Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 20

Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 20
18 Orð og tunga mætti beint sem orðaforða í íslensk-erlenda orðabók. Það hlýtur því að krefjast umtalsverðrar frumvinnu að afmarka heppilegan orðaforða fyrir nýjar bækur af þessu tagi. Þar verður að byrja frá grunni og brjót- ast undan ofurvaldi Blöndals, þótt sjálfsagt sé að þakka honum langa samveru. Efniviður til slíkrar vinnu er að mestu tiltækur og verkið raunar hafið eins og fyrr segir. 5 Rafræn framtíð Hér hefur því verið slegið föstu að helsta markmið orðabókarhöfund- ar sé að notandinn fái það sem hann vill, finni það sem hann leitar að. Það sem einkum þrengir að möguleikunum til að ná þessu markmiði - fyrir utan tíma og peninga - eru takmakanir miðilsins, hinnar prent- uðu bókar. Eitt af því sem einkennir orðabækur meðal annarra bóka er að í þeim er kostað kapps um að koma sem allra mestu efni fyrir á sem fæstum fersentimetrum; letrið er jafnan smátt og þétt og margvíslegar skammstafanir og tákn notuð til að spara pláss. Orðabókahefðin sem svo er kölluð er mjög mótuð af þessum kringumstæðum og sama má raunar segja um fræðilega umfjöllun um orðabækur. Þannig er leit- in að kjarna orðaforðans - í samhengi orðabóka þ.e.a.s. - sprottin af þörf fyrir að finna einmitt þau 30, 60 eða 100 þúsund orð sem mest gagn er að, því að það er ekki pláss fyrir fleiri og ófært að sóa plássi undir eitthvað sem minna máli skiptir. A sama hátt er greinarmun- ur á virkri og óvirkri notkun orðabóka svo afdrifaríkur vegna þess að hann skiptir sköpum fyrir hagkvæma nýtingu rýmisins sem úr er að spila. Með tilkomu rafrænna miðla, þar sem plássleysi er ekki leng- ur sami hemill og áður, kann að vera að ýmsar virtar og viðteknar kennisetningar um orðabækur þurfi endurskoðunar við. Spurningin um kjarna orðaforðans hættir þó ekki að skipta máli. Það þarf eftir sem áður að forgangsraða, sum orð eru mikilvægari en önnur. Mun- urinn á skilningsorðabók og málbeitingarorðabók hættir ekki heldur að vera til en vel má hugsa sér að hann fái annað vægi. Þegar múrar hinnar prentuðu bókar hverfa gæti orðið auðveldara að þjóna þessum tveimur herrum. Rafræn orðabók eða netorðabók býður upp á áður óþekkt frelsi í efnistökum og framsetningu en fjölgar jafnframt valkostum orða- bókarmannsins og eykur þannig á vanda hans. Múrar eru ekki bara takmörkun og helsi, það er líka hægt að styðja sig við þá. Ný tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.