Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 62
60 Orð og tunga
2 Tökuorð úr málum frumbyggja hinnar spænsku
Ameríku
Þegar fyrstu landvinningamennirnir komu til Nýja heimsins blasti við
þeim framandi náttúra, dýralíf og menningarheimur. Þeir stóðu ekki
einungis frammi fyrir óþekktum hlutum, plöntum, dýrum, fólki og
fyrirbærum, heldur gerðu þeir sér brátt grein fyrir því að tungumál
heimamanna, indíána, var þeim með öllu óskiljanlegt. Það var því til
lítils að hafa í för með sér túlka ýmissa Evrópumála, latínu, grísku,
arabísku og hebresku. Með látbragði og bendingum tókst aðkomu-
mönnum þó að gera sig nokkurn veginn skiljanlega í samskiptum við
frumbyggja. Þeir brugðu síðan á það ráð að fá indíána til samneyt-
is við sig og kenna þeim spænsku svo þeir mættu nýtast sem túlkar
þegar fram liðu stundir.
Þar sem spænskan átti ekki til orð yfir allt hið nýja sem fyrir augu
aðkomumannanna bar gripu þeir til þess ráðs að nota annaðhvort
spænskt orð yfir hið óþekkta ásamt útskýringum eða orð úr máli
frumbyggja auk skilgreiningar, þýðingar eða útskýringa, og innlim-
uðu þannig mörg ný orð í móðurmál sitt. Gott dæmi um þetta er orðið
„amerískt ljón" sem var notað fyrir það sem seinna kallaðist puma, orð
komið úr quechua, máli Perú-indíána, og er alþjóðaheiti í dag. Þessi
nýju orð sem aðkomumenn höfðu tekið upp og tileinkað sér bárust
með þeim til Gamla heimsins, í fyrstu til Spánar og síðan með tíð og
tíma yfir í önnur Evrópumál, oft með fyrirbærinu sem þau vísuðu til;
það voru engin orð til yfir þetta „nýja" í orðaforða viðtökumálanna.
2.1 Elstu rituðu heimildir orðanna
Yfirleitt voru hin nýju orð, tökuorðin, fyrst notuð af spænskum ann-
álariturum sem höfðu fengið það hlutverk að skrá allt það sem fyrir
augu og eyru bar í Nýja heiminum, einkum á 16. og 17. öld og jafnvel
allt fram á þá 18. Þessar kronikur sagnaritaranna1 ásamt bréfum sem
'Helstu annálar frá árunum 1492 til 1543 eru: Leiðarbók Kólumbusar; Friísagnir
Pedro Mártir de Anglería ritaðar á árunum 1494 til 1526 og gefnar út árið 1530; Bréf
Hernán Cortés skrifuð á árunum 1519 til 1526; Saga Nýja heimsins eftir José Fernández
de Oviedo sem var gefin út árið 1526; Saga indíána Nýja Spánar eftir Fray Toribio de
Motolinía, trúlega rituð fyrir 1541. Frá árunum 1543 til 1592 ber helst að nefna eft-
irfarandi rit: Stutt frásögn um eyðileggingu Vestur-Indía eftir Bartolomé de las Casas
frá 1552; Indíasaga eftir Francisco López de Gómara kom út árið 1552; árið 1590 var