Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 129
Umsagnir um bækur
127
óljós í mörgum tilvikum. Auk þess eru ýmsar miðmyndarsagnir sem
eiga sér ekki samsvarandi germynd (t.d. álpast, ásælast og fjargviðrast).
3.3 Föst orðasambönd
Eins og áður hefur komið fram er mikil áhersla á föst orðasambönd í
OH. Þau eru líka mjög aðgengileg að því leyti að hægt er að fletta þeim
upp eftir sögnum ekkert síður en nafnorðum. Sá sem flettir upp sögn-
inni standa í orða- og orðasambandaskránni í seinni hluta bókarinnar
finnur m.a. þessi orðasambönd:
(12) hafa á réttu að standa, láta hendur standa fram úr ermum, láta slag
standa, standa fast á sínu, standa fyrir máli sínu, standa í klukku, standa
f ströngu, standa með pálmann í höndunum, standa undir nafni, standa
við dauðans dyr...
Þetta ætti að nýtast almennum notendum vel og ekki síður fræði-
mönnum sem hafa áhuga á að kanna föst orðasambönd. Til saman-
burðar má nefna að aðeins finnast þrjú orðasambönd með sögninni
standa ef henni er flett upp í Merg málsins (1993) enda eru sagnir sjald-
an valdar sem uppflettiorð í þeirri bók.
Það er að vísu nokkur ókostur að flettiorðin í orða- og orðasam-
bandaskránni eru fyrst og fremst nafnorð, sagnir og lýsingarorð þannig
að forsetningar og atviksorð verða út undan. Það hefði t.d. verið mjög
fróðlegt að geta flett upp á neituninni ekki og fundið á einum stað öll
orðasambönd þar sem hún kemur fyrir (sbr. eiga ekki sjö dagana sæla,
fara ekki ígrafgötnr um e-ð, verða ekki kápan úr því klæðinu o.s.frv.) en það
er því miður ekki hægt.
í OH eru litlar upplýsingar um merkingu fastra orðasambanda.
Það kemur þó ekki að sök í þeim tilvikum þar sem notandinn veit hver
merkingin er eða getur a.m.k. farið nærri um það, t.d. út frá öðrum
orðasamböndum undir sama hugtaki. I öðrum tilvikum getur þetta
verið vandamál, t.d. í sambandi við orðasambönd sem eru oft notuð í
„rangri" merkingu. Til dæmis er algengt að fólk noti orðasambandið
finna smjörþefinn afe-u í merkingunni 'kynnast e-u lítillega' en upphaf-
leg og viðurkennd merking orðasambandsins er sú að 'fá að kenna á
e-u óþægilegu (í fyrsta sirm)'. Þeim sem flettir upp á smjörþefur í OH er
vísað í hugtakið lífsreynsla/upplifun og þar er orðasambandið finna
smjörþefinn afe-u sett undir skýringuna 'fyrsta reynsla af e-u'. Þessar
upplýsingar duga þó ekki sem lýsing á viðurkenndri merkingu þessa
orðasambands.