Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 64
62
Orð og tunga
bóginn höfðu mörg haft viðdvöl í frönsku, ensku og þýsku, og jafnvel
hollensku. Það ber að hafa í huga að með viðkomu sinni í ýmsum Evr-
ópumálum fengu tökuorðin oft franskt, þýskt, enskt eða hollenskt yf-
irbragð áður en þau tóku land á norrænum ströndum. Þannig ber orð-
ið orkan3 viðdvöl sinni í Hollandi og Þýskalandi glöggt vitni og verður
vikið nánar að því síðar. Indíánaorðin bárust yfirleitt inn í tungumálin
í ritmáli, en elstu ritdæmi margra índíánaorðanna í norrænum málum,
líkt og í öðrum Evrópumálum, er að finna í tollskýrslum, fræðiritum
og greinum ýmiss konar, orðasöfnum, ferðabókum, þýðingum, mat-
reiðslubókum o.fl.
2.4 Aldur orðanna
Það gefur augaleið að ferðalag orðanna á áfangastað gat verið býsna
langt. Eftir því sem næst verður komist barst meginþorri indíánaorð-
anna í spænskt mál á 15. og 16. öld. Allflest þeirra komu inn í frönsku,
ensku og þýsku á 16., 17. og 18. öld. Þau eru flest tekin upp í dönsku
og sænsku á 18. og 19. öldinni, en það líða enn ein til tvær aldir uns
orðin berast til íslands, en flest þeirra er að finna í heimildum frá 19.
og 20. öld (Erla Erlendsdóttir 1999:41^17; 2003:75-83). Ætla má að lega
landsins fjarri alfaraleið sem og lítil tengsl við meginland Evrópu séu
meginástæður þess að orðin bárust síðar inn í íslensku en nágranna-
málin.
2.5 Merkingarsvið hinna nýju tökuorða
Aður var minnst á orð eða heiti yfir hið „nýja" eða nýjungar sem bár-
ust frá Nýja heiminum til þess gamla. Þessi nýju orð ógnuðu sjaldnast
innlendum erfðaorðum heldur var oftast um hreina viðbót við orða-
forða tungumálanna að ræða og það er jafnvel óhætt að segja að orðin
hafi auðgað viðkomandi tungur þar sem ekki voru til orð fyrir flest
það sem tökuorðin tjáðu. Hin nýju orð, sem brátt festu sig í sessi í
viðtökumálinu, eru öll nafnorð og tilheyra ákveðnum sviðum orða-
forðans. Langflest tökuorðanna eru heiti á jurtum, plöntum og trjám,
ávöxtum þeirra og afurðum, dýranöfn, heiti á ýmsum náttúrufyrir-
bærum, orð fyrir veðurfar, siglingar, húsbúnað, áhöld og fatnað. Þess
ber einnig að geta að tökuorðin eru allflest svokölluð hrein töknorð
3Huracán á spænsku, hurricane á ensku.