Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 35

Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 35
Jón Hihnar Jónsson: Aðgangur og efnisskipan í ísl.-erl. orðabókum 33 innan afmarkaðs liðar (breytiliðar) í mynd fulltrúa fyrir orð sem stað- ið gætu í sama umhverfi. Ópersónulegt frumlag í aukafalli er tilgreint á sama hátt. Þessi regla endurspeglast í eftirfarandi dæmum: ganga af göfiunum <honum, henni> gengur gott eitt til <rigningin> gengur yfir <verkinu> miðar <vel> Að því er varðar innbyrðis röð orðasambanda gildir sú sérregla að breytiliðir (innan oddklofa) standa (sem heild) sem aftasti bókstafur stafrófsins. Ef notendur kunna skil á þessu tvennu er vandalaust að ganga að einstökum samböndum innan skrárinnar. En samræmd framsetning og föst röðunarregla gefur einnig færi á að orðasambönd fái sjálfstæð- ari stöðu, jafnvel sem fullgildar flettur til jafns við stök orð. Sú tilhög- un á ekki síst við orðtök og önnur föst orðasambönd, þar sem athyglin beinist eindregið að sambandinu í heild og merkingu þess en ekki að einstökum liðum og tilteknum venslum þeirra. Ætla má að sjálfstæðari staða orðasambanda, með þeirri tilhögun sem hér hefur verið lýst, geti verið til verulegs gagns fyrir erlenda not- endur, jafnvel þótt aðeins sé gert ráð fyrir aðgangi að orða- og orða- sambandaskrá í þeirri mynd sem fram kemur í Orðaheimi. En sama til- högun kemur fyllilega til greina í eiginlegu tvímála samhengi, þar sem einstök orðasambönd eru sjálfstæðar einingar og gert er ráð fyrir jafn- heitum eða öðrum merkingarskýringum á öðru máli. Orðasamböndin geta þá hvort heldur sem er verið undirskipuð meginorðum, eins og í orða- og orðasambandaskrá Orðaheims, eða staðið algerlega sjálfstætt. Gagnvart orðabókarlýsingu í rafrænum búningi skiptir slíkur greinar- munur litlu máli, þar sem glöggir notendur geta oftast gengið rakleitt að því orðasambandi sem athuga skal, án þess að tekið sé tillit til þess hvernig það stendur af sér gagnvart öðrum flettum. Slík áhersla á orðasambönd og notkunarsamhengi orðanna getur þótt ganga í öfuga átt við hina merkingarlegu sundurliðun einyrtra flettiorða sem almennt er viðhöfð í tvímála orðabókum. Þótt það sé að nokkru leyti rétt vegur hitt á móti að orðasamböndin eru að öðru jöfnu mun nær því að vera merkingarlega einræð en stök orð og að sama skapi getur jafnheitavalið verið hnitmiðaðra og skýrara. Ávinningur- inn er þó ekki síður sá að innri skipan flettugreina setur lýsingunni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.