Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 110
108
Orð og tunga
bera þær ört vaxandi tækniþróun og öðrum samfélagslegum breyt-
ingum hvers tímabils glöggt vitni. Það má sjá séu t.d. dæmin í (16)
skoðuð. Jafnframt kom fram hve frjó orðmyndun með væðn/væðing
er sem sést best í því hve fjölbreyttrar merkingar orðaforðinn er. Um
orðmyndunarháttinn verður rætt í fimmta hluta. En næst verður hug-
að að gerð og merkingu samsetninganna.
4 Eðli og merking samsetninga sem hafa
væða/væðing að seinni/síðasta lið
4.1 Forliðir sem skeytt er framan við væða/væðing
Eitt þeirra atriða sem huga þarf að eru vensl forliðarins við aðalorðið,
þ.e. höfuðið (beygða liðinn), í samsetningunni. Svo til öllum þeim orð-
um, sem hafa væða/væðing í seinni/síðasta lið, má skipta í tvo flokka
eftir eðli þess liðar sem fer næst á undan: Orðin eru annaðhvort fast
eða laust samsett. Til fyrrnefnda hópsins teljast t.d. orð með blogg-,
hnatt-, kldm-, tækni-, vídeó- og víg- í fyrri lið; einnig bryn-, raf- og
séðogheyrt-. Til þess síðarnefnda teljast t.d. alpjóða-, evrópu-, íprótta-,
makka-, lítvarps- og pyrlu-. skyni- í skynivæddur hefur algjöra sérstöðu
vegna þess að þar er þágufall eintölu í fyrri lið (laus samsetning);
skyni-. Ekki er þó óhugsandi að i sé tengistafur eins og í frystivædd-
ur.27 Dæmi eru um forliði sem ekki eru nafnorð, t.d. ein-, einka-, ný-
og sjdlf-. Eins og sjá mátti í (16b-c) í 3.6 er algengt nú að erlendum
orðum (tegundarheitum) og skammstöfunum sé skeytt framan við
væða: Windoivs-væða, ADSL-væða o.fl. Á skammstafirnar má líta sem
nafnorðsstofna. Mörg dæmi eru um að samsettum forliðum/orðum
sé skeytt framan við sögnina/nafnorðið. Fyrri liður samsetningarinn-
ar getur verið stofn eða eignarfall, t.d. vopn- og vopna-. Dæmi eru um
að til séu orð með eignarfalli eintölu og eignarfalli fleirtölu af sama
orði, t.d. sjúkdóms- og sjúkdóma-. Orð veikrar beygingar eru alltaf laust
:7Vænlegast er að fylgja Þorsteini G. Indriðasyni (1999:110; neðanmálsgrein 5) í
því að í laust samsettu sögnunum/nafnorðunum séu veiku karl- og kvenkynsorðin
í eignarfalli eintölu en ekki í þolfalli eða þágufalli eintölu, sbr. t.d. námuvæða/námu-
væðing. Ástæðan er sú eins og fram kemur hjá Þorsteini að þolfall og þágufall eru
sjaldnast forliðir samsetninga. Það getur þó gerst eins og lesa má um í 4.1, sbr. líka
neðanmálsgrein 22. Um eignarfall eintölu og fleirtölu í samsetningum og ýmislegt
fleira sem tengist samsetningum má lesa hjá Þorsteini í sömu grein á bls. 114 o.v. og
um hlutverk og eðli tengihljóða á bls. 116-119.