Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 73

Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 73
Erla Erlendsdóttir: Um tökuorð úr málum frumbyggja 71 Orðið tómatur er komið úr nahuatl, máli hinna fornu Tolteka og Asteka í Mexíkó.18 Elsta ritaða dæmi þessa orðs er að finna í Indía- sögu Fray Bernardino de Sahagún frá árinu 1532 (Friederici 1960:619; Corominas og Pascual 1991-1997:543; Buesa Oliver og Enguita Utrilla 1992:83). í einum kafla sögunnar fjallar höfundur um það sem fæst á mörkuðum í Mexíkó og þar stendur að „sá sem höndlar með tómata selur þá jafnt stóra sem litla sem og af ýmsum tegundum og uppruna [... ] svo sem gula, rauða og vel þroskaða"19 (sjá Friederici 1960:619). Bernardino de Sahagún notar orðmyndina tomates í frásögn sinni en það gefur til kynna að orðið sé þá þegar komið í spænskan búning sinn og er hér notað í fleirtölu.20 Sami ritháttur birtist í öðrum frá- sögnum frá þessum tíma. Meðal annars notar Bernal Díaz del Castillo þessa ritmynd orðsins þegar hann lýsir í annál sínum baráttu indíána og Spánverja. Þar stendur skrifað að „þeir ætluðu sér að drepa okkur og éta, pottarnir stóðu tilbúnir með salti, ají (piparjurt) og tómötum"21 (sjá Friederici 1960:619; Bemal Díaz del Castillo 1985:167). í stöku heimild frá þessum tíma kemur orðið fyrir í sinni uppruna- legu mynd: tomatl. Hljóðskipunarreglur í spænskri tungu leyfa hins- vegar ekki hljóðasambandið -tl þannig að yfirleitt hefur samhljóðið -l verið ritað -e í málinu, og þannig hefur tomatl orðið að tomate í spænsk- unni, xocolatl að chocolate 'súkkulaði' og svo framvegis. Ekki leið á löngu uns orðið hafði borist inn í ýmis Evrópumál og fest sig þar í sessi. Elsta heimild um tilvist þess í frönsku er frá ár- inu 1598 þegar það kom inn í málið í gegnum spænsku (sbr. DHLF; GRLF). Elsta dæmi um orðið í enskri tungu er úr latneskum texta frá 1572, en þar birtist það með ritmyndinni tumatl sem minnir óneitan- lega á rithátt þess í nahuatl. Næstu áratugi birtist orðið með ýmsum hætti, s.s. tomate, tomato, tomata og tomatum, en frá og með 1753 er al- gengt að rekast á orðið með núverandi rithætti þess, tomato og tom- atoes í fleirtölu. Sérfræðingar telja að -o endingin sé tilkomin í sjálfu viðtökumálinu og að með þessum rithætti og framburði hafi ætlun- in verið að leggja áherslu á uppruna orðsins sem málnotendur töldu vera spænskan (sbr. OED). 18Nahuatl er enn talað af rúmlega 1,7 miljónum indíána í Mexíkó (Diccionario Espasa. Lenguas del mundo 2002:335). 19Fray Bemardino de Sahagún, Historia General de las Cosas de la Nueva Espafia. 20Eintala: tomate; fleirtala: tomates. 21Bernal Díaz del Castillo, Historia verdadera de la conquista de la Nueva Espafia, 1568/9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.