Orð og tunga - 01.06.2005, Side 70

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 70
68 Orð og tunga Oviedo (1996:130) að þegar skrattinn ætlaði sér að hræða líftóruna úr indíánum þá hótaði hann þeim yfirleitt með huracán, en það orð þýðir Oviedo í frásögninni sem 'fellibylur' og útskýrir jafnframt að það sé svo ógurlegt fárviðri að fjöldi trjáa af öllum stærðum rifni upp með rótum, og hús hrynji sem spilaborgir þegar það geisar. Orðið mun „komið úr máli þjóðflokka í Vestur-Indíum" að því er Asgeir Blöndal Magnússon telur (1989). Spænsku orðsifjafræðingarn- ir Corominas og Pascual (1991-1997:429) segja orðið komið úr taínó, tungumáli indíána sem bjuggu á Haítí, Puerto Rico, Kúbu, Jamaica og öðrum Antillaeyjum þegar Spánverjar komu til Nýja heimsins í lok 15. aldar.16 Það eru hins vegar skiptar skoðanir á því meðal fræðimanna hver uppruni orðsins sé. Sumir telja orðið komið úr maya-mállýskunni quiché sem var töluð á Yucatánskaga í Mexíkó, aðrir eru þeirrar skoð- unar að orðið eigi rætur að rekja til einhverra hinna fjölmörgu indí- ánamála sem töluð voru á Karíbahafssvæðinu (Corominas og Pascual 1991-1997:429; Ortiz 1984:97-106).17 Þetta orð barst inn í ýmis tungumál í Gamla heiminum, ýmist í gegnum þýðingar eða bein samskipti. Þá er þar fyrst að geta frönsk- unnar, en elsta dæmi þess þar er að finna í heimild frá árinu 1533 með rithættinum furacan. Um það bil tveimur áratugum seinna skýtur það upp kollinum með spænsku ritmyndinni huracan. Undir lok 16. aldar birtist svo ritmyndin houragan, en núverandi ritháttur orðsins ouragan, sem merkir sem fyrr 'forte tempéte caracteriseé par des vents d'une grande violence', hefur verið við lýði frá byrjun 17. aldar (TLF 1992). Árið 1555 var hið latneska verk Pedro Mártir de Anglería þýtt yfir á ensku og mun það vera elsta heimildin um orðið í enskri tungu. Rit- mynd orðsins er sú sama og í frumtextanum, eða furacanes. Næstu ald- irnar er ritháttur orðsins með ýmsum hætti: furacan, furacanes (1568), hurlecano (1617), hurricans, hericano, hurricane, harricane og harycane svo lhAravak var á sínum tíma útbreiddasta indíánamálið í Suður- og Mið-Ameríku. Sú grein sem var töluð á Antillaeyjum hefur einatt verið kölluð taínó eftir ættbálknum sem bjó á Haítí þegar Spánverjar komu til eyjunnar í lok 15. aldar. Fyrstu orðin sem Spánverjar tóku upp í mál sitt voru úr tungumálum Antillaeyjasvæðisins: aravak, taínó og caribe. Eftir því sem landafundamenn lögðu fleiri landsvæði í Nýja heimin- um undir spænsku krúnuna því víðar bárust orð þau sem þeir höfðu tileinkað sér úr índíánamálum Antillaeyjasvæðisins (Buesa Oliver og Enguita Utrilla 1992:51). 17Þeir fræðimenn sem styðja fyrrnefndu kenninguna telja að orðið sé leitt af nafni þrumuguðsins Hunrakan (eða Hurakan), 'sá einfætti', sem var dýrkaður af Maya- indíánum í Mexíkó (Corominas og Pascual 1991-1997:429).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.