Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 62

Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 62
60 Orð og tunga 2 Tökuorð úr málum frumbyggja hinnar spænsku Ameríku Þegar fyrstu landvinningamennirnir komu til Nýja heimsins blasti við þeim framandi náttúra, dýralíf og menningarheimur. Þeir stóðu ekki einungis frammi fyrir óþekktum hlutum, plöntum, dýrum, fólki og fyrirbærum, heldur gerðu þeir sér brátt grein fyrir því að tungumál heimamanna, indíána, var þeim með öllu óskiljanlegt. Það var því til lítils að hafa í för með sér túlka ýmissa Evrópumála, latínu, grísku, arabísku og hebresku. Með látbragði og bendingum tókst aðkomu- mönnum þó að gera sig nokkurn veginn skiljanlega í samskiptum við frumbyggja. Þeir brugðu síðan á það ráð að fá indíána til samneyt- is við sig og kenna þeim spænsku svo þeir mættu nýtast sem túlkar þegar fram liðu stundir. Þar sem spænskan átti ekki til orð yfir allt hið nýja sem fyrir augu aðkomumannanna bar gripu þeir til þess ráðs að nota annaðhvort spænskt orð yfir hið óþekkta ásamt útskýringum eða orð úr máli frumbyggja auk skilgreiningar, þýðingar eða útskýringa, og innlim- uðu þannig mörg ný orð í móðurmál sitt. Gott dæmi um þetta er orðið „amerískt ljón" sem var notað fyrir það sem seinna kallaðist puma, orð komið úr quechua, máli Perú-indíána, og er alþjóðaheiti í dag. Þessi nýju orð sem aðkomumenn höfðu tekið upp og tileinkað sér bárust með þeim til Gamla heimsins, í fyrstu til Spánar og síðan með tíð og tíma yfir í önnur Evrópumál, oft með fyrirbærinu sem þau vísuðu til; það voru engin orð til yfir þetta „nýja" í orðaforða viðtökumálanna. 2.1 Elstu rituðu heimildir orðanna Yfirleitt voru hin nýju orð, tökuorðin, fyrst notuð af spænskum ann- álariturum sem höfðu fengið það hlutverk að skrá allt það sem fyrir augu og eyru bar í Nýja heiminum, einkum á 16. og 17. öld og jafnvel allt fram á þá 18. Þessar kronikur sagnaritaranna1 ásamt bréfum sem 'Helstu annálar frá árunum 1492 til 1543 eru: Leiðarbók Kólumbusar; Friísagnir Pedro Mártir de Anglería ritaðar á árunum 1494 til 1526 og gefnar út árið 1530; Bréf Hernán Cortés skrifuð á árunum 1519 til 1526; Saga Nýja heimsins eftir José Fernández de Oviedo sem var gefin út árið 1526; Saga indíána Nýja Spánar eftir Fray Toribio de Motolinía, trúlega rituð fyrir 1541. Frá árunum 1543 til 1592 ber helst að nefna eft- irfarandi rit: Stutt frásögn um eyðileggingu Vestur-Indía eftir Bartolomé de las Casas frá 1552; Indíasaga eftir Francisco López de Gómara kom út árið 1552; árið 1590 var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.