Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 12
10 Orð og tunga miðað við tiltækt pláss og tímann sem er til umráða til að setja saman bókina. Hér er úr vöndu að ráða því þarfir og óskir orðabókanotenda eru ekki sérlega vel þekktar og gætu verið margvíslegar. Við fyrstu sýn mætti ætla að til þess að opna leið milli tveggja tungumála - að því marki sem hægt er að gera það með orðabókum - nægði að búa til tvær orðabækur, sína í hvora áttina. Með því að reyna að ráða í eig- inleika hugsanlegra notenda slíkra bóka hafa menn þó komist að því að bækurnar þyrftu helst að vera fjórar. Taka þarf tillit til þess hvort málanna er móðurmál notandans, hvort hann ætlar að fletta upp orð- um á framandi máli til að finna þýðingu þess á móðurmálinu (óvirk notkun), eða fletta upp orðum á móðurmálinu til að finna (og nota) jafnheiti þess á framandi máli (virk notkun). Þetta getur skipt máli við val á orðaforða. Ef orðabók er ætluð notanda sem hefur viðfangs- málið að móðurmáli (málnotkunarorðabók) er t.d. hægt að spara sér að taka með eitt og annað sem gera má ráð fyrir að notandinn geti sagt sér sjálfur í krafti kunnáttu sinnar í málinu. Ef orðabók er hins vegar ætlað að sinna þörfum notanda sem lítið kann í viðfangsmálinu (skilningsorðabók) er ekki hægt að gera ráð fyrir slíkri kunnáttu. Þótt sá greinarmunur sem hér hefur verið lýst megi kallast eitt af grundvallaratriðum í nútímakenningum um orðabækur er ekki þar með sagt að hann setji skýrt mark á allar orðabækur. Þar kemur fleira til. Þeir sem setja saman íslenskar orðabækur verða t.a.m. að horfast í augu við að ætlaður notendahópur er svo lítill að það virðist fráleitt að takmarka sig við að sinna einungis hluta hans, menn verða að reyna að gera sitt lítið af hverju og þjóna tveimur (eða fleiri) herrum. Val á orðaforða miðar eins og fyrr segir að því að taka það með sem kemur sem flestum notendum sem best, með öðrum orðum: kjarna orðaforðans. Ef við hugsum okkur notanda sem leitar til orðabókar til að skilja íslensk orð sem hann sér og heyrir verðum við að reyna að ímynda okkur hvaða orðaforða hann er líklegastur til að komast í snertingu við. Það er reyndar viðfangsefni sem orðabókarmaðurinn á sameiginlegt með þeim sem kenna íslensku sem erlent mál eða semja kennsluefni fyrir útlendinga. Þetta virðist í fljótu bragði vera einfalt: Kjarni íslensks orðaforða er sá hluti hans sem lýtur að daglegu, hvers- dagslegu lífi og er sameiginlegur öllum þeim sem mæltir eru á ís- lensku. Það er sami orðaforði og byrjað er á að kenna fólki sem vill læra íslensku. Þetta svar dugar þó skammt þegar kemur að orðabók- um því þessi almenni hluti orðaforðans er allt of lítill til að geta mynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.