Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 36
34
Orð og tunga
efnisatriðum hennar ekki sömu skorður og ella, með því að gera orða-
samböndin að miklu leyti sjálfstæð eru engin áþreifanleg takmörk fyr-
ir fjölda og fjölbreytni orðasambanda með einstökum orðum. Þetta á
sérstaklega við um þau orð sem eru allra virkust í orðasamböndum og
oft hefur verið þrengt óþægilega að í hefðbundinni orðabókarlýsingu.
Loks er rétt að hafa í huga að forsendur fyrir flettuvali eru gjörbreytt-
ar þegar orðasambönd eru vegin og metin sem fullgildar einingar við
hlið stakra orða, án þess að um sé að ræða mismunandi stöðu í orða-
bókartextanum.
2.3 Merkingarlegar samstæður og vensl
Hér á undan hefur verið rakið hvernig víkka má svið hefðbundinn-
ar orðlýsingar á tvennan hátt, með því að beina lýsingunni út fyrir
flettiorð í þröngum skilningi, annars vegar að málfræðilega vensluðu
orðafari, hins vegar að orðasamböndum og stöðu orða í þeim. Enn ein
aðgerð í þessa átt er í því fólgin að líta fram hjá hinum formlega bún-
ingi orðanna og miða leitina einungis við merkingareinkenni þeirra
orða eða þess orðafars sem athuga skal. Skilyrði fyrir því er að grípa
megi til einhvers konar merkingarfyrirsagna eða hugtakaheita sem
sameina merkingarlega skylt orðafar. í Orðaheimi kallast slík hugtaka-
heiti á við orða- og orðasambandaskrá, þannig að notendur geta hvort
heldur sem er fundið orðasamband sem vísar til hugtaksheitis (eins
eða fleiri) eða gengið beint að tilteknu hugtaksheiti í stafrófsraðaðri
hugtakaheitaskrá. Leitaraðgangur á merkingarlegum forsendum er í
mörgu samhengi enn mikilvægari fyrir erlenda en íslenska notendur,
þar sem gera verður ráð fyrir að þeir séu síður kunnugir og hand-
gengnir form- og ritmyndum orða. Til samanburðar við orðbundna
og málfræðilega miðaða leit eins og þá sem áður var sýnd og beind-
ist að nafnorðinu ákvörðun má hugsa sér merkingarlega miðaða leit að
orðafari sem sameinast undir hugtaksheitinu ákvörðun. í Orðaheimi
sameinar sú yfirskrift m.a. eftirfarandi sambönd:
ákveða <að tjónið skuli bætt, hvenær lagt skuli af stað;
verðið; dagsetninguna>
taka ákvörðun (um <þetta>)
afgera <kaupin, söluna>
fastsetja <hvenær kvæðið er ort; ákveðna borgurn
ákvarða <aldur handritsins, gildi verksins, vegalengdina>