Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 101
99
Margrét Jónsdóttir: Um væða og væðingu
2.3 væða í samsetningum
í Fritzner (1954) er dæmi (úr Gylfaginningu) um sögnina hervæða og er
merkingin 'færa í herváðir = herklæða'.9 Hjá Guðmundi Andréssyni
(1999(1683):168) og Birni Halldórssyni (1992(1814):214) merkir hervæð-
ast 'vopnast'. í Orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, sem samin
var á árunum 1734-1779 (á vef OH (undir „orðaskrár")), eru dæmi
um hervæða og hervæðast. Merkingin er svipuð og hjá Guðmundi og
Birni: hervæða merkir 'búast alvæpni' (panopliam induere) og hervæð-
ast 'vopnast' (arma induere). Blöndal (1920-1924) segir hervæða merkja
'vopna' en sé sögnin afturbeygð, hervæðast, merki hún 'búast til bar-
daga' (ruste sig til Kamp) eða 'fara í herklæði' (ifore sig Rustning):
hervæðast merkir því 'vopnast'. Þannig er Blöndal á sömu miðum og
Guðmundur, Jón og Björn. Merkingin er því sú sama og í sögnun-
um herbúa og vopnbúa hjá Blöndal og í öllum útgáfum /O.10 Gustavs
(1989:103-104) nefnir einmitt sögnina vopnbúa en líka her-, vél- og víg-
búa og getur merkingartengslanna við hervæða. Hann gerir jafnframt
ráð fyrir því að þær hafi getað verið fyrirmynd uæðfl-sagnanna sem
hafi svo yfirtekið merkingarsviðið en brá-sagnirnar hafi vikið. Þess
ber að geta að Gustavs (1989:99) lítur svo á að (gamla) sögnin hervæða
hafi verið endurvakin og það hafi stuðlað að nýsköpun.11 Með því á
hann væntanlega við virkni -væða sem birtist í fjölda sagna.
í ritmálssafni OH er fjöldi dæma um hervæða. Aðeins eitt öruggt
dæmi er frá næstsíðustu öld, í þýðingu á fomu riti. í dæmunum má
vel sjá þá merkingarþróun sem Guðmundur Andrésson lýsir líklega
fyrstur: í stað merkingarinnar 'fara í herkæði' eða 'búast til bardaga' er
komin merkingin 'vopna, vígbúast'; í textasafninu er sú merking alls-
ráðandi. Merkingin bendir til þess að sögulega séð sé sögnin dregin af
nafnorðinu herváð(ir) (>hervoð( ir)) 'herklæði'. Orðið er til í fornu máli en
dæmin eru fá sbr. Fritzner (1954) og Sveinbjörn Egilsson (1966(1931));
sjá einnig Gustavs (1989:99).12 Það að líta á sögnina hervæða sem nafn-
9Sama dæmi er hjá Cleasby (1884) imdir væða.
10Sagnimar herbúa og vígbúa eru einnig í ritmálssafni OH; fimm dæmi eru um her-
búa en eitt um vígbúa; öll dæmin eru frá nítjándu öld. Skv. Fritzner (1954/1972) er
lýsingarformið herbúinn til í fornu máli en ekki persónuform sagnarinnar.
nGustavs (1989:106-107) bendir á að Kress (1979) hafi ekki minnst á nýsköpunina,
aðeins merkingarbreytingu.
I2Gustavs (1989) vitnar til sömu heimilda og hér koma fram um sögnina hervæða
í fomu máli. Orðabókarheimildir hans um -væða/-væðing í yngra máli eru Blöndal
(1920-1924) og (1963) og ÍO (1963/1983).