Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 93
Jón Axel Harðarson: Hví var orðið guð upphaflega hvorugkynsorð? 91
2. í germönsku var orðið yfirleitt notað sem samheiti, sbr. notkun
þess í norrænni goðafræði.
3. Eintalan, sem sjaldan var notuð, var endurgerð til samræmis við
safnheitið, þ.e. hvorugkyn fleirtölu; hún varð því einnig hvorug-
kennd.
Afleiðing þessarar þróunar var sú að orð sem var upphaflega karl-
kynsorð tók kynskiptingu - eða lagði réttara sagt af kyn sitt - og varð
að hvorugkynsorði. Við kristnitöku breyttist svo kyn þess í karlkyn í
öllum germönskum málum.3:>
7 Orðmyndirnar guð og goð
Loks er rétt að geta þess að íslenzku orðmyndirnar guð og goð voru
upphaflega víxlmyndir sama orðs;36 sú síðari sýnir fl-hljóðvarp, sbr.
t.d. físl sonr og oxi við hlið sunr og uxi. Frá kristnitöku fram til 13. ald-
ar voru báðar myndir notaðar um guð kristninnar. í þessu hlutverki
hafði kyn þeirra þegar í elztu handritum breytzt í karlkyn.37 Að öll-
um líkindum hefur það gerzt við eða skömmu eftir kristnitöku. Síðar
skipta orðmyndirnar með sér hlutverkum: goð táknar þá guð heiðinna
manna, og í því hlutverki heldur orðið hvorugkyni sínu; guð er notað
um guð kristinna manna og er karlkyns.38
Rit sem vitnað er til:
Antonsen, Elmer H. 1975: A Concise Grammar of the Older Runic Inscriptions. Max
Niemeyer Verlag, Tíibingen.
Baetke, Walter 1973: 'Guð in den altnordischen Eidesformeln'. Kleine Schriften. Ge-
schichte, Recht und Religion in germanischem Schriftum (útg. Kurt Rudolph og
Ernst Walter). Hermann Böhlaus Nachfolger, Weimar, bls. 129-142 (= Beitrage zur
Geschichte der deutschen Sprache und Literatur 70 (1948), bls. 351-371).
^Um þá þróun sjá Cahen 1921: 35 o.áfr.
^Þetta stutta yfirlit byggist á Jóni Axel Harðarsyni 2001: § 5.
37Sbr. AM 237 a fol. (elzta íslenzka handritið, frá um 1150 eða skömmu síðar): af
þvi ef goþ beþenn í hveriom lícfámgue. at hann fende Michaelem engel amót ændom
manna (2v, dlk. 1: 9-12).
^Cahen 1921: 49-71 gerir ýtarlega grein fyrir afdrifum hliðarmyndanna guþ og goþ
í fornnorrænu málunum.