sem okkur þykir augljóst að þurfi að hreyfa við fyrir títtnefnda 3. útgáfu: í fyrsta lagi þarf að bæta við nýjum orðum og orðskýringum almenns eðlis, stofnorð- um og samsetningum. Þetta er orðaforði á borð \iðframleiðni,frystitogari, glasabarn, heilsurœktarstöð, kvótakerfi, síþreyta og svo framvegis. f öðru lagi þarf að endurmeta skipulag orðaforðans í bókinni og skipan hans í flettur. Þar koma við sögu tengsl flettiorða, myndir þeirra (eintala — fleirtala til dæmis), vísanir milli þeirra og afstaða til tví- eða fleiryrtra flettna, en ekki síst tillit til samsettra orða, þar sem nú eru óskýr skil á milli sjálfstæðra samsetninga með lexíkalska merkingu af taginu blóðberg, blóðnœtur og tilviljunarsamsetninga sem varla hafa flettugildi, blóðblettur, blóðtaumur, blóðklessa, en ættu sum heima sem samsetningadæmi í flettu stofnorðs. í þriðja lagi þarf að huga að sérmerktum orðaforða bókarinnar og íðorðum. Hér er mikið verk fyrir hendi, en er þegar hafið. Þórdís Úlfarsdóttir samstarfsmaður minn hefur meðal annars fengist við það á árinu að fara gegnum orðaforðann í grasafræði ásamt sérfræðingum, og unnið það afrek að efla lýsingarhæfni bókarinnar á þessu sviði og fækka jafnframt grasafræðiorðunum úr um 3100 í um 1800. í fjórða lagi þarf að fara rækilega yfir þau orð og orðasambönd sem merkt eru með spurningamerki sem „vont mál, orð eða merking sem forðast ber í íslensku“. Einsog áður segir er ætlunin engan veginn að draga úr málræktarhlutverki bókarinnar. Hinsvegar er notkun og merking spurningarmerkisins mjög ómarkviss, einsog ýmsir hafa bent á (m.a. Jón Hilmar í áðurnefndum ritdómi og Asta Svavarsdóttir í fyrirlestri á norrænu orðfræðiþingi (1994)), og sennilega betra að velja sér þá leið að lýsa stílgildi orða og orðasambanda og tengslum þeirra við ákveðið málsnið en að fara þá leið boðs og banns sem merkið um „vont mál“ gefur til kynna. í fimmta lagi þarf að skoða gagnrýnum augum þann orðaforða sem nú er merktur sem „fornt mál“, „skáldamál“, „sjaldgæft mál“ og „staðbundið málfar“, fækka í þessum flokkum og einfalda skýringar. í sjötta lagi kemur endurskoðun, úrfelling og endurnýjun á sviði skammstafana, tákna og sérnafna miðað við tíðni og gildi fyrir notendur á 21. öld. Og í sjöunda lagi er brýn þörf á að endurskoða myndþátt 2. útgáfu. Myndirnar þar eru margar ágætar, en hafa þann höfuðgalla að vísa næstum allar til atvinnuhátta og verklags liðins tíma. Boðskapur þeirra er þannig sá í heildina að hvorki ÍO og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.